Biðin eftir dómi gæti orðið löng Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. mars 2019 06:15 Mannréttindadómstóll Evrópu í Strasbourg í Frakklandi. Vísir/EPA Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, mun sitja í yfirdeild dómstólsins fari svo að málið verði tekið til endurskoðunar þar. Reglur Mannréttindasáttmála Evrópu gera ráð fyrir því að sá dómari, sem kosinn er af ríkinu sem á aðild að dómsmáli, sé ætíð sjálfskipaður til að sitja í dómi um það mál. Sé máli vísað til yfirdeildar situr hann einnig í 17 manna dómi sem dæmir málið þar. Að öðru leyti er yfirdeildin skipuð dómurum sem ekki dæmdu málið í undirdeild að undanskildum forseta deildar og forseta dómstólsins sem á ávallt sæti í dómum yfirdeildar. Fari Landsréttarmálið til yfirdeildar mun því Róbert Spanó sitja í þeim dómi. Því hefur verið haldið fram í opinberri umræðu að forseti Mannréttindadómstólsins hafi skilað séráliti í Landsréttarmálinu. Svo er þó ekki enda sat hann ekki í dóminum sem dæmdi málið. Hins vegar skilaði forseti þeirrar dómdeildar sem dæmdi málið, Paul Lemmens, séráliti og mun hann, auk Róberts Spanó, einnig taka sæti í yfirdeild, verði málið tekið fyrir þar. Nefnd sem skipuð er af yfirdeildinni og ákveður hvort fallist er á beiðnir um endurskoðun mála hittist að jafnaði sex sinnum á ári og því má gera ráð fyrir að fimm til sex mánuðir líði áður en fyrir liggur hvort yfirdeildin tekur Landsréttarmálið til endurskoðunar, að teknu tilliti til þriggja mánaða frests sem ríkið hefur til að taka ákvörðun um hvort málinu verður vísað þangað. Með vísan til þess að dómstóllinn féllst á beiðni um flýtimeðferð Landsréttarmálsins og að dómur féll í málinu tæpu ári eftir að það barst réttinum, og með tilliti til mögulegra fordæmisáhrifa dómsins, verður að telja líklegra en ekki að yfirdeild dómstólsins fallist á að taka málið til skoðunar að nýju. Þar sem yfirdeildin tekur aðeins að sér mál sem teljast alvarleg fyrir túlkun eða framkvæmd Mannréttindasáttmálans eða varða alvarleg deiluefni sem teljast mikilvæg í almennu tilliti, verður varla um það að ræða að Landsréttarmálið fái þar sérstaka flýtimeðferð umfram önnur mál sem samþykkt er á annað borð að fái efnismeðferð. Ekki hefur verið ákveðið hvort íslenska ríkið mun óska endurskoðunar á dóminum en fráfarandi dómsmálaráðherra leggur mikla áherslu á að leitað verði eftir endurskoðun. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Forystufólk flokksins líklegt Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sitja margir við símann í dag. Fjórir koma til greina í dómsmálin. Konurnar í forystunni þykja líklegastar. Ríkisstjórnin hittist fyrir hádegi. Ríkisráðið fundar síðdegis. 14. mars 2019 06:15 Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Róbert Spanó, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, mun sitja í yfirdeild dómstólsins fari svo að málið verði tekið til endurskoðunar þar. Reglur Mannréttindasáttmála Evrópu gera ráð fyrir því að sá dómari, sem kosinn er af ríkinu sem á aðild að dómsmáli, sé ætíð sjálfskipaður til að sitja í dómi um það mál. Sé máli vísað til yfirdeildar situr hann einnig í 17 manna dómi sem dæmir málið þar. Að öðru leyti er yfirdeildin skipuð dómurum sem ekki dæmdu málið í undirdeild að undanskildum forseta deildar og forseta dómstólsins sem á ávallt sæti í dómum yfirdeildar. Fari Landsréttarmálið til yfirdeildar mun því Róbert Spanó sitja í þeim dómi. Því hefur verið haldið fram í opinberri umræðu að forseti Mannréttindadómstólsins hafi skilað séráliti í Landsréttarmálinu. Svo er þó ekki enda sat hann ekki í dóminum sem dæmdi málið. Hins vegar skilaði forseti þeirrar dómdeildar sem dæmdi málið, Paul Lemmens, séráliti og mun hann, auk Róberts Spanó, einnig taka sæti í yfirdeild, verði málið tekið fyrir þar. Nefnd sem skipuð er af yfirdeildinni og ákveður hvort fallist er á beiðnir um endurskoðun mála hittist að jafnaði sex sinnum á ári og því má gera ráð fyrir að fimm til sex mánuðir líði áður en fyrir liggur hvort yfirdeildin tekur Landsréttarmálið til endurskoðunar, að teknu tilliti til þriggja mánaða frests sem ríkið hefur til að taka ákvörðun um hvort málinu verður vísað þangað. Með vísan til þess að dómstóllinn féllst á beiðni um flýtimeðferð Landsréttarmálsins og að dómur féll í málinu tæpu ári eftir að það barst réttinum, og með tilliti til mögulegra fordæmisáhrifa dómsins, verður að telja líklegra en ekki að yfirdeild dómstólsins fallist á að taka málið til skoðunar að nýju. Þar sem yfirdeildin tekur aðeins að sér mál sem teljast alvarleg fyrir túlkun eða framkvæmd Mannréttindasáttmálans eða varða alvarleg deiluefni sem teljast mikilvæg í almennu tilliti, verður varla um það að ræða að Landsréttarmálið fái þar sérstaka flýtimeðferð umfram önnur mál sem samþykkt er á annað borð að fái efnismeðferð. Ekki hefur verið ákveðið hvort íslenska ríkið mun óska endurskoðunar á dóminum en fráfarandi dómsmálaráðherra leggur mikla áherslu á að leitað verði eftir endurskoðun.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Forystufólk flokksins líklegt Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sitja margir við símann í dag. Fjórir koma til greina í dómsmálin. Konurnar í forystunni þykja líklegastar. Ríkisstjórnin hittist fyrir hádegi. Ríkisráðið fundar síðdegis. 14. mars 2019 06:15 Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22
Forystufólk flokksins líklegt Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sitja margir við símann í dag. Fjórir koma til greina í dómsmálin. Konurnar í forystunni þykja líklegastar. Ríkisstjórnin hittist fyrir hádegi. Ríkisráðið fundar síðdegis. 14. mars 2019 06:15
Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58