Gunnar Nelson: Þetta er glatað Henry Birgir Gunnarsson í London skrifar 17. mars 2019 00:01 Gunnar eftr bardagann í kvöld. Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. „Þetta er glatað. Ég var bara allt of hægur af stað. Leyfði honum líka að ná þessum olnbogum í „clinchinu“ en hann er mjög góður í því. Ég held að hann hafi unnið bardagann á því. Þetta telur,“ segir Gunnar en hann var í frábærri stöðu í lok bardagans en hafði ekki nægan tíma til þess að vinna úr henni. „Það hefði verið gaman að fá aðeins meiri tíma í endann. Hann var kominn í helvíti slæma stöðu en spilaði þetta safe. Það tekur tíma að mýkja menn niður og hann vissi að það var lítið eftir. Hann gat bara spennt handleggina af alefli og haldið út lotuna. Þetta var vel spilað hjá honum.“ Fyrsta lotan byrjaði mjög vel hjá Gunnar sem náði Leon niður en missti hann úr netinu. Í kjölfarið náði Bretinn að skella Gunnari í gólfið. „Ég næ honum niður og hann nær að lenda við búrið. Er mjög ferskur og nær að sprikla upp. Það getur verið að ég hafi verið aðeins of latur þar við að vera agressívur. Hann var fínn við búrið. Góður að verjast og mér leið eins og þurfti að veðra hann aðeins til. Ég náði því ekki nógu vel á þessum 15 mínútum.“Gunnar þjarmar að Edwards í kvöld.vísir/gettyGunnar var kýldur niður af föstum olnboga í annarri lotu og Edwards náði þungum höggum í kjölfarið. „Mér leið vel er ég lenti. Var ekkert vankaður. Missti mátt bara í smá stund. Auðvitað skoraði það stórt fyrir hann. Það var ekki því að kenna að ég stóð mig ekki betur en raunin varð í kjölfarið,“ segir Gunnar en eftir að hafa hugsað málið nokkuð var hann sammála því að Edwards hefði líklega unnið tvær lotur en hann eina. Gunnar segir að andstæðingur hans að þessu sinni hafi verið mjög góður þó svo okkar maður hafi viljað gera meira. „Hann var mjög góður og spilaði þetta vel. Það er helling sem ég hefði átt að gera betur. Ég hefði átt að sækja meira á hann og vera agressívari. Ég hélt samt ég myndi grípa hann einhvern tímann er hann kæmi inn. Það hægðist á honum í endann og hann var lúinn er ég tók hann niður í lokin,“ segir Gunnar en hvað gerist núna hjá honum? „Þetta er skref til baka og það er glatað.“Klippa: Gunnar eftir bardagann gegn Leom Edwards MMA Tengdar fréttir Svona var bardagakvöldið í London Gunnar Nelson þurfti að sætta sig við tap gegn Leon Edwards eftir dómaraákvörðun með minnsta mun á UFC bardagakvöldinu í London. 16. mars 2019 23:00 Gunnar tapaði með minnsta mun eftir dómaraúrskurð Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards á bardagakvöldinu í UFC í London í kvöld eftir dómaraákvörðun með minnsta mun. 16. mars 2019 22:41 Twitter eftir tap Gunnars: Hvernig lifði hann þetta af? Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards eftir dómaraúrskurð á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Íslenska þjóðin fylgdist vel með Gunnari að vanda. 16. mars 2019 22:55 Masvidal réðst á Edwards baksviðs Ótrúleg uppákoma eftir bardagakvöld UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 23:54 Sjáðu olnbogaskotið: Edwards sá veikleika hjá Gunnari Leon Edwards var búinn að undirbúa sig vel fyrir bardagann gegn Gunnari Nelson sem hann vann á bardagakvöldi UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 22:57 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sjá meira
Gunnar Nelson var eðlilega svekktur þegar Vísir hitti hann beint eftir tapið gegn Leon Edwards í London í kvöld. „Þetta er glatað. Ég var bara allt of hægur af stað. Leyfði honum líka að ná þessum olnbogum í „clinchinu“ en hann er mjög góður í því. Ég held að hann hafi unnið bardagann á því. Þetta telur,“ segir Gunnar en hann var í frábærri stöðu í lok bardagans en hafði ekki nægan tíma til þess að vinna úr henni. „Það hefði verið gaman að fá aðeins meiri tíma í endann. Hann var kominn í helvíti slæma stöðu en spilaði þetta safe. Það tekur tíma að mýkja menn niður og hann vissi að það var lítið eftir. Hann gat bara spennt handleggina af alefli og haldið út lotuna. Þetta var vel spilað hjá honum.“ Fyrsta lotan byrjaði mjög vel hjá Gunnar sem náði Leon niður en missti hann úr netinu. Í kjölfarið náði Bretinn að skella Gunnari í gólfið. „Ég næ honum niður og hann nær að lenda við búrið. Er mjög ferskur og nær að sprikla upp. Það getur verið að ég hafi verið aðeins of latur þar við að vera agressívur. Hann var fínn við búrið. Góður að verjast og mér leið eins og þurfti að veðra hann aðeins til. Ég náði því ekki nógu vel á þessum 15 mínútum.“Gunnar þjarmar að Edwards í kvöld.vísir/gettyGunnar var kýldur niður af föstum olnboga í annarri lotu og Edwards náði þungum höggum í kjölfarið. „Mér leið vel er ég lenti. Var ekkert vankaður. Missti mátt bara í smá stund. Auðvitað skoraði það stórt fyrir hann. Það var ekki því að kenna að ég stóð mig ekki betur en raunin varð í kjölfarið,“ segir Gunnar en eftir að hafa hugsað málið nokkuð var hann sammála því að Edwards hefði líklega unnið tvær lotur en hann eina. Gunnar segir að andstæðingur hans að þessu sinni hafi verið mjög góður þó svo okkar maður hafi viljað gera meira. „Hann var mjög góður og spilaði þetta vel. Það er helling sem ég hefði átt að gera betur. Ég hefði átt að sækja meira á hann og vera agressívari. Ég hélt samt ég myndi grípa hann einhvern tímann er hann kæmi inn. Það hægðist á honum í endann og hann var lúinn er ég tók hann niður í lokin,“ segir Gunnar en hvað gerist núna hjá honum? „Þetta er skref til baka og það er glatað.“Klippa: Gunnar eftir bardagann gegn Leom Edwards
MMA Tengdar fréttir Svona var bardagakvöldið í London Gunnar Nelson þurfti að sætta sig við tap gegn Leon Edwards eftir dómaraákvörðun með minnsta mun á UFC bardagakvöldinu í London. 16. mars 2019 23:00 Gunnar tapaði með minnsta mun eftir dómaraúrskurð Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards á bardagakvöldinu í UFC í London í kvöld eftir dómaraákvörðun með minnsta mun. 16. mars 2019 22:41 Twitter eftir tap Gunnars: Hvernig lifði hann þetta af? Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards eftir dómaraúrskurð á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Íslenska þjóðin fylgdist vel með Gunnari að vanda. 16. mars 2019 22:55 Masvidal réðst á Edwards baksviðs Ótrúleg uppákoma eftir bardagakvöld UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 23:54 Sjáðu olnbogaskotið: Edwards sá veikleika hjá Gunnari Leon Edwards var búinn að undirbúa sig vel fyrir bardagann gegn Gunnari Nelson sem hann vann á bardagakvöldi UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 22:57 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Manchester United með lið í NBA Körfubolti Fleiri fréttir Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sjá meira
Svona var bardagakvöldið í London Gunnar Nelson þurfti að sætta sig við tap gegn Leon Edwards eftir dómaraákvörðun með minnsta mun á UFC bardagakvöldinu í London. 16. mars 2019 23:00
Gunnar tapaði með minnsta mun eftir dómaraúrskurð Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards á bardagakvöldinu í UFC í London í kvöld eftir dómaraákvörðun með minnsta mun. 16. mars 2019 22:41
Twitter eftir tap Gunnars: Hvernig lifði hann þetta af? Gunnar Nelson tapaði fyrir Leon Edwards eftir dómaraúrskurð á UFC bardagakvöldinu í London í kvöld. Íslenska þjóðin fylgdist vel með Gunnari að vanda. 16. mars 2019 22:55
Masvidal réðst á Edwards baksviðs Ótrúleg uppákoma eftir bardagakvöld UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 23:54
Sjáðu olnbogaskotið: Edwards sá veikleika hjá Gunnari Leon Edwards var búinn að undirbúa sig vel fyrir bardagann gegn Gunnari Nelson sem hann vann á bardagakvöldi UFC í London í kvöld. 16. mars 2019 22:57