Ekki hægt að geyma ráðherrastóla Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2019 16:05 Sigríður er farin. Ekkert tímabundið við það að sögn prófessorsins. Ekki í sjálfu sér. Ekki stjórnsýslulega. Komi hún aftur er það sjálfstæð ákvörðun. visir/vilhelm Prófessor Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að það sé ekkert til sem heiti að stíga til hliðar. Annað hvort eru menn hættir eða ekki. Sigríður Á. Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi fyrr í dag að hún ætlaði að stíga til hliðar, í nokkrar vikur, meðan verið væri að leiða til lykta dóm MDE. Sigríður lýsti því yfir að hún gerði þetta til að skapa frið um dómstóla en jafnframt að hún væri algerlega ósammála dómnum, hann væri einskonar aðför að fullveldi lands og þjóðar.Sjálfstæð ákvörðun komi hún aftur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, tveir af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar, hafa lýst því yfir að þau styðji ákvörðun Sigríðar.Eiríkur segir að ekkert sé til stjórnskipulega að geyma ráðherrastóla.Það sem hins vegar stendur í ýmsum er þetta með að „stíga til hliðar tímabundið“. Eiríkur Bergmann segir það tæknilega ekki til. „Stjórnskipunarlega er hún bara farin frá sem ráðherra. Það er ekkert hægt að geyma ráðherrastóla. Það er bara sjálfstæð ákvörðun að hún komi aftur sem þarf að undirrita með forsetabréfi,“ segir Eiríkur.Sigríður er farin Ekki liggur fyrir hver mun taka við dómsmálaráðuneytinu, hvort kallaður verði til ráðherra úr þingliðinu til að taka að sér ráðherradóminn eða að annar ráðherra taki yfir verkefni Sigríðar. Þetta mun liggja fyrir innan tíðar. Þó svo að það geti verið pólitískt samkomulag um að hún komi aftur, þá er það önnur saga, að sögn Eiríks. „Það getur verið pólitískt samkomulag milli flokka um það en lögformlega fer hún út úr ríkisstjórninni eins og allir aðrir sem fara úr ríkisstjórn. Það er ekki til neitt sem heitir að víkja tímabundið. Og einhver annar sem fer yfir málaflokkinn um tíma, nema þeir ætla að gera þetta þannig og þá er hún ekkert farin frá.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Prófessor Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að það sé ekkert til sem heiti að stíga til hliðar. Annað hvort eru menn hættir eða ekki. Sigríður Á. Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi fyrr í dag að hún ætlaði að stíga til hliðar, í nokkrar vikur, meðan verið væri að leiða til lykta dóm MDE. Sigríður lýsti því yfir að hún gerði þetta til að skapa frið um dómstóla en jafnframt að hún væri algerlega ósammála dómnum, hann væri einskonar aðför að fullveldi lands og þjóðar.Sjálfstæð ákvörðun komi hún aftur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, tveir af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar, hafa lýst því yfir að þau styðji ákvörðun Sigríðar.Eiríkur segir að ekkert sé til stjórnskipulega að geyma ráðherrastóla.Það sem hins vegar stendur í ýmsum er þetta með að „stíga til hliðar tímabundið“. Eiríkur Bergmann segir það tæknilega ekki til. „Stjórnskipunarlega er hún bara farin frá sem ráðherra. Það er ekkert hægt að geyma ráðherrastóla. Það er bara sjálfstæð ákvörðun að hún komi aftur sem þarf að undirrita með forsetabréfi,“ segir Eiríkur.Sigríður er farin Ekki liggur fyrir hver mun taka við dómsmálaráðuneytinu, hvort kallaður verði til ráðherra úr þingliðinu til að taka að sér ráðherradóminn eða að annar ráðherra taki yfir verkefni Sigríðar. Þetta mun liggja fyrir innan tíðar. Þó svo að það geti verið pólitískt samkomulag um að hún komi aftur, þá er það önnur saga, að sögn Eiríks. „Það getur verið pólitískt samkomulag milli flokka um það en lögformlega fer hún út úr ríkisstjórninni eins og allir aðrir sem fara úr ríkisstjórn. Það er ekki til neitt sem heitir að víkja tímabundið. Og einhver annar sem fer yfir málaflokkinn um tíma, nema þeir ætla að gera þetta þannig og þá er hún ekkert farin frá.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sjá meira
Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22
Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55