Söngleikur um sögur og mátt Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 15. mars 2019 14:00 "Sjálfum finnst mér leikhús snúast um sögur og mannleg samskipti,“ segir Bergur Þór. fréttablaðið/Sigtryggur Ari Söngleikurinn Matthildur verður frumsýndur í kvöld, föstudagskvöld, í Borgarleikhúsinu en hann er byggður á hinni frægu skáldsögu Roalds Dahl. Leikstjóri sýningarinnar er Bergur Þór Ingólfsson. „Það er svakalegt fjör að leikstýra Matthildi, skemmtilegt og krefjandi,“ segir hann. Roald Dahl var nokkuð grimmur barnabókahöfundur og í Matthildi er nóg af fullorðnu fólki sem níðist á börnum. „Dahl er mjög grimmur í barnabókum sínum en það verður að segja söguna eins og hún er,“ segir Bergur Þór „Þarna er skólastjóri sem beitir börn ofbeldi og er líkast til líka morðingi og ef foreldrar Matthildar væru í raunveruleikanum eins og þarna þá yrði það að barnaverndarmáli. Það eru öfgakenndar aðstæður í sögunni en slíkar aðstæður í raunveruleikanum eru oft stærri og verri en í skáldskap. Ég reyni að vera höfundinum trúr því Roald Dahl er líka dálítið hrekkjusvín. Ég tek mið af hans raunveruleika og prakkaraskapnum sem liggur þar á bak við en um leið er mikilvægt að þykja vænt um aðalpersónuna hana Matthildi og halda með henni. Þannig fáum við sögu sem er skemmtileg, spennandi, hræðileg og fyndin. Það eru sögur inni í sögum inni í sögum í þessari sögu. Þetta er saga um sögur og mátt þeirra. Sjálfum finnst mér leikhús snúast um sögur og mannleg samskipti og mennskan búa í sögunum. Matthildur er afskipt barn og fer að segja sögur af sér sem gera henni ljóst hvernig heimurinn er og hverjar aðstæður hennar eru. Hún gerir sér jafnframt grein fyrir því hvað er rétt og rangt og um leið kennir hún kennaranum sínum hvað er rétt og rangt í gegnum sögur. Þetta er ekki hægt að segja með mærðarsvip, það verður að vera frásagnargleði í sögunni og karakterarnir verða að vera skemmtilegir þótt þeir séu grimmir. Í gegnum hlátur og söng opnast hjörtun og þá getum við farið að tala um alvarlegu málin.“Gaman að leikstýra börnum Matthildur er söngleikur sem frumsýndur var í Bretlandi árið 2010 og hefur verið settur á svið víða um heim við miklar vinsældir og hlotið hátt í hundrað verðlaun. Bergur Þór er spurður hvort hann sé söngleikjamaður. „Mér finnst gaman að söngleikjum en ég er ekki það sem kalla má söngleikjamaður. Formið hentar hins vegar minni fantasíu,“ segir hann. „Þegar ég var lítill hlustaði ég á hvert lag á Sumar á Sýrlandi og bjó til sögur úr þeim. Ég var mikið fyrir epík í tónlist, fannst til dæmis mjög gaman að hlusta á Queen og Árstíðirnar eftir Vivaldi því það er frásögn í þeim. Ég syng alltaf með tónlist og stundum syng ég upp úr mér, eins og til dæmis: Það er kominn matur?… Mér finnst söngur auka á tjáninguna.“ Nítján börn taka þátt í sýningunni. „Það er gríðarlega gaman að leikstýra börnum,“ segir Bergur Þór. „Þau eru einlæg og treysta manni, komin til að finna orkunni sem þau búa yfir farveg. Ég þigg hana með þökkum og sömuleiðis þennan mikla lífsvilja, leikgleði og birtu sem streymir frá þeim. Mér finnst börn afar skemmtilegt fólk.“Háskólanám á tíu vikum Mikið mæðir á þeim ungu leikkonum sem skiptast á að leika Matthildi. Þær eru þrjár, allar tíu ára gamlar, Salka Ýr Ómarsdóttir, Erna Tómasdóttir og Ísabel Dís Sheehan. „Þær eru þrír ólíkir einstaklingar og skila ólíkum lit hver fyrir sig þótt við höfum unnið hlutverkið sem hópur,“ segir Bergur Þór. „Þær tóku leikstjórn vel og hlustuðu og lögðu sig allar fram við að gera þetta vel. Það má segja að þær hafi tekið þriggja ára háskólanám á tíu vikum.“ Bergur Þór er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að leikstýra ungu fólki. „Þegar ég útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 1995 þá vann ég fyrir salti í grautinn bæði með því að tala inn á teiknimyndir og leikstýra í barnaskólum og menntaskólum. Mér líkar vel að vinna með ungu fólki og finnst ég eiga í ótrúlega mörgum leikurum landsins af yngri kynslóð því ég vann með þeim áður en þeir fóru í leiklistarskólann. Mér finnst ég hafa verið verðlaunaður með að fá að kynnast öllu þessu hæfileikafólki.