Þar sem eldar loga – mikilvægi samvinnu fyrir börn með ADHD Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 18. mars 2019 13:45 Lítið dugar víst að sprauta vatni yfir eldhúsið þegar kviknar í stofunni. Á endanum mun sennilega eitthvað af vatninu skila sér inn í stofu en of seint og ólíklegt að það komi að nokkru gagni.Dagsformið Uppeldi og kennsla nemenda með ADHD er svolítið eins og líkingin hér að ofan. Kennarinn getur skipulagt morgundaginn út í eitt en þegar á hólminn kemur fer eftir dagsformi barns og kennara hvernig úr deginum spilast. Mikilvægt er að hafa margar leiðir/aðferðir á takteinum og velja þá sem best hentar hverju sinni. Dagurinn byrjar ekki þegar skólabjallan hringir inn í fyrsta tíma og eflaust ýmislegt bæði jákvætt og neikvætt gengið á áður en barnið mætir í skólann sem áhrif hefur. Nauðsynlegt er því að koma á jafnvægi áður en hafist er handa og verkefni dagsins leyst. Fyrir foreldra og starfsfólk skólans er mikilvægt að vera vel meðvituð um dagsformið, hvort sem um ræðir heima fyrir eða í skólanum.Samvinna heimilis og skóla Samvinna heimilis og skóla er lykilatriði til að koma megi í veg fyrir óæskilegar uppákomur og stuðla jafnframt að betri líðan barnsins. Stutt samtal eða textaskilaboð gefa kennara eða foreldrum einhvern fyrirvara á því von er á. Um leið er hægt að setja sig í réttar stellingar áður en barnið mætir í skólann eða kemur heim í uppnámi eftir erfiðan skóladag. Fyrir börn með ADHD tekur einfaldlega tíma að læra að stilla sig af. Með góðri samvinnu heimilis og skóla fæst kjörið tækifæri til að leiðbeina barninu, koma í veg fyrir atvik sem valda barninu vanlíðan og bæta samskipti hvort sem er í skóla eða heima. Það þarf að hjálpa börnunum að finna útrás fyrir gremjuna, orkuna eða hvað svo sem kom þeim í uppnám. Rólegt spjall er sjaldnast nægjanlegt, börn með ADHD hafa iðulega mikla umfram orku og þurfa hreyfingu til að losa um hana. Hreyfing fyrir spjall er áhrifarík leið til að hjálpa þeim að meðtaka skilaboðin og vinna úr þeim á jákvæðan hátt. Langir fyrirlestrar yfir barni á meðan það er í uppnámi eru orku og tímasóun fyrir alla aðila. Þetta þýðir þó ekki að samtalið eigi sér ekki stað heldur að það skilar meiri árangri þegar barnið er búið að tappa af og ná jafnvægi.Breyttu því sem þú getur Okkur hættir til að ræða of marga þætti í einu. Til að ná árangri með ADHD barni er mikilvægt að vinna markvist með afmarkaða þætti. Gefa þarf sér tíma til að fylgja ákveðnum hlutum eftir áður en við snúum okkur að næsta verkefni. Hhvort sem um ræðir foreldri eða kennarar er mjög mikilvægt að fyrirmælum sé fylgt eftir. Ávallt verður að hafa í huga að -lengri tíma tekur fyrir barn með ADHD að búa til venju eða rútínu. Til þess að barnið nái að temja sér nýtt atferli er oft besta leiðin að tengja það við aðrar venjur eða rútínur sem barnið kann fyrir. Fyrir utan heimanámið er eitt algengasta þrætuefni á heimilum tiltekt í herbergi barnsins. Við sendum barnið inn í herbergi með þau fyrirmæli að taka til og iðulega kemur það margar ferðir fram og segist vera búið. Barnið er síðan sent aftur og aftur í herbergi því verkefninu er fjarri lokið og vantar jafnvel mikið uppá. Gott ráð er að aðstoða barnið við tiltekt þangað til bæði barnið og þið eruð sátt með útkomuna og taka loks mynd af herberginu. Næst þegar barnið á að taka til fær það myndina afhenta og fyrirmæli um að herbergið eigi að líta svona út að tiltekt lokinni. Með þessu má auðveldlega koma í veg fyrir pirring og misskilning. Skýrar merkingar á dótakössum og að skipta verkefninu niður í mörg smærri verkefni hjálpar.Aðstoð við skipulagningu Börn með ADHD eiga erfitt með að skipuleggja hlutina, sjá daginn fyrir sér og hugsa fram í tímann. Sjónrænar áminningar s.s. myndir, tékklistar o.fl. eru mikilvæg hjálpartæki, sem geta dregið úr óöryggi barnsins, eflt sjálfstæði þess og trú á sjálft sig. Um leið getur þetta komið í veg fyrir endalaust tuð um um framvindu mála. Til að efla sjálfstraust og aðstoða börn við að koma auga á hversu frábær þau eru, er tilvalið að hjálpa þeim að tileinka sér einfaldar aðferðir, eina í einu, sem nýtast munu í framtíðinni. Munum bara að við erum ekki öll steypt í sama mótið, ef ein lausn virkar ekki þá er um að gera að prófa aðra.Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarmaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Kristín Gunnarsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Lítið dugar víst að sprauta vatni yfir eldhúsið þegar kviknar í stofunni. Á endanum mun sennilega eitthvað af vatninu skila sér inn í stofu en of seint og ólíklegt að það komi að nokkru gagni.Dagsformið Uppeldi og kennsla nemenda með ADHD er svolítið eins og líkingin hér að ofan. Kennarinn getur skipulagt morgundaginn út í eitt en þegar á hólminn kemur fer eftir dagsformi barns og kennara hvernig úr deginum spilast. Mikilvægt er að hafa margar leiðir/aðferðir á takteinum og velja þá sem best hentar hverju sinni. Dagurinn byrjar ekki þegar skólabjallan hringir inn í fyrsta tíma og eflaust ýmislegt bæði jákvætt og neikvætt gengið á áður en barnið mætir í skólann sem áhrif hefur. Nauðsynlegt er því að koma á jafnvægi áður en hafist er handa og verkefni dagsins leyst. Fyrir foreldra og starfsfólk skólans er mikilvægt að vera vel meðvituð um dagsformið, hvort sem um ræðir heima fyrir eða í skólanum.Samvinna heimilis og skóla Samvinna heimilis og skóla er lykilatriði til að koma megi í veg fyrir óæskilegar uppákomur og stuðla jafnframt að betri líðan barnsins. Stutt samtal eða textaskilaboð gefa kennara eða foreldrum einhvern fyrirvara á því von er á. Um leið er hægt að setja sig í réttar stellingar áður en barnið mætir í skólann eða kemur heim í uppnámi eftir erfiðan skóladag. Fyrir börn með ADHD tekur einfaldlega tíma að læra að stilla sig af. Með góðri samvinnu heimilis og skóla fæst kjörið tækifæri til að leiðbeina barninu, koma í veg fyrir atvik sem valda barninu vanlíðan og bæta samskipti hvort sem er í skóla eða heima. Það þarf að hjálpa börnunum að finna útrás fyrir gremjuna, orkuna eða hvað svo sem kom þeim í uppnám. Rólegt spjall er sjaldnast nægjanlegt, börn með ADHD hafa iðulega mikla umfram orku og þurfa hreyfingu til að losa um hana. Hreyfing fyrir spjall er áhrifarík leið til að hjálpa þeim að meðtaka skilaboðin og vinna úr þeim á jákvæðan hátt. Langir fyrirlestrar yfir barni á meðