Bouteflika stígur til hliðar Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2019 19:02 Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin í Algeirsborg og víðar í landinu og krefjast mótmælendur þess að Bouteflika bjóði sig ekki fram að nýju. AP/Francois Mori Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, er hættur við að gefa aftur kost á sér. Því lýsti hann í kjölfar umfangsmikilla mótmæla þar í landi. Bouteflika, sem er 82 ára gamall og hefur verið við völd í tvo áratugi, hefur varla sést á almannafæri eftir að hann fékk heilablóðfall árið 2013. Hann er nýkominn aftur til Alsír eftir að hafa verið á sjúkrahúsi í Sviss í tvær vikur. Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin í Algeirsborg og víðar í landinu og krefjast mótmælendur þess að Bouteflika bjóði sig ekki fram að nýju. Hundruð þúsunda hafa tekið þátt í mótmælunum og samkvæmt Guardian hafa þó að miklu leyti hætt að snúast um að Bouteflika bjóði sig ekki fram í fimmta sinn og farið að snúast að miklu leyti gegn almennum stjórnháttum í landinu.Rúmlega þúsund dómarar Alsír höfðu gefið það út að þeir myndu neita að koma að forsetakosningum með nokkrum hætti ef Bouteflika byði sig fram. Í tilkynningu vísaði forsetinn þó til slæmrar heilsu sinnar og sagði það ástæðu þess að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram á nýjan leik. Hann sagðist skilja mótmælendur og hrósaði þeim fyrir friðsöm mótmæli. Hann sagði einnig að ríkisstjórnin myndi skapa sjálfstæða forsetanefnd sem myndi ákveða hvenær halda skyldi kosningar. Samhliða forsetakosningum á einnig að kjósa um nýja stjórnarskrá Alsír en þangað til verður starfstjórn mynduð tímabundið. Sú starfsstjórn verður leidd af Noureddine Bedoui, innanríkisráðherra. Rúmir tveir þriðju af íbúum Alsír eru undir þrítugt að aldri. Þar er mikið atvinnuleysi og húsnæðisskortur. Alsír Tengdar fréttir Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Alsíringar hafa undanfarið mótmælt því að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, ætli sér að sitja eitt kjörtímabil enn. 4. mars 2019 08:00 Sitjandi forseta mótmælt í Alsír Almenningur í Algeirsborg og annarsstaðar í Alsír er ansi andstæður áformum Abdelaziz Bouteflika forseta Alsír. 3. mars 2019 20:20 Dómarar snúa baki við hinum heilsuveila Bouteflika Á annað þúsund alsírskra dómara segjast ekki ætla að taka þátt í eftirliti með fyrirhuguðum kosningum í landinu, bjóði forsetinn Abdelaziz Bouteflika sig fram til endurkjörs. 11. mars 2019 11:25 Forseti Alsír snúinn heim þar sem mótmæli bíða hans Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, sem gefið hefur út að þrátt fyrir heilsuvandamál sín ætli hann að gefa kost á sér í komandi forsetakosningu, er kominn aftur til landsins. 10. mars 2019 19:36 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, er hættur við að gefa aftur kost á sér. Því lýsti hann í kjölfar umfangsmikilla mótmæla þar í landi. Bouteflika, sem er 82 ára gamall og hefur verið við völd í tvo áratugi, hefur varla sést á almannafæri eftir að hann fékk heilablóðfall árið 2013. Hann er nýkominn aftur til Alsír eftir að hafa verið á sjúkrahúsi í Sviss í tvær vikur. Fjölmenn mótmæli hafa verið haldin í Algeirsborg og víðar í landinu og krefjast mótmælendur þess að Bouteflika bjóði sig ekki fram að nýju. Hundruð þúsunda hafa tekið þátt í mótmælunum og samkvæmt Guardian hafa þó að miklu leyti hætt að snúast um að Bouteflika bjóði sig ekki fram í fimmta sinn og farið að snúast að miklu leyti gegn almennum stjórnháttum í landinu.Rúmlega þúsund dómarar Alsír höfðu gefið það út að þeir myndu neita að koma að forsetakosningum með nokkrum hætti ef Bouteflika byði sig fram. Í tilkynningu vísaði forsetinn þó til slæmrar heilsu sinnar og sagði það ástæðu þess að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram á nýjan leik. Hann sagðist skilja mótmælendur og hrósaði þeim fyrir friðsöm mótmæli. Hann sagði einnig að ríkisstjórnin myndi skapa sjálfstæða forsetanefnd sem myndi ákveða hvenær halda skyldi kosningar. Samhliða forsetakosningum á einnig að kjósa um nýja stjórnarskrá Alsír en þangað til verður starfstjórn mynduð tímabundið. Sú starfsstjórn verður leidd af Noureddine Bedoui, innanríkisráðherra. Rúmir tveir þriðju af íbúum Alsír eru undir þrítugt að aldri. Þar er mikið atvinnuleysi og húsnæðisskortur.
Alsír Tengdar fréttir Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Alsíringar hafa undanfarið mótmælt því að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, ætli sér að sitja eitt kjörtímabil enn. 4. mars 2019 08:00 Sitjandi forseta mótmælt í Alsír Almenningur í Algeirsborg og annarsstaðar í Alsír er ansi andstæður áformum Abdelaziz Bouteflika forseta Alsír. 3. mars 2019 20:20 Dómarar snúa baki við hinum heilsuveila Bouteflika Á annað þúsund alsírskra dómara segjast ekki ætla að taka þátt í eftirliti með fyrirhuguðum kosningum í landinu, bjóði forsetinn Abdelaziz Bouteflika sig fram til endurkjörs. 11. mars 2019 11:25 Forseti Alsír snúinn heim þar sem mótmæli bíða hans Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, sem gefið hefur út að þrátt fyrir heilsuvandamál sín ætli hann að gefa kost á sér í komandi forsetakosningu, er kominn aftur til landsins. 10. mars 2019 19:36 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Sjá meira
Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Alsíringar hafa undanfarið mótmælt því að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, ætli sér að sitja eitt kjörtímabil enn. 4. mars 2019 08:00
Sitjandi forseta mótmælt í Alsír Almenningur í Algeirsborg og annarsstaðar í Alsír er ansi andstæður áformum Abdelaziz Bouteflika forseta Alsír. 3. mars 2019 20:20
Dómarar snúa baki við hinum heilsuveila Bouteflika Á annað þúsund alsírskra dómara segjast ekki ætla að taka þátt í eftirliti með fyrirhuguðum kosningum í landinu, bjóði forsetinn Abdelaziz Bouteflika sig fram til endurkjörs. 11. mars 2019 11:25
Forseti Alsír snúinn heim þar sem mótmæli bíða hans Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír, sem gefið hefur út að þrátt fyrir heilsuvandamál sín ætli hann að gefa kost á sér í komandi forsetakosningu, er kominn aftur til landsins. 10. mars 2019 19:36