Varaþingmaður VG vill að dómsmálaráðherra segi af sér Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. mars 2019 13:33 Varaþingmanni Vinstri grænna finnst að dómsmálaráðherra eigi að segja af sér. Þetta hefur verið hans afstaða frá árinu 2017 en Gísli segir að ekkert hafi breyst síðan. Skjáskot: Myndband uvg „Mér finnst ekki forsvaranlegt að dómsmálaráðherra í ríkisstjórninni sé með dóm frá Mannréttindadómstól Evrópu á bakinu. Það bara gengur ekki.“ Þetta segir Gísli Garðarsson, varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sem tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Andrésar Inga Jónssonar, um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmálans sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar. Gísli segir að það hafi verið skoðun hans að Sigríður hefði átt að segja af sér síðan árið 2017 og að ekkert hafi breyst síðan þá. Gísli tilkynnti að hann hyggðist segja sig úr flokknum eftir að flokksráð VG samþykkti að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í lok nóvember 2017. Landsréttarmálið og Panamaskjölin á meðal ástæðna „Ég náttúrulega, eins og liggur fyrir og kom fram á sínum tíma, sagði mig úr VG vegna ríkisstjórnarsamstarfsins og þar á meðal vegna dómsmálaráðherra og þessarar ólöglegu skipunar og fjármálaráðherra og Panamaskjalanna og sú afstaða hefur ekkert breyst og ég held að þessi dómur staðfesti bara það sem kom svo sem fram á fyrri stigum,“ sagði Gísli. Blaðamaður náði tali af Gísla rétt áður en hann fór á nefndarfund en hann sagðist ekki hafa náð að tala við neinn innan þingflokks VG um málið en gerir ráð fyrir því að Landsréttarmálið verði á dagskrá á þingflokksfundi VG á morgun. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15 Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
„Mér finnst ekki forsvaranlegt að dómsmálaráðherra í ríkisstjórninni sé með dóm frá Mannréttindadómstól Evrópu á bakinu. Það bara gengur ekki.“ Þetta segir Gísli Garðarsson, varaþingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, sem tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Andrésar Inga Jónssonar, um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu um að Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefði brotið gegn 6. grein mannréttindasáttmálans sem kveður á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar. Gísli segir að það hafi verið skoðun hans að Sigríður hefði átt að segja af sér síðan árið 2017 og að ekkert hafi breyst síðan þá. Gísli tilkynnti að hann hyggðist segja sig úr flokknum eftir að flokksráð VG samþykkti að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum í lok nóvember 2017. Landsréttarmálið og Panamaskjölin á meðal ástæðna „Ég náttúrulega, eins og liggur fyrir og kom fram á sínum tíma, sagði mig úr VG vegna ríkisstjórnarsamstarfsins og þar á meðal vegna dómsmálaráðherra og þessarar ólöglegu skipunar og fjármálaráðherra og Panamaskjalanna og sú afstaða hefur ekkert breyst og ég held að þessi dómur staðfesti bara það sem kom svo sem fram á fyrri stigum,“ sagði Gísli. Blaðamaður náði tali af Gísla rétt áður en hann fór á nefndarfund en hann sagðist ekki hafa náð að tala við neinn innan þingflokks VG um málið en gerir ráð fyrir því að Landsréttarmálið verði á dagskrá á þingflokksfundi VG á morgun.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15 Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57 Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Katrín og Svandís harðorðar í garð Sigríðar þegar skipað hafði verið í Landsrétt Þær Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og núverandi forsætisráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, nú heilbrigðisráðherra fyrir VG, eru harðorðar í garð Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, í grein sem þær skrifuðu á vef VG í byrjun sumars 2017. 12. mars 2019 13:15
Málum frestað í Landsrétti vegna dóms MDE Ákveðið hefur verið að fresta dómsmálum í Landsrétti vegna nýfallins dóms Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) þess efnis að ekki hafi verið staðið löglega að skipan dómara við réttinn. 12. mars 2019 10:57
Sigríður ætlar ekki að segja af sér Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra, telur niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu ekki vera tilefni til þess að segja af sér. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. 12. mars 2019 12:04