Um klukkan 13 í gær var lögreglunni á Suðurlandi tilkynnt um líkfund á bökkum Ölfusár við Arnarbæli í Ölfusi.
Göngumaður gekk fram á líkið en það er talið vera af Ríkharði Péturssyni, fæddum 3. apríl 1969. Hans hefur verið saknað frá því í janúar í fyrra þegar hann fór af heimili sínu á Selfossi að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.
Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinna að rannsókn málsins.
Líkfundur á bökkum Ölfusár

Tengdar fréttir

Um 90 manns taka þátt í leitinni í dag
Ríkharðs Péturssonar hefur verið saknað frá því á þriðjudag

Lýst eftir Ríkharði Péturssyni
Ríkharður, sem er meðalmaður á hæð, grannvaxinn, fór frá heimili sínu að Eyrarvegi 46 á Selfossi um klukkan 16:00 síðastliðinn þriðjudag en ekki er vitað um ferðir hans eftir það.

Þyrla og tugir björgunarsveitarmanna leita Ríkharðs
Um fimmtíu til sextíu björgunarsveitarmenn af Suðurlandi hafa í gærkvöldi og í dag leitað Ríkharðs Péturssonar, 49 ára karlmanns sem ekkert hefur spurst til síðan á þriðjudag.