Vilja ekki kyngja skerðingu framlags Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. mars 2019 09:45 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður SÍS er ósátt. FBL/Anton Brink „Ef þetta verður að veruleika þá erum við að tala um skerðingu á tekjum sveitarfélaga um alls 3,4 milljarða á næstu tveimur árum. Við erum ekki tilbúin að kyngja þessu því sveitarfélögin sinna náttúrulega mikilvægri nærþjónustu og þurfa til þess tekjur,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) um áformaða skerðingu á framlögum ríkisins í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Umræddur niðurskurður er meðal tillagna sem er að finna í drögum að ríkisfjármálaáætlun 2020-2024. Hlutverk Jöfnunarsjóðs er að veita sveitarfélögum fjárframlög til að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga. Stjórn SÍS samþykkti á fundi sínum í gær harðorða bókun þar sem niðurskurðinum er mótmælt. Þar segir meðal annars að aðgerðin sé árás á sjálfsákvörðunarrétt og fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga. Þá gætu fyrirætlanirnar haft áhrif á samskipti ríkis og sveitarfélaga. Aldís segir að stjórnin hafi velt því fyrir sér að stíga mjög afdrifarík skref en ákveðið að fara í viðræður við ríkisvaldið. Skili þær viðræður ekki árangri verði gripið til róttækra aðgerða. „Ríkið er að reyna að loka gatinu því það er með markmið um að skila 28 milljarða hagnaði á ári. Til þess að gera það er þetta ein af þeim aðgerðum sem lagt er til að ráðist verði í. Það er mjög sérkennilegt að ætla að bæta hag ríkissjóðs með því að rýra hag sveitarfélaganna. Við vonumst til að ná lendingu í þessu því ríki og sveitarfélög eru saman með hagstjórnina í landinu og þessir tveir aðilar verða að dansa í takt.“ segir Aldís. Hún gagnrýnir einnig aðferðafræðina. „Við erum í umfangsmiklum samskiptum sérstaklega varðandi fjármálin og það er undarlegt að þetta skuli ekki hafa verið tekið til alvarlegrar umræðu þar í staðinn fyrir að boða okkur á fund í vikunni og í rauninni tilkynna okkur að þetta væri orðinn hlutur.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
„Ef þetta verður að veruleika þá erum við að tala um skerðingu á tekjum sveitarfélaga um alls 3,4 milljarða á næstu tveimur árum. Við erum ekki tilbúin að kyngja þessu því sveitarfélögin sinna náttúrulega mikilvægri nærþjónustu og þurfa til þess tekjur,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) um áformaða skerðingu á framlögum ríkisins í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Umræddur niðurskurður er meðal tillagna sem er að finna í drögum að ríkisfjármálaáætlun 2020-2024. Hlutverk Jöfnunarsjóðs er að veita sveitarfélögum fjárframlög til að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga. Stjórn SÍS samþykkti á fundi sínum í gær harðorða bókun þar sem niðurskurðinum er mótmælt. Þar segir meðal annars að aðgerðin sé árás á sjálfsákvörðunarrétt og fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga. Þá gætu fyrirætlanirnar haft áhrif á samskipti ríkis og sveitarfélaga. Aldís segir að stjórnin hafi velt því fyrir sér að stíga mjög afdrifarík skref en ákveðið að fara í viðræður við ríkisvaldið. Skili þær viðræður ekki árangri verði gripið til róttækra aðgerða. „Ríkið er að reyna að loka gatinu því það er með markmið um að skila 28 milljarða hagnaði á ári. Til þess að gera það er þetta ein af þeim aðgerðum sem lagt er til að ráðist verði í. Það er mjög sérkennilegt að ætla að bæta hag ríkissjóðs með því að rýra hag sveitarfélaganna. Við vonumst til að ná lendingu í þessu því ríki og sveitarfélög eru saman með hagstjórnina í landinu og þessir tveir aðilar verða að dansa í takt.“ segir Aldís. Hún gagnrýnir einnig aðferðafræðina. „Við erum í umfangsmiklum samskiptum sérstaklega varðandi fjármálin og það er undarlegt að þetta skuli ekki hafa verið tekið til alvarlegrar umræðu þar í staðinn fyrir að boða okkur á fund í vikunni og í rauninni tilkynna okkur að þetta væri orðinn hlutur.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira