Mér leiðist Óttar Guðmundsson skrifar 16. mars 2019 09:30 Mig dreymdi á dögunum fyrstu geðlækna landsins, þá Þórð Sveinsson og Helga Tómasson. Þeir höfðu setið eina dagstund á bráðamóttöku geðdeildar og fylgst með starfseminni. „Geðlækningar hafa breyst mikið síðan við vorum við störf,“ sagði Helgi, „ég hef varla séð neina sjúkdóma sem ég þekki. Flestir eru að glíma við tilvistarvanda og tilgangsleysi.“ „Já,“ sagði Þórður, „hefur fólk ekkert annað og betra við tímann að gera en að velta fyrir sér eigin vanlíðan og búksorgum?“ „Getur það verið,“ sagði Helgi, „að stærsta vandamálið sé að fólki leiðist? Allt er svo erfitt og leiðinlegt. Vinnan er svo óspennandi að margir vilja komast á örorku. Hjónabandið er tóm leiðindi þar sem hjónin eru horfin inn í sitthvorn tölvuheiminn. Börnin grúfa sig ofan í símana og hafa engan áhuga á umhverfi sínu. Flestir tala saman í símskeytastíl á skilaboðakerfum. Margir segjast vera útbrunnir eins og gamall hlóðaeldur. Í öllum þessum allsnægtum og fjarskiptabyltingu er fólk að upplifa meiri einmanakennd en fátækur afdalabóndi í afskiptri sveit.“ „Eru leiðindi geðgreining?“ spurði Þórður. „Óbeint,“ sagði alvarlegur unglæknir sem sat á spjalli við þá. „Hvað gerið þið við öllum þessum leiðindum?“ „Við gefum fólki örvandi lyf svo að það geti einbeitt sér að sem flestum samskiptamiðlum samtímis. Svo gefum við þunglyndislyf, sefandi og róandi svo að fólk taki ekki eftir leiðindunum. Við leitum að einhverjum vandamálum í æsku sem mögulega geta skýrt hversu mjög fólki leiðist á fullorðinsárum.“ Þeir litu hvor á annan og sögðu: „Við erum farnir.“ Við það vaknaði ég með andfælum og skráði niður drauminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Mig dreymdi á dögunum fyrstu geðlækna landsins, þá Þórð Sveinsson og Helga Tómasson. Þeir höfðu setið eina dagstund á bráðamóttöku geðdeildar og fylgst með starfseminni. „Geðlækningar hafa breyst mikið síðan við vorum við störf,“ sagði Helgi, „ég hef varla séð neina sjúkdóma sem ég þekki. Flestir eru að glíma við tilvistarvanda og tilgangsleysi.“ „Já,“ sagði Þórður, „hefur fólk ekkert annað og betra við tímann að gera en að velta fyrir sér eigin vanlíðan og búksorgum?“ „Getur það verið,“ sagði Helgi, „að stærsta vandamálið sé að fólki leiðist? Allt er svo erfitt og leiðinlegt. Vinnan er svo óspennandi að margir vilja komast á örorku. Hjónabandið er tóm leiðindi þar sem hjónin eru horfin inn í sitthvorn tölvuheiminn. Börnin grúfa sig ofan í símana og hafa engan áhuga á umhverfi sínu. Flestir tala saman í símskeytastíl á skilaboðakerfum. Margir segjast vera útbrunnir eins og gamall hlóðaeldur. Í öllum þessum allsnægtum og fjarskiptabyltingu er fólk að upplifa meiri einmanakennd en fátækur afdalabóndi í afskiptri sveit.“ „Eru leiðindi geðgreining?“ spurði Þórður. „Óbeint,“ sagði alvarlegur unglæknir sem sat á spjalli við þá. „Hvað gerið þið við öllum þessum leiðindum?“ „Við gefum fólki örvandi lyf svo að það geti einbeitt sér að sem flestum samskiptamiðlum samtímis. Svo gefum við þunglyndislyf, sefandi og róandi svo að fólk taki ekki eftir leiðindunum. Við leitum að einhverjum vandamálum í æsku sem mögulega geta skýrt hversu mjög fólki leiðist á fullorðinsárum.“ Þeir litu hvor á annan og sögðu: „Við erum farnir.“ Við það vaknaði ég með andfælum og skráði niður drauminn.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar