Alex Emma fær að heita Alex Sylvía Hall skrifar 15. mars 2019 16:34 Alex Emma, til hægri, brosandi ásamt fjölskyldu sinni. Hin sex ára gamla Alex Emma fær nú löglega að bera nafn sitt eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð mannanafnanefndar þar sem stúlkunafninu Alex var hafnað. Foreldrar stúlkunnar hafa barist fyrir því að stúlkan fái að bera nafnið frá fæðingu hennar, en nafnið var ákveðið áður en hún kom í heiminn. Áður hefur verið fjallað um málið en í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 árið 2015 sögðu foreldrarnir að það kæmi ekki til greina að breyta nafninu. Þá hafði verið ákveðið að beita dagsektum upp á 1500 krónur en aldrei kom til þeirra.Sjá einnig: Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlkunnar stefndu ríkinu og var málið þingfest í október síðastliðnum. Í dag fögnuðu foreldrarnir sigri og fær stúlkan loksins að bera nafnið Alex í þjóðskrá en hún hafði farið úr því að vera skráð sem stúlka í kerfum þjóðskrár yfir í að vera einungis punktur.Fimm ára baráttu við íslenska ríkið og mannanafnanefnd er lokið og við höfðum betur. Alex má heita Alex. — Omar Hauksson (@Oswarez) 15 March 2019 Dómurinn hefur ekki enn verið birtur á vef Héraðsdóms en samkvæmt RÚV felldi dómurinn úrskurð mannanafnanefndar úr gildi og veitti henni jafnframt leyfi til þess að bera nafnið og þurfa því foreldrarnir ekki að sækja aftur um nafnið. Í niðurstöðu dómsins hafi verið bent á að ríkur stúlkunnar til þess að bera nafnið hafi ótvírætt verið ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna nafninu og slík niðurstaða myndi fela í sér ákveðna hættu á stöðnun tungumálsins. Dómsmál Mannanöfn Tengdar fréttir Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36 „Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30 Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Sjá meira
Hin sex ára gamla Alex Emma fær nú löglega að bera nafn sitt eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi úrskurð mannanafnanefndar þar sem stúlkunafninu Alex var hafnað. Foreldrar stúlkunnar hafa barist fyrir því að stúlkan fái að bera nafnið frá fæðingu hennar, en nafnið var ákveðið áður en hún kom í heiminn. Áður hefur verið fjallað um málið en í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 árið 2015 sögðu foreldrarnir að það kæmi ekki til greina að breyta nafninu. Þá hafði verið ákveðið að beita dagsektum upp á 1500 krónur en aldrei kom til þeirra.Sjá einnig: Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlkunnar stefndu ríkinu og var málið þingfest í október síðastliðnum. Í dag fögnuðu foreldrarnir sigri og fær stúlkan loksins að bera nafnið Alex í þjóðskrá en hún hafði farið úr því að vera skráð sem stúlka í kerfum þjóðskrár yfir í að vera einungis punktur.Fimm ára baráttu við íslenska ríkið og mannanafnanefnd er lokið og við höfðum betur. Alex má heita Alex. — Omar Hauksson (@Oswarez) 15 March 2019 Dómurinn hefur ekki enn verið birtur á vef Héraðsdóms en samkvæmt RÚV felldi dómurinn úrskurð mannanafnanefndar úr gildi og veitti henni jafnframt leyfi til þess að bera nafnið og þurfa því foreldrarnir ekki að sækja aftur um nafnið. Í niðurstöðu dómsins hafi verið bent á að ríkur stúlkunnar til þess að bera nafnið hafi ótvírætt verið ríkari en hagsmunir samfélagsins af því að hafna nafninu og slík niðurstaða myndi fela í sér ákveðna hættu á stöðnun tungumálsins.
Dómsmál Mannanöfn Tengdar fréttir Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36 „Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30 Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Fleiri fréttir Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Sjá meira
Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36
„Það á enginn að segja mér hvað barnið mitt á að heita“ Foreldrar tæplega tveggja ára stúlku ætla í mál við íslenska ríkið vegna úrskurðar mannanafnanefndar þess efnis að dóttir þeirra geti ekki heitið Alex Emma. Þeir standa nú frammi fyrir því að greiða um hálfa milljón á ári í sekt vegna málsins, nema þau breyti nafninu. 10. mars 2015 20:30
Sex ára stúlka skráð punktur í þjóðskrá Foreldrar stúlku á sjötta aldursári berjast enn fyrir því að dóttir þeirra fái að heita Alex Emma. 14. október 2018 07:00