Myndbandsupptaka sögð sýna R Kelly brjóta á ólögráða stúlkum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. mars 2019 21:20 Kelly (til hægri) ásamt lögmanni sínum, Steve Greenberg. Scott Olson/Getty Lögregluyfirvöld í Chicago í Bandaríkjunum hafa fengið í hendurnar myndbandsupptöku sem talið er að sýni bandaríska söngvarann R Kelly misnota stúlkur undir lögaldri kynferðislega. Lögmaður Kelly hafnar því alfarið að Kelly sé maðurinn á myndbandinu. Myndbandið fannst þegar Gary Dennis frá Pennsylvaníu var að taka til heima hjá sér. Þar fann hann spólu sem hann taldi sýna R Kelly á tónleikum en þegar hann spilaði myndbandið kom annað á daginn. Gloria Allred, lögmaður Dennis, segir það sem myndbandið sýnir vera ótengt þeim tíu ákæruliðum sem settir hafa verið fram á hendur Kelly fyrir kynferðisbrot. Þar að auki segist hún ekki með fullri vissu geta haldið því fram að það sé Kelly sem sést á myndbandinu. Steve Greenberg, lögmaður Kelly, segir af og frá að myndbandið sé af skjólstæðingi hans. Greenberg hefur ávallt haldið fram sakleysi Kelly kynferðisbrotamálunum sem nú eruy höfðuð gegn honum. Lögmaðurinn Gloria Allreed og skjólstæðingur hennar, Gary Dennis.John Lamparski/Getty „Þetta er ekki hann,“ var haft eftir lögmanninum í fjölmiðlum vestanhafs. Greenberg sagði Kelly einnig „hafna því að hann sé nokkurs staðar til á upptöku með stúlkum undir lögaldri.“ Dennis segist sjálfur hafa verið afar hissa þegar hann fann upptökuna. Hann hafi aldrei hitt Kelly og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig spólan endaði í fórum hans. Upptakan innihélt einnig gamlan íþróttaleik, sem Dennis sagði benda til þess að spólan væri komin frá vini hans. „Mér til undrunar og skelfingar virtist þetta vera R Kelly á myndbandinu, en hann var ekki á tónleikum. Þess í stað var hann að misnota þeldökkar stúlkur undir lögaldri. Mér bauð við því sem ég sá.“ Lögmaður Dennis sagði gengið út frá því að stúlkurnar á myndbandinu væru undir lögaldri þar sem þær virtust ekki hafa náð kynþroska. Málaferlin gegn Kelly sem nú standa yfir tengjast brotum á þremur stúlkum og einni konu. Sækjendur í málinu hafa sagst vera með myndbandssannanir fyrir brotum Kelly gegn einni stúlkunni. Bandaríkin Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Kærustur“ R. Kelly koma honum til varnar og skella skuldinni á foreldra sína Tvær konur sem búa með bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly koma honum til varnar í viðtali á CBS-sjónvarpsstöðinni, sem sýnt verður í dag. 7. mars 2019 08:46 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Chicago í Bandaríkjunum hafa fengið í hendurnar myndbandsupptöku sem talið er að sýni bandaríska söngvarann R Kelly misnota stúlkur undir lögaldri kynferðislega. Lögmaður Kelly hafnar því alfarið að Kelly sé maðurinn á myndbandinu. Myndbandið fannst þegar Gary Dennis frá Pennsylvaníu var að taka til heima hjá sér. Þar fann hann spólu sem hann taldi sýna R Kelly á tónleikum en þegar hann spilaði myndbandið kom annað á daginn. Gloria Allred, lögmaður Dennis, segir það sem myndbandið sýnir vera ótengt þeim tíu ákæruliðum sem settir hafa verið fram á hendur Kelly fyrir kynferðisbrot. Þar að auki segist hún ekki með fullri vissu geta haldið því fram að það sé Kelly sem sést á myndbandinu. Steve Greenberg, lögmaður Kelly, segir af og frá að myndbandið sé af skjólstæðingi hans. Greenberg hefur ávallt haldið fram sakleysi Kelly kynferðisbrotamálunum sem nú eruy höfðuð gegn honum. Lögmaðurinn Gloria Allreed og skjólstæðingur hennar, Gary Dennis.John Lamparski/Getty „Þetta er ekki hann,“ var haft eftir lögmanninum í fjölmiðlum vestanhafs. Greenberg sagði Kelly einnig „hafna því að hann sé nokkurs staðar til á upptöku með stúlkum undir lögaldri.“ Dennis segist sjálfur hafa verið afar hissa þegar hann fann upptökuna. Hann hafi aldrei hitt Kelly og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig spólan endaði í fórum hans. Upptakan innihélt einnig gamlan íþróttaleik, sem Dennis sagði benda til þess að spólan væri komin frá vini hans. „Mér til undrunar og skelfingar virtist þetta vera R Kelly á myndbandinu, en hann var ekki á tónleikum. Þess í stað var hann að misnota þeldökkar stúlkur undir lögaldri. Mér bauð við því sem ég sá.“ Lögmaður Dennis sagði gengið út frá því að stúlkurnar á myndbandinu væru undir lögaldri þar sem þær virtust ekki hafa náð kynþroska. Málaferlin gegn Kelly sem nú standa yfir tengjast brotum á þremur stúlkum og einni konu. Sækjendur í málinu hafa sagst vera með myndbandssannanir fyrir brotum Kelly gegn einni stúlkunni.
Bandaríkin Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Kærustur“ R. Kelly koma honum til varnar og skella skuldinni á foreldra sína Tvær konur sem búa með bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly koma honum til varnar í viðtali á CBS-sjónvarpsstöðinni, sem sýnt verður í dag. 7. mars 2019 08:46 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
„Kærustur“ R. Kelly koma honum til varnar og skella skuldinni á foreldra sína Tvær konur sem búa með bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly koma honum til varnar í viðtali á CBS-sjónvarpsstöðinni, sem sýnt verður í dag. 7. mars 2019 08:46
Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30
R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45