Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit Sveinn Arnarsson skrifar 15. mars 2019 06:15 Mislingar hafa ekki haft mikil áhrif á bráðamóttöku Landspítalans. Fáir hafa sýkst. Fréttablaðið/Stefán Líklegt þykir að sjötta mislingasmitið sem talið er hafa komið fram í 19 mánaða dreng sé ekki smit af völdum mislinga heldur aðeins aukaverkun af bólusetningu sem drengurinn fór í þremur vikum áður. Drengurinn er ekki veikur að öðru leyti, til að mynda með hita eða eitthvað slíkt, heldur aðeins dauf útbrotseinkenni. Því telja yfirvöld líklegra að aðeins fimm tilfelli hafi greinst af mislingum en vilja hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum. Aðeins minna er til af bóluefni gegn mislingum en vonast var til. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virðist einnig vera skortur á bóluefninu í Evrópu og ekki búið að útvega meira af því en það sem kemur til landsins í þessari viku vegna þessa. Leiðbeiningar verða gefnar út um dreifingu bóluefnisins. Að mörgu leyti hefur gengið afar vel að berjast við mislingana nú og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægður með árangurinn. „Þetta hefur tekist vel og heilsugæslurnar unnið frábært starf. Við getum hins vegar ekki fagnað of snemma því enn geta ný smit komið upp þar sem allt að þrjár vikur getur tekið fyrir sýktan einstakling að fá einkenni,“ segir Þórólfur. „Gríðarmargir hafa verið bólusettir og von er á því að fleiri verði bólusettir á næstu dögum og við erum ánægð með að allir í þessari keðju hafa staðið sig vel.“ Enn er verið að fylgjast með tugum einstaklinga sem eru í heimasóttkví bæði fyrir austan og á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til að sem fæstir af þeim séu sýktir af mislingum. Landspítali, heilsugæslur og sóttvarnalæknir hafa haldið daglega fundi um faraldurinn til að ráða ráðum sínum. Þar eru menn enn á tánum enda sagt að hvert nýtt tilfelli færi stöðuna aftur á byrjunarreit, eða um þrjár vikur. Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. 14. mars 2019 15:46 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Líklegt þykir að sjötta mislingasmitið sem talið er hafa komið fram í 19 mánaða dreng sé ekki smit af völdum mislinga heldur aðeins aukaverkun af bólusetningu sem drengurinn fór í þremur vikum áður. Drengurinn er ekki veikur að öðru leyti, til að mynda með hita eða eitthvað slíkt, heldur aðeins dauf útbrotseinkenni. Því telja yfirvöld líklegra að aðeins fimm tilfelli hafi greinst af mislingum en vilja hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum. Aðeins minna er til af bóluefni gegn mislingum en vonast var til. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virðist einnig vera skortur á bóluefninu í Evrópu og ekki búið að útvega meira af því en það sem kemur til landsins í þessari viku vegna þessa. Leiðbeiningar verða gefnar út um dreifingu bóluefnisins. Að mörgu leyti hefur gengið afar vel að berjast við mislingana nú og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægður með árangurinn. „Þetta hefur tekist vel og heilsugæslurnar unnið frábært starf. Við getum hins vegar ekki fagnað of snemma því enn geta ný smit komið upp þar sem allt að þrjár vikur getur tekið fyrir sýktan einstakling að fá einkenni,“ segir Þórólfur. „Gríðarmargir hafa verið bólusettir og von er á því að fleiri verði bólusettir á næstu dögum og við erum ánægð með að allir í þessari keðju hafa staðið sig vel.“ Enn er verið að fylgjast með tugum einstaklinga sem eru í heimasóttkví bæði fyrir austan og á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til að sem fæstir af þeim séu sýktir af mislingum. Landspítali, heilsugæslur og sóttvarnalæknir hafa haldið daglega fundi um faraldurinn til að ráða ráðum sínum. Þar eru menn enn á tánum enda sagt að hvert nýtt tilfelli færi stöðuna aftur á byrjunarreit, eða um þrjár vikur.
Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. 14. mars 2019 15:46 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00
Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30
Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. 14. mars 2019 15:46