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Söngleikurinn Matthildur verður frumsýndur í kvöld, föstudagskvöld, í Borgarleikhúsinu en hann er byggður á hinni frægu skáldsögu Roalds Dahl. Leikstjóri sýningarinnar er Bergur Þór Ingólfsson. „Það er svakalegt fjör að leikstýra Matthildi, skemmtilegt og krefjandi,“ segir hann. Roald Dahl var nokkuð grimmur barnabókahöfundur og í Matthildi er nóg af fullorðnu fólki sem níðist á börnum. „Dahl er mjög grimmur í barnabókum sínum en það verður að segja söguna eins og hún er,“ segir Bergur Þór „Þarna er skólastjóri sem beitir börn ofbeldi og er líkast til líka morðingi og ef foreldrar Matthildar væru í raunveruleikanum eins og þarna þá yrði það að barnaverndarmáli. Það eru öfgakenndar aðstæður í sögunni en slíkar aðstæður í raunveruleikanum eru oft stærri og verri en í skáldskap. Ég reyni að vera höfundinum trúr því Roald Dahl er líka dálítið hrekkjusvín. Ég tek mið af hans raunveruleika og prakkaraskapnum sem liggur þar á bak við en um leið er mikilvægt að þykja vænt um aðalpersónuna hana Matthildi og halda með henni. Þannig fáum við sögu sem er skemmtileg, spennandi, hræðileg og fyndin. Það eru sögur inni í sögum inni í sögum í þessari sögu. Þetta er saga um sögur og mátt þeirra. Sjálfum finnst mér leikhús snúast um sögur og mannleg samskipti og mennskan búa í sögunum. Matthildur er afskipt barn og fer að segja sögur af sér sem gera henni ljóst hvernig heimurinn er og hverjar aðstæður hennar eru. Hún gerir sér jafnframt grein fyrir því hvað er rétt og rangt og um leið kennir hún kennaranum sínum hvað er rétt og rangt í gegnum sögur. Þetta er ekki hægt að segja með mærðarsvip, það verður að vera frásagnargleði í sögunni og karakterarnir verða að vera skemmtilegir þótt þeir séu grimmir. Í gegnum hlátur og söng opnast hjörtun og þá getum við farið að tala um alvarlegu málin.“Gaman að leikstýra börnum Matthildur er söngleikur sem frumsýndur var í Bretlandi árið 2010 og hefur verið settur á svið víða um heim við miklar vinsældir og hlotið hátt í hundrað verðlaun. Bergur Þór er spurður hvort hann sé söngleikjamaður. „Mér finnst gaman að söngleikjum en ég er ekki það sem kalla má söngleikjamaður. Formið hentar hins vegar minni fantasíu,“ segir hann. „Þegar ég var lítill hlustaði ég á hvert lag á Sumar á Sýrlandi og bjó til sögur úr þeim. Ég var mikið fyrir epík í tónlist, fannst til dæmis mjög gaman að hlusta á Queen og Árstíðirnar eftir Vivaldi því það er frásögn í þeim. Ég syng alltaf með tónlist og stundum syng ég upp úr mér, eins og til dæmis: Það er kominn matur?… Mér finnst söngur auka á tjáninguna.“ Nítján börn taka þátt í sýningunni. „Það er gríðarlega gaman að leikstýra börnum,“ segir Bergur Þór. „Þau eru einlæg og treysta manni, komin til að finna orkunni sem þau búa yfir farveg. Ég þigg hana með þökkum og sömuleiðis þennan mikla lífsvilja, leikgleði og birtu sem streymir frá þeim. Mér finnst börn afar skemmtilegt fólk.“Háskólanám á tíu vikum Mikið mæðir á þeim ungu leikkonum sem skiptast á að leika Matthildi. Þær eru þrjár, allar tíu ára gamlar, Salka Ýr Ómarsdóttir, Erna Tómasdóttir og Ísabel Dís Sheehan. „Þær eru þrír ólíkir einstaklingar og skila ólíkum lit hver fyrir sig þótt við höfum unnið hlutverkið sem hópur,“ segir Bergur Þór. „Þær tóku leikstjórn vel og hlustuðu og lögðu sig allar fram við að gera þetta vel. Það má segja að þær hafi tekið þriggja ára háskólanám á tíu vikum.“ Bergur Þór er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að leikstýra ungu fólki. „Þegar ég útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 1995 þá vann ég fyrir salti í grautinn bæði með því að tala inn á teiknimyndir og leikstýra í barnaskólum og menntaskólum. Mér líkar vel að vinna með ungu fólki og finnst ég eiga í ótrúlega mörgum leikurum landsins af yngri kynslóð því ég vann með þeim áður en þeir fóru í leiklistarskólann. Mér finnst ég hafa verið verðlaunaður með að fá að kynnast öllu þessu hæfileikafólki.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira