Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Elín Margrét Böðvarsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 14. mars 2019 20:00 Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. Hann telur að mjög fljótlega muni liggja fyrir hvað nákvæmlega orsakaði tvö alvarleg flugslys í Eþíópíu og Indónesíu.Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ákveðið að kyrrsetja allar 737 Max vélar sem framleiddar hafa verið eftir að rannsakendur flugslyssins í Eþíópíu komust að því að mikil líkindi eru með því slysi og fyrra slysi Lion Air sem fórst undan ströndum Jövu í október. Icelandair hafði tekið ákvörðun fyrr í vikunni um að kyrrsetja sínar þrjár Boeng 737 Max 8 flugvélar, í framhaldi af ákvörðun flugmálayfirvalda í Bretlandi og öðrum ríkjum, um að banna vélarnar í sinni lofthelgi. Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir um fyrirbyggjandi ráðstöfun að ræða. „Icelandair taka þarna mjög pro-active ákvörðun. Með öryggið í fyrirrúmi og sýna í raun farþegum sínum mjög mikla tillitssemi að þurfa ekkert að vera að velta vöngum yfir þessu. Það má líkja þessu kannski við veitingastað þar sem óvissa ríkir um einn rétt og þá er hann bara tekinn af matseðlinum og innihaldið kannað,“ segir Ingvar. Hugsanlega sé tilviljun að í tilfellum beggja flugslysanna hafi verið um flugvél sömu gerðar verið að ræða. „Í slysinu í Indónesíu þá var vélinni flogið af stað með bilaðan skynjara sem átti ekki að gera.“ Hvað gerðist nákvæmlega muni liggja ljóst fyrir á allra næstu dögum. „Flugritarnir fundust til allrar hamingju og göngin, að því er virðist ósködduð, og svona innan iðnaðarins mun mjög fljótt skýrast þessi atburðarás og menn fá mynd af því hvað gerðist þarna,“ segir Ingvar. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óvíst með áformað útboð Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að eins og staðan sé núna líti tilboðin í Icelandair Hotels ágætlega út. 13. mars 2019 06:15 Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. Hann telur að mjög fljótlega muni liggja fyrir hvað nákvæmlega orsakaði tvö alvarleg flugslys í Eþíópíu og Indónesíu.Boeing flugvélaframleiðandinn hefur ákveðið að kyrrsetja allar 737 Max vélar sem framleiddar hafa verið eftir að rannsakendur flugslyssins í Eþíópíu komust að því að mikil líkindi eru með því slysi og fyrra slysi Lion Air sem fórst undan ströndum Jövu í október. Icelandair hafði tekið ákvörðun fyrr í vikunni um að kyrrsetja sínar þrjár Boeng 737 Max 8 flugvélar, í framhaldi af ákvörðun flugmálayfirvalda í Bretlandi og öðrum ríkjum, um að banna vélarnar í sinni lofthelgi. Ingvar Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir um fyrirbyggjandi ráðstöfun að ræða. „Icelandair taka þarna mjög pro-active ákvörðun. Með öryggið í fyrirrúmi og sýna í raun farþegum sínum mjög mikla tillitssemi að þurfa ekkert að vera að velta vöngum yfir þessu. Það má líkja þessu kannski við veitingastað þar sem óvissa ríkir um einn rétt og þá er hann bara tekinn af matseðlinum og innihaldið kannað,“ segir Ingvar. Hugsanlega sé tilviljun að í tilfellum beggja flugslysanna hafi verið um flugvél sömu gerðar verið að ræða. „Í slysinu í Indónesíu þá var vélinni flogið af stað með bilaðan skynjara sem átti ekki að gera.“ Hvað gerðist nákvæmlega muni liggja ljóst fyrir á allra næstu dögum. „Flugritarnir fundust til allrar hamingju og göngin, að því er virðist ósködduð, og svona innan iðnaðarins mun mjög fljótt skýrast þessi atburðarás og menn fá mynd af því hvað gerðist þarna,“ segir Ingvar.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Óvíst með áformað útboð Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að eins og staðan sé núna líti tilboðin í Icelandair Hotels ágætlega út. 13. mars 2019 06:15 Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Óvíst með áformað útboð Icelandair Forstjóri Icelandair Group segir að eins og staðan sé núna líti tilboðin í Icelandair Hotels ágætlega út. 13. mars 2019 06:15
Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00
Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30