Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sagði ríkisstjórnina fyrst og fremst hafa farið yfir fjármálaáætlun á fundi í Stjórnarráðinu fyrr í dag. Ekkert hafi verið rætt um skipun nýs dómsmálaráðherra eftir að Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti í gær.
Aðspurður sagði Sigurður Ingi ríkisstjórnarfundinn ekki hafa verið erfiðan.
„Nei, við vorum svo sem fyrst og fremst að fara yfir fjármálaáætlun.“
Þá tók hann í sama streng og aðrir ráðherrar sem rætt var við að loknum fundi í stjórnarráðinu, þ.e. að engin ákvörðun hafi enn verið tekin um nýjan dómsmálaráðherra. Ekkert hafi heldur verið rætt um tilfærslur innan ráðuneyta.
„Nei, það er í höndum formanns Sjálfstæðisflokksins og Sjálfstæðisflokksins að tilnefna hann. Kemur í ljós í dag.“
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur boðað þingflokk Sjálfstæðisflokksins til fundar í Alþingishúsinu klukkan 14:30 í dag. Ætla má að þar muni Bjarni ræða við þingmenn um stöðuna sem er upp komin eftir að Sigríður Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra í gær. Þá hefur verið boðað til ríkisráðsfundar klukkan 16 í dag vegna þessa.
Í spilaranum að ofan má sjá viðbrögð Sigurðar Inga, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Þægilegur ríkisstjórnarfundur að baki í Stjórnarráðinu
Tengdar fréttir

Segist ekki vera búinn að ákveða hver taki við af Sigríði
Ríkisstjórnarfundi lauk í Stjórnarráðshúsinu núna rétt fyrir klukkan 12.

Kveðst ósammála fjármálaráðherra um MDE og segir hann þurfa að svara fyrir eigin orð
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segist áfram ætla að standa vörð um aðild Íslendinga að MDE.

Síðasti ríkisstjórnarfundur Sigríðar
Ríkisstjórnarfundur hófst í Stjórnarráðshúsinu núna klukkan níu en um er að ræða síðasta ríkisstjórnarfund Sigríðar Á. Andersen, að minnsta kosti í bili.