Spá gengisstyrkingu og lægri vöxtum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 13. mars 2019 09:00 Sjóðstjórarnir líta björtum augum til Íslands. Fréttablaðið/Ernir Sjóðstjórar evrópska eignastýringarfyrirtækisins BlueBay Asset Management búast við því að ávöxtunarkrafa íslenskra ríkisskuldabréfa lækki um eitt hundrað punkta á næstu tólf mánuðum og að gengi krónunnar styrkist um tíu prósent á sama tíma. Gangi spáin eftir gæti fjárfesting í slíkum bréfum mögulega skilað meira en tuttugu prósenta ávöxtun á tímabilinu. Þetta kemur fram í nýlegu bréfi fyrirtækisins, sem sjóðstjórinn Mark Dowding skrifar undir, til fjárfesta. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa sjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins keypt ríkisskuldabréf í talsverðum mæli á síðustu dögum. Fyrirtækið hóf innreið sína á hérlendan skuldabréfamarkað árið 2015. Í bréfinu segist fyrirtækið telja að sterkari króna muni á endanum þrýsta verðbólgu niður og gera Seðlabankanum kleift að lækka vexti á það stig sem tíðkast á öðrum þróuðum mörkuðum. Um leið geti bankinn takmarkað áhættuna af því að vaxtamunarviðskipti leiði til bólumyndunar í hagkerfinu. Bent er á að íslenska hagkerfið hafi vaxið hratt á síðustu fimm árum og sé nú, ólíkt því sem áður var, nettó útflytjandi fjármagns. Enn fremur hafi þau fjármagnshöft sem settu voru á í kjölfar hrunsins haustið 2008 verið losuð að nánast öllu leyti. Sjóðstjórar BlueBay telja jafnframt líklegt að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs verði hækkuð í AA-flokk. Og í ljósi þess að ávöxtunarkrafa ríkisbréfa sé meira en fimm prósent og að gengi krónunnar hafi veikst um fimmtán prósent gagnvart evrunni á undanförnum tveimur árum telja þeir einnig að ekki þurfi að líða á löngu þar til fleiri erlendir fjárfestar fari að sýna Íslandi áhuga sem fjárfestingarkosti. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Sjá meira
Sjóðstjórar evrópska eignastýringarfyrirtækisins BlueBay Asset Management búast við því að ávöxtunarkrafa íslenskra ríkisskuldabréfa lækki um eitt hundrað punkta á næstu tólf mánuðum og að gengi krónunnar styrkist um tíu prósent á sama tíma. Gangi spáin eftir gæti fjárfesting í slíkum bréfum mögulega skilað meira en tuttugu prósenta ávöxtun á tímabilinu. Þetta kemur fram í nýlegu bréfi fyrirtækisins, sem sjóðstjórinn Mark Dowding skrifar undir, til fjárfesta. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa sjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins keypt ríkisskuldabréf í talsverðum mæli á síðustu dögum. Fyrirtækið hóf innreið sína á hérlendan skuldabréfamarkað árið 2015. Í bréfinu segist fyrirtækið telja að sterkari króna muni á endanum þrýsta verðbólgu niður og gera Seðlabankanum kleift að lækka vexti á það stig sem tíðkast á öðrum þróuðum mörkuðum. Um leið geti bankinn takmarkað áhættuna af því að vaxtamunarviðskipti leiði til bólumyndunar í hagkerfinu. Bent er á að íslenska hagkerfið hafi vaxið hratt á síðustu fimm árum og sé nú, ólíkt því sem áður var, nettó útflytjandi fjármagns. Enn fremur hafi þau fjármagnshöft sem settu voru á í kjölfar hrunsins haustið 2008 verið losuð að nánast öllu leyti. Sjóðstjórar BlueBay telja jafnframt líklegt að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs verði hækkuð í AA-flokk. Og í ljósi þess að ávöxtunarkrafa ríkisbréfa sé meira en fimm prósent og að gengi krónunnar hafi veikst um fimmtán prósent gagnvart evrunni á undanförnum tveimur árum telja þeir einnig að ekki þurfi að líða á löngu þar til fleiri erlendir fjárfestar fari að sýna Íslandi áhuga sem fjárfestingarkosti.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Sjá meira