Auka þurfi eftirlit með laxeldi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2019 19:30 Formaður Landsambands veiðifélaga segir að setja þurfi aukið fjármagn í eftirlit með laxeldi en hann telur áhættumat sem snýr að erfðablöndun frá laxeldi of pólitískt. Um 130 manns sóttu málþing um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stóð fyrir í morgun. Ráðherrann lagði nýlega fram á Alþingi frumvarp um breytingar á ýmsum lögum sem tengjast fiskeldi og þar er lagt til að áhættumatið verði lögfest. Í morgun var farið yfir matið og þá vinnu sem liggur að baki því auk þess sem rædd voru næstu skref í þróun þess. Formaður Landsambands veiðifélaga er ánægður með að áhættumat hafi verið framkvæmt en segir það þó of pólitískt. „Við teljum það miklu betra að áhættumatið sé óháð þessum pólitíska þrýstingi sem augljóslega er verið að beita varðandi þessa starfsemi. Ef menn vilja rýna í áhættumatið þá sé betra að gera það með erlendum sérfræðingum frekar en að hleypa pólitíkinni inn i það,“ sagði Jón Helgi Björnsson, formaður Landsambands veiðifélaga.Frá eldiskvíum á Patreksfirði.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Hann segir að setja þurfi skýrar reglur varðandi umhverfisáhrif laxeldis svo að við lendum ekki í sömu vandræðum og Noregur glímir við en þar hafa stofnarnir orðið fyrir verulegri erfðamengun. „Við teljum mjög mikilvægt að í þessari stöðu sem við erum í dag séu menn með mjög skýrar reglur varðandi umhverfið svo við lendum ekki í þessu á Íslandi. Þess vegna þarf áhættumatið að vera mjög þröngt og ákveðið,“ sagði Jón Helgi. Hann segir tækifæri liggja í umfangi starfseminnar sem hefur reynst atvinnuskapandi. Þó vanti upp á aukið eftirlit. „Því miður hefur það ekki verið nægilega gott, veikburða í raun og illa fjármagnað. Við leggjum mikla áherslu á að það sé styrkt verulega, sett í það fjármagn og að það sé utanaðkomandi eftirlit með þessum iðnaði,“ sagði Jón Helgi. Fiskeldi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Formaður Landsambands veiðifélaga segir að setja þurfi aukið fjármagn í eftirlit með laxeldi en hann telur áhættumat sem snýr að erfðablöndun frá laxeldi of pólitískt. Um 130 manns sóttu málþing um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stóð fyrir í morgun. Ráðherrann lagði nýlega fram á Alþingi frumvarp um breytingar á ýmsum lögum sem tengjast fiskeldi og þar er lagt til að áhættumatið verði lögfest. Í morgun var farið yfir matið og þá vinnu sem liggur að baki því auk þess sem rædd voru næstu skref í þróun þess. Formaður Landsambands veiðifélaga er ánægður með að áhættumat hafi verið framkvæmt en segir það þó of pólitískt. „Við teljum það miklu betra að áhættumatið sé óháð þessum pólitíska þrýstingi sem augljóslega er verið að beita varðandi þessa starfsemi. Ef menn vilja rýna í áhættumatið þá sé betra að gera það með erlendum sérfræðingum frekar en að hleypa pólitíkinni inn i það,“ sagði Jón Helgi Björnsson, formaður Landsambands veiðifélaga.Frá eldiskvíum á Patreksfirði.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Hann segir að setja þurfi skýrar reglur varðandi umhverfisáhrif laxeldis svo að við lendum ekki í sömu vandræðum og Noregur glímir við en þar hafa stofnarnir orðið fyrir verulegri erfðamengun. „Við teljum mjög mikilvægt að í þessari stöðu sem við erum í dag séu menn með mjög skýrar reglur varðandi umhverfið svo við lendum ekki í þessu á Íslandi. Þess vegna þarf áhættumatið að vera mjög þröngt og ákveðið,“ sagði Jón Helgi. Hann segir tækifæri liggja í umfangi starfseminnar sem hefur reynst atvinnuskapandi. Þó vanti upp á aukið eftirlit. „Því miður hefur það ekki verið nægilega gott, veikburða í raun og illa fjármagnað. Við leggjum mikla áherslu á að það sé styrkt verulega, sett í það fjármagn og að það sé utanaðkomandi eftirlit með þessum iðnaði,“ sagði Jón Helgi.
Fiskeldi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira