Klínískar rannsóknir á fyrsta lyfi Alvotech Hörður Ægisson skrifar 13. mars 2019 07:15 Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður, Alvotech. Fréttablaðið/Aðsend mynd Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur nú hafið klínískar rannsóknir á sínu fyrsta lyfi. Um er að ræða líftæknilyfshliðstæðu lyfsins Humira sem er í dag söluhæsta lyf heims og selst fyrir um 20 milljarða Bandaríkjadala á ári, jafnvirði 2.400 milljarða íslenskra króna. Gert er ráð fyrir að markaðssetning lyfsins, sem hefur reynst árangursríkt við meðferð á ýmsum sjálfsofnæmissjúkdómum, eins og liðagigt og psoriasis, hefjist fljótlega eftir að klínískum rannsóknum lýkur. Um 400 manns taka þátt í rannsókninni á 30 stöðum vítt og breitt um Evrópu. Alvotech mun framleiða og selja lyfið með samstarfsaðilum sínum á öllum lyfjamörkuðum heims en gangi áætlanir eftir fer lyfið í sölu á næsta ári. Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech, segir það stóran áfanga fyrir fyrirtækið að hefja klínískar rannsóknir. „Nú eru átta ár síðan við hófum undirbúning á þróun og framleiðslu líftæknilyfja og aðeins um þrjú ár síðan hátæknisetur Alvotech opnaði í Vatnsmýrinni. Markmið okkar er að hátæknisetur fyrirtækisins verði leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu líftæknilyfja og að aðgengi sjúklinga að hágæða lyfjum aukist enn frekar,“ segir Róbert. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir Alvotech ráð fyrir því að árlegar tekjur geti orðið um 150 milljarðar króna innan fárra ára þegar lyf fyrirtækisins eru komin á markað. Alls eru sex líftæknilyf í þróun hjá Alvotech, sem verða markaðssett á næstu árum þegar einkaleyfi þeirra renna út. Í dag starfa um 250 vísindamenn hjá Alvotech á Íslandi, í Sviss og í Þýskalandi. Gert er ráð fyrir að ríflega 100 vísindamenn verði ráðnir á Íslandi til starfa í hátæknisetri fyrirtækisins á næstu 12 mánuðum. Alvotech hefur nú þegar fengið framleiðsluleyfi fyrir lyf sín og tryggði sér nýlega beint aðgengi að tveimur af stærstu lyfjamörkuðum heims, Kína og Japan, með mikilvægum samstarfssamningum. Í Kína er hafin uppbygging á nýrri lyfjaverksmiðju sem verður að helmingshluta í eigu Alvotech. Í Japan hefur verið undirritaður mikilvægur samstarfssamningur um sölu og dreifingu lyfja fyrirtækisins við Fuji Pharma sem jafnframt er orðið hluthafi í Alvotech. Í byrjun ársins tryggði Alvotech sér fjármögnun upp á 300 milljónir dala með sölu á skuldabréfum til fjárfesta. Eigendur skuldabréfanna munu jafnframt geta breytt bréfunum í hlutafé þegar Alvogen verður skráð á markað en CLSA, dótturfélag CITIC Securities, stærsta fjárfestingarbanka Kína, var helsti söluráðgjafinn í skuldabréfaútboðinu og þá var stórbankinn Morgan Stanley aðalfjárfestirinn. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir Alvotech ráð fyrir að félagið verði skráð á alþjóðlegan hlutabréfamarkað innan næstu tveggja ára og er talið líklegast að kauphöll í Asíu verði fyrir valinu. Meðal eigenda Alvotech eru tveir af stærstu fjárfestingarsjóðum heims, CVC Capital Partners og Temasek, auk japanska lyfjafyrirtækisins Fuji Pharma. Stærsti einstaki hluthafi Alvotech, Aztiq Pharma, er fjárfestingarsjóður undir forystu Róberts Wessman, stofnanda Alvotech. Birtist í Fréttablaðinu Lyf Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur nú hafið klínískar rannsóknir á sínu fyrsta lyfi. Um er að ræða líftæknilyfshliðstæðu lyfsins Humira sem er í dag söluhæsta lyf heims og selst fyrir um 20 milljarða Bandaríkjadala á ári, jafnvirði 2.400 milljarða íslenskra króna. Gert er ráð fyrir að markaðssetning lyfsins, sem hefur reynst árangursríkt við meðferð á ýmsum sjálfsofnæmissjúkdómum, eins og liðagigt og psoriasis, hefjist fljótlega eftir að klínískum rannsóknum lýkur. Um 400 manns taka þátt í rannsókninni á 30 stöðum vítt og breitt um Evrópu. Alvotech mun framleiða og selja lyfið með samstarfsaðilum sínum á öllum lyfjamörkuðum heims en gangi áætlanir eftir fer lyfið í sölu á næsta ári. Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech, segir það stóran áfanga fyrir fyrirtækið að hefja klínískar rannsóknir. „Nú eru átta ár síðan við hófum undirbúning á þróun og framleiðslu líftæknilyfja og aðeins um þrjú ár síðan hátæknisetur Alvotech opnaði í Vatnsmýrinni. Markmið okkar er að hátæknisetur fyrirtækisins verði leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu líftæknilyfja og að aðgengi sjúklinga að hágæða lyfjum aukist enn frekar,“ segir Róbert. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir Alvotech ráð fyrir því að árlegar tekjur geti orðið um 150 milljarðar króna innan fárra ára þegar lyf fyrirtækisins eru komin á markað. Alls eru sex líftæknilyf í þróun hjá Alvotech, sem verða markaðssett á næstu árum þegar einkaleyfi þeirra renna út. Í dag starfa um 250 vísindamenn hjá Alvotech á Íslandi, í Sviss og í Þýskalandi. Gert er ráð fyrir að ríflega 100 vísindamenn verði ráðnir á Íslandi til starfa í hátæknisetri fyrirtækisins á næstu 12 mánuðum. Alvotech hefur nú þegar fengið framleiðsluleyfi fyrir lyf sín og tryggði sér nýlega beint aðgengi að tveimur af stærstu lyfjamörkuðum heims, Kína og Japan, með mikilvægum samstarfssamningum. Í Kína er hafin uppbygging á nýrri lyfjaverksmiðju sem verður að helmingshluta í eigu Alvotech. Í Japan hefur verið undirritaður mikilvægur samstarfssamningur um sölu og dreifingu lyfja fyrirtækisins við Fuji Pharma sem jafnframt er orðið hluthafi í Alvotech. Í byrjun ársins tryggði Alvotech sér fjármögnun upp á 300 milljónir dala með sölu á skuldabréfum til fjárfesta. Eigendur skuldabréfanna munu jafnframt geta breytt bréfunum í hlutafé þegar Alvogen verður skráð á markað en CLSA, dótturfélag CITIC Securities, stærsta fjárfestingarbanka Kína, var helsti söluráðgjafinn í skuldabréfaútboðinu og þá var stórbankinn Morgan Stanley aðalfjárfestirinn. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir Alvotech ráð fyrir að félagið verði skráð á alþjóðlegan hlutabréfamarkað innan næstu tveggja ára og er talið líklegast að kauphöll í Asíu verði fyrir valinu. Meðal eigenda Alvotech eru tveir af stærstu fjárfestingarsjóðum heims, CVC Capital Partners og Temasek, auk japanska lyfjafyrirtækisins Fuji Pharma. Stærsti einstaki hluthafi Alvotech, Aztiq Pharma, er fjárfestingarsjóður undir forystu Róberts Wessman, stofnanda Alvotech.
Birtist í Fréttablaðinu Lyf Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira