„Verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. mars 2019 10:05 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. Verið sé að útfæra verkföll með öðrum hætti en sátt hafi verið um undanfarin ár og áratugi innan verkalýðshreyfingarinnar. SA munu kæra aðgerðirnar til Félagsdóms síðar í dag eða á morgun. „Ég hef sagt að þetta marki að mörgu leyti skörp og illverjandi skil frá framkvæmd verkfalla undanfarin ár og áratugi. Þetta snýst í eðli sínu um það að við þurfum að velta fyrir okkur hvort það sé hægt að vera í vinnu og þiggja laun og vera í verkfalli á sama tíma. Ég hygg að það sé ekki á neinn hallað þegar ég segi að það gengur þvert á skilning margra að mæta til vinnu og þiggja laun en sinna ekki ákveðnum verkþáttum og vera þannig í sinni einföldustu í verkfalli en engu að síður í vinnunni og þiggja laun fyrir. Þetta þykir mér skjóta skökku við og ég held að margir geti tekið undir það með okkur,“ sagði Halldór Benjamín þegar hann ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði mikilvægt að leikreglurnar væru skýrar og að skýrt væri hvernig bæri að túlka vinnulöggjöfin sem væri komin til ára sinna. Þess vegna væri mikilvægt að leita leiðsagnar Félagsdóms í málinu. „Það sjá allir í hendi sér að hér er verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar og við þetta verður ekki unað með góðu móti. Sökum þessa eiga Samtök atvinnulífsins enga aðra leið en að skjóta þessu til Félagsdóms,“ sagði Halldór Benjamín. Viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49 Félagsmenn Eflingar samþykktu verkföll með miklum meirihluta Talningu í atkvæðagreiðslu um verkföll hjá tilgreindum hópum félagsmanna í Eflingu lauk um hádegi í dag. 10. mars 2019 16:05 Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar þar sem starfsfólk sinnir aðeins hluta venjubundinna starfa reyni á þolmörk vinnulöggjafarinnar. Verið sé að útfæra verkföll með öðrum hætti en sátt hafi verið um undanfarin ár og áratugi innan verkalýðshreyfingarinnar. SA munu kæra aðgerðirnar til Félagsdóms síðar í dag eða á morgun. „Ég hef sagt að þetta marki að mörgu leyti skörp og illverjandi skil frá framkvæmd verkfalla undanfarin ár og áratugi. Þetta snýst í eðli sínu um það að við þurfum að velta fyrir okkur hvort það sé hægt að vera í vinnu og þiggja laun og vera í verkfalli á sama tíma. Ég hygg að það sé ekki á neinn hallað þegar ég segi að það gengur þvert á skilning margra að mæta til vinnu og þiggja laun en sinna ekki ákveðnum verkþáttum og vera þannig í sinni einföldustu í verkfalli en engu að síður í vinnunni og þiggja laun fyrir. Þetta þykir mér skjóta skökku við og ég held að margir geti tekið undir það með okkur,“ sagði Halldór Benjamín þegar hann ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði mikilvægt að leikreglurnar væru skýrar og að skýrt væri hvernig bæri að túlka vinnulöggjöfin sem væri komin til ára sinna. Þess vegna væri mikilvægt að leita leiðsagnar Félagsdóms í málinu. „Það sjá allir í hendi sér að hér er verið að reyna á ystu þolmörk vinnulöggjafarinnar og við þetta verður ekki unað með góðu móti. Sökum þessa eiga Samtök atvinnulífsins enga aðra leið en að skjóta þessu til Félagsdóms,“ sagði Halldór Benjamín. Viðtalið við hann má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49 Félagsmenn Eflingar samþykktu verkföll með miklum meirihluta Talningu í atkvæðagreiðslu um verkföll hjá tilgreindum hópum félagsmanna í Eflingu lauk um hádegi í dag. 10. mars 2019 16:05 Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Hyggjast kæra verkfallsaðgerðir Eflingar Samtök Atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra tilteknar boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar fyrir félagsdómi en aðgerðirnar voru samþykktar í atkvæðagreiðslu um helgina. 11. mars 2019 06:49
Félagsmenn Eflingar samþykktu verkföll með miklum meirihluta Talningu í atkvæðagreiðslu um verkföll hjá tilgreindum hópum félagsmanna í Eflingu lauk um hádegi í dag. 10. mars 2019 16:05
Segir verkföllin leiða til „hamfara í ferðaþjónustunni“ Viðar Þorsteinsson og Jóhannes Þór Skúlason ræddu komandi verkfallsaðgerðir í Sprengisandi í morgun. 10. mars 2019 11:44