SGS hefur slitið viðræðum við SA Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2019 11:45 Björn Snæbjörnsson er formaður SGS. vísir/vilhelm Starfsgreinasambandið sleit nú rétt í þessu kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. „Við samþykktum það í samninganefnd SGS áðan að ef ekki kæmu einhver ný tilboð frá SA um helgina að þá myndum við slíta. Það kom engin breyting á þeirra tilboðum eða þannig að við lýstum árangurslausum fundi og slitum viðræðunum,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við Vísi. Spurður út í næstu skref segir hann að nú verði aðgerðahópur SGS kallaður til þar sem menn muni funda í vikunni og koma með hugmyndir að aðgerðum. „Við reiknum svo með fundi í samninganefndinni á mánudaginn og þá munum við leggja fram þær hugmyndir sem koma fram í aðgerðahópnum,“ segir Björn. Hann bendir þó á að verkefnið að gera nýjan kjarasamning hlaupi ekki frá deiluaðilum. Ýmislegt geti gerst á einni viku og planið gæti því breyst.En á hverju steytir í viðræðunum? „Þetta hefur snúið að vinnutímamálum. Menn eru kannski ekki sáttir við þrýsting frá SA um að taka upp breytt vinnutímafyrirkomulag,“ segir Björn en vill ekki fara nánar út í það í hverju breytingarnar felast.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, hjá sáttasemjara í dag.vísir/vilhelmLeggur áherslu á að nýta næstu daga vel svo ekki komi til verkfalla Rætt var við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann sagði verkefnið ekki fara frá aðilum og þeir muni halda áfram hittast til að þróa kjarasamning. Halldór kvaðst leggja á það áherslu að næstu dagar og vikur yrðu vel nýttar. Aðspurður hvers vegna SA hefði ekki komið einhverjar nýjar tillögur að samningaborðinu sagði hann kjarasamningsgerð vera flókna í eðli sínu, hún byggði á mörgum þáttum og ekki væri hægt að taka einn þátt þar út. „Við getum nýtt þessa vinnu sem hefur átt sér stað hér hjá sáttasemjara undanfarnar vikur og ég vænti þess að við getum tekið upp þráðinn að nýju ef réttar aðstæður myndast,“ sagði Halldór. Næstkomandi föstudag hafa VR og Efling boðað sólarhringslöng verkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum. Halldór sagðist vona að eitthvað myndi gerast í kjaradeilunni fyrir þann tíma. Til mikils væri að vinna að afstýra þeim verkföllum. Samtök atvinnulífsins leggðu áherslu á það að nýta næstu daga vel með það að markmiði að boðuð verkföll verði ekki að veruleika.Fréttin var uppfærð klukkan 12:13. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Sjá meira
Starfsgreinasambandið sleit nú rétt í þessu kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Fundur í kjaradeilunni hófst klukkan 11 í húsakynnum sáttasemjara. „Við samþykktum það í samninganefnd SGS áðan að ef ekki kæmu einhver ný tilboð frá SA um helgina að þá myndum við slíta. Það kom engin breyting á þeirra tilboðum eða þannig að við lýstum árangurslausum fundi og slitum viðræðunum,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við Vísi. Spurður út í næstu skref segir hann að nú verði aðgerðahópur SGS kallaður til þar sem menn muni funda í vikunni og koma með hugmyndir að aðgerðum. „Við reiknum svo með fundi í samninganefndinni á mánudaginn og þá munum við leggja fram þær hugmyndir sem koma fram í aðgerðahópnum,“ segir Björn. Hann bendir þó á að verkefnið að gera nýjan kjarasamning hlaupi ekki frá deiluaðilum. Ýmislegt geti gerst á einni viku og planið gæti því breyst.En á hverju steytir í viðræðunum? „Þetta hefur snúið að vinnutímamálum. Menn eru kannski ekki sáttir við þrýsting frá SA um að taka upp breytt vinnutímafyrirkomulag,“ segir Björn en vill ekki fara nánar út í það í hverju breytingarnar felast.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, og Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, hjá sáttasemjara í dag.vísir/vilhelmLeggur áherslu á að nýta næstu daga vel svo ekki komi til verkfalla Rætt var við Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra SA, í beinni útsendingu í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann sagði verkefnið ekki fara frá aðilum og þeir muni halda áfram hittast til að þróa kjarasamning. Halldór kvaðst leggja á það áherslu að næstu dagar og vikur yrðu vel nýttar. Aðspurður hvers vegna SA hefði ekki komið einhverjar nýjar tillögur að samningaborðinu sagði hann kjarasamningsgerð vera flókna í eðli sínu, hún byggði á mörgum þáttum og ekki væri hægt að taka einn þátt þar út. „Við getum nýtt þessa vinnu sem hefur átt sér stað hér hjá sáttasemjara undanfarnar vikur og ég vænti þess að við getum tekið upp þráðinn að nýju ef réttar aðstæður myndast,“ sagði Halldór. Næstkomandi föstudag hafa VR og Efling boðað sólarhringslöng verkföll hjá hótelstarfsmönnum og rútubílstjórum. Halldór sagðist vona að eitthvað myndi gerast í kjaradeilunni fyrir þann tíma. Til mikils væri að vinna að afstýra þeim verkföllum. Samtök atvinnulífsins leggðu áherslu á það að nýta næstu daga vel með það að markmiði að boðuð verkföll verði ekki að veruleika.Fréttin var uppfærð klukkan 12:13.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45 Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Sjá meira
Slíta viðræðum ef ekkert þokast Fyrir helgi samþykktu sextán aðildarfélög SGS að slíta formlega viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA) ef ekkert nýtt kæmi frá SA um helgina. 18. mars 2019 07:45
Fundur hafinn hjá SGS og SA í húsakynnum sáttasemjara Fundur í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA)hófst núna klukkan 11 í húsakynnum ríkissáttasemjara. 18. mars 2019 11:27