Frekari tilraunir til að reyna á verkfallslög verði kærðar til Félagsdóms Sighvatur Jónsson skrifar 16. mars 2019 18:45 Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef Efling haldi áfram að gera tilraunir til að reyna á lög um verkfallsaðgerðir verði það kært til Félagsdóms. Formaður Eflingar telur hins vegar örverkföll hafa verið dæmd ólögleg af Félagsdómi vegna tæknilegra atriða. Þeim verði beitt frekar í kjarabaráttunni. Þessi svokölluðu örverkföll snúast í raun um það að fólk mæti til vinnu en sinni ekki öllum starfsskyldum sínum. Atvinnurekendur telja dóm Félagsdóms algjörlega skýran hvað þetta varðar, örverkföllin séu brot á löggjöf um verkföll. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson, segir að ef það sé sérstakt keppikefli forsvarsmanna Eflingar að reyna á þanþol vinnulöggjafarinnar þá muni samtökin kæra aðgerðir í þá veru til Félagsdóms.Óraunhæf vinnustöðvun Samkvæmt áliti Félagsdóms er vinnustöðvun sem á að ná til starfa utan starfslýsingar starfsmanna ekki nægilega afmörkuð. Allur gangur sé á því hvort starfslýsingar séu til staðar, þær geti ýmist verið munnlegar eða skriflegar. Annað dæmi um ólögleg örverkföll er að rútubílstjórar hefðu ekki eftirlit með greiðslu fargjalds. Að mati Félagsdóms er þessi verkþáttur órjúfanlegur þáttur í starfi bílstjóra og óraunhæft að hægt sé að fylgja slíkri vinnustöðvun.Í símasambandi við SGS um helgina Næsti sáttafundur í viðræðum atvinnurekenda við Starfsgreinasambandið (SGS) hefur verið boðaður á mánudag. Formaður Starfsgreinasambandsins hótaði í gær að slíta viðræðum ef Samtök atvinnulífsins leggðu ekkert nýtt fram um helgina. Halldór Benjamín segist hafa verið í sambandi við Björn Snæbjörnsson, formann Starfsgreinasambandins, um helgina.Við Björn munum hittast í síðasta lagi á mánudaginn og verðum í góðu sambandi þangað til. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef Efling haldi áfram að gera tilraunir til að reyna á lög um verkfallsaðgerðir verði það kært til Félagsdóms. Formaður Eflingar telur hins vegar örverkföll hafa verið dæmd ólögleg af Félagsdómi vegna tæknilegra atriða. Þeim verði beitt frekar í kjarabaráttunni. Þessi svokölluðu örverkföll snúast í raun um það að fólk mæti til vinnu en sinni ekki öllum starfsskyldum sínum. Atvinnurekendur telja dóm Félagsdóms algjörlega skýran hvað þetta varðar, örverkföllin séu brot á löggjöf um verkföll. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson, segir að ef það sé sérstakt keppikefli forsvarsmanna Eflingar að reyna á þanþol vinnulöggjafarinnar þá muni samtökin kæra aðgerðir í þá veru til Félagsdóms.Óraunhæf vinnustöðvun Samkvæmt áliti Félagsdóms er vinnustöðvun sem á að ná til starfa utan starfslýsingar starfsmanna ekki nægilega afmörkuð. Allur gangur sé á því hvort starfslýsingar séu til staðar, þær geti ýmist verið munnlegar eða skriflegar. Annað dæmi um ólögleg örverkföll er að rútubílstjórar hefðu ekki eftirlit með greiðslu fargjalds. Að mati Félagsdóms er þessi verkþáttur órjúfanlegur þáttur í starfi bílstjóra og óraunhæft að hægt sé að fylgja slíkri vinnustöðvun.Í símasambandi við SGS um helgina Næsti sáttafundur í viðræðum atvinnurekenda við Starfsgreinasambandið (SGS) hefur verið boðaður á mánudag. Formaður Starfsgreinasambandsins hótaði í gær að slíta viðræðum ef Samtök atvinnulífsins leggðu ekkert nýtt fram um helgina. Halldór Benjamín segist hafa verið í sambandi við Björn Snæbjörnsson, formann Starfsgreinasambandins, um helgina.Við Björn munum hittast í síðasta lagi á mánudaginn og verðum í góðu sambandi þangað til.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira