Gunnar: Leon vill örugglega mýkja kallinn upp Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar 14. mars 2019 19:15 Gunnar Nelson er bjartsýnn fyrir bardaga sinn gegn Leon Edwards í London um helgina. Hann ætlar sér að klára bardagann en ekki setja hann í hendur dómaranna. Gunnar er á góðu róli í aðdraganda bardagans gegn Edwards og niðurskurðurinn gengið vel venju samkvæmt. Okkar maður veit að hann er að fara í hörkubardaga. Einn af þeim erfiðustu á sínum ferli gegn mjög hæfum andstæðingi. „Hann er helvíti fjölhæfur og ég hugsa að hann vilji halda bardaganum standandi og reyna að mýkja kallinn upp. Ef hann sér einhverja góða opnun til að taka mig niður þá gæti hann reynt það. Kemur í ljós,“ segir Gunnar en hvernig ætlar hann að herja á Edwards? „Hann yrði ekki í góðum málum undir mér. Síðan hefur hann átt erfitt gegn mönnum sem pressa.“ Gunnar og Edwards eru á svipuðum stað á sínum ferli. Edwards segist ætla að rota Gunnar og okkar maður hefur heldur engan áhuga á því að láta bardagann í hendur dómaranna. „Það er alltaf svoleiðis hjá mér. Ég hef engan áhuga á því að leyfa dómurunum að stýrast í því hvernig bardaginn fer. Ég vil bara sjá um það sjálfur.“ Darren Till er stjarna kvöldsins en hann ætlar þrátt fyrir það ekki að missa af bardaga Gunnars og Edwards. „Mér finnst þetta vera áhugaverður bardagi. Ég tel að þetta geti ráðist á því hvernig Gunnar Nelson mætir til leiks að þessu sinni. Stundum er hann flatur en í öðrum bardögum mylur hann andstæðinga sína í jörðina og klárar þá. Edwards er með sjálfstraust í botni og gæti stolið þessu. Ég hlakka til að sjá þetta,“ sagði Till.Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans. MMA Tengdar fréttir Úr búrinu: Tekur Gunnar loksins stóra skrefið um helgina? Það er gríðarlega mikið undir hjá Gunnari Nelson gegn Leon Edwards um helgina. Þessi bardagi gæti breytt ferli Gunnars. 13. mars 2019 10:00 Till: Bardagi gegn Gunnari kemur vel til greina Englendingurinn Darren Till er aðalstjarna bardagakvölds UFC í London. Gunnar Nelson hefur mikið reynt að berjast við hann en Till hefur alltaf flúið. 14. mars 2019 09:00 Gunnar: Er í betra standi en í Kanada og laus við meiðslin Það var eftir því tekið hvað Gunnar Nelson var í góðu formi í Kanada í desember. Hann hefur ekki slegið slöku við síðan og er í enn betra formi í London núna. 14. mars 2019 08:00 Sjáðu vinsælan Gunnar á opnu æfingunni í London Stærstu nöfnin á bardagakvöldinu í London mættu í gamlan og heillandi íþróttasal í gær til þess að leika listir sínar fyrir áhorfendur. 14. mars 2019 10:30 Sjáðu Gunnar og Edwards mætast í fyrsta skipti Fjölmiðladagurinn fyrir Fight Night í London fór fram í dag og þá þurftu aðalbardagakappar kvöldsins einnig að mætast og horfast í augu. 14. mars 2019 15:55 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Gunnar Nelson er bjartsýnn fyrir bardaga sinn gegn Leon Edwards í London um helgina. Hann ætlar sér að klára bardagann en ekki setja hann í hendur dómaranna. Gunnar er á góðu róli í aðdraganda bardagans gegn Edwards og niðurskurðurinn gengið vel venju samkvæmt. Okkar maður veit að hann er að fara í hörkubardaga. Einn af þeim erfiðustu á sínum ferli gegn mjög hæfum andstæðingi. „Hann er helvíti fjölhæfur og ég hugsa að hann vilji halda bardaganum standandi og reyna að mýkja kallinn upp. Ef hann sér einhverja góða opnun til að taka mig niður þá gæti hann reynt það. Kemur í ljós,“ segir Gunnar en hvernig ætlar hann að herja á Edwards? „Hann yrði ekki í góðum málum undir mér. Síðan hefur hann átt erfitt gegn mönnum sem pressa.“ Gunnar og Edwards eru á svipuðum stað á sínum ferli. Edwards segist ætla að rota Gunnar og okkar maður hefur heldur engan áhuga á því að láta bardagann í hendur dómaranna. „Það er alltaf svoleiðis hjá mér. Ég hef engan áhuga á því að leyfa dómurunum að stýrast í því hvernig bardaginn fer. Ég vil bara sjá um það sjálfur.“ Darren Till er stjarna kvöldsins en hann ætlar þrátt fyrir það ekki að missa af bardaga Gunnars og Edwards. „Mér finnst þetta vera áhugaverður bardagi. Ég tel að þetta geti ráðist á því hvernig Gunnar Nelson mætir til leiks að þessu sinni. Stundum er hann flatur en í öðrum bardögum mylur hann andstæðinga sína í jörðina og klárar þá. Edwards er með sjálfstraust í botni og gæti stolið þessu. Ég hlakka til að sjá þetta,“ sagði Till.Gunnar Nelson berst við Bretann Leon Edwards í London næstkomandi laugardag. Bardaginn er í beinni á Stöð 2 Sport. Vísir er í London og mun fylgjast ítarlega með öllu í aðdraganda bardagans.
MMA Tengdar fréttir Úr búrinu: Tekur Gunnar loksins stóra skrefið um helgina? Það er gríðarlega mikið undir hjá Gunnari Nelson gegn Leon Edwards um helgina. Þessi bardagi gæti breytt ferli Gunnars. 13. mars 2019 10:00 Till: Bardagi gegn Gunnari kemur vel til greina Englendingurinn Darren Till er aðalstjarna bardagakvölds UFC í London. Gunnar Nelson hefur mikið reynt að berjast við hann en Till hefur alltaf flúið. 14. mars 2019 09:00 Gunnar: Er í betra standi en í Kanada og laus við meiðslin Það var eftir því tekið hvað Gunnar Nelson var í góðu formi í Kanada í desember. Hann hefur ekki slegið slöku við síðan og er í enn betra formi í London núna. 14. mars 2019 08:00 Sjáðu vinsælan Gunnar á opnu æfingunni í London Stærstu nöfnin á bardagakvöldinu í London mættu í gamlan og heillandi íþróttasal í gær til þess að leika listir sínar fyrir áhorfendur. 14. mars 2019 10:30 Sjáðu Gunnar og Edwards mætast í fyrsta skipti Fjölmiðladagurinn fyrir Fight Night í London fór fram í dag og þá þurftu aðalbardagakappar kvöldsins einnig að mætast og horfast í augu. 14. mars 2019 15:55 Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Fleiri fréttir Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Postecoglou rekinn Sjá meira
Úr búrinu: Tekur Gunnar loksins stóra skrefið um helgina? Það er gríðarlega mikið undir hjá Gunnari Nelson gegn Leon Edwards um helgina. Þessi bardagi gæti breytt ferli Gunnars. 13. mars 2019 10:00
Till: Bardagi gegn Gunnari kemur vel til greina Englendingurinn Darren Till er aðalstjarna bardagakvölds UFC í London. Gunnar Nelson hefur mikið reynt að berjast við hann en Till hefur alltaf flúið. 14. mars 2019 09:00
Gunnar: Er í betra standi en í Kanada og laus við meiðslin Það var eftir því tekið hvað Gunnar Nelson var í góðu formi í Kanada í desember. Hann hefur ekki slegið slöku við síðan og er í enn betra formi í London núna. 14. mars 2019 08:00
Sjáðu vinsælan Gunnar á opnu æfingunni í London Stærstu nöfnin á bardagakvöldinu í London mættu í gamlan og heillandi íþróttasal í gær til þess að leika listir sínar fyrir áhorfendur. 14. mars 2019 10:30
Sjáðu Gunnar og Edwards mætast í fyrsta skipti Fjölmiðladagurinn fyrir Fight Night í London fór fram í dag og þá þurftu aðalbardagakappar kvöldsins einnig að mætast og horfast í augu. 14. mars 2019 15:55
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn