Erlent

Íran ætlar að stefna Bandaríkjunum vegna refsiaðgerða

Kjartan Kjartansson skrifar
Rouhani Íransforseti lýsir viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna sem glæp gegn mannkyninu.
Rouhani Íransforseti lýsir viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna sem glæp gegn mannkyninu. Vísir/EPA
Hassan Rouhani, forseti Írans, segir að ríkisstjórn hans ætli að höfða mál gegn bandarískum embættismönnum sem lögðu viðskiptaþvinganir á landinu fyrir dómstólum í Íran. Nái málið fram að ganga fari stjórnvöld með það fyrir alþjóðadómstóla.

Bandaríkjastjórn lagði viðskiptaþvinganir aftur á Íran í fyrra eftir að Donald Trump forseti rifti sagði sig frá kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við landið árið 2015.

Í ræðu á ríkissjónvarpsstöð Írans sagði Rouhani að þvinganirnar hafi veikt íranska gjaldmiðilinn og ýtt undir verðbólgu. Hann hefði skipað dómsmálaráðherra sínum að höfða mál gegn þeim sem hönnuðu og komu á viðskiptaþvingunum í Bandaríkjunum fyrir írönskum dómstólum.

„Þessar refsiaðgerðir eru glæpur gegn mannkyninu,“ fullyrti Rouhani.

Reuters-fréttastofan segir að viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna beinist ekki að neyðargögnum eins og matvælum og lyfjum. Þvinganir gegn írönskum bönkum og viðskiptatakmarkanir gerir þær vörur dýrari auk þess sem erfiðara er fyrir Írani að greiða fyrir þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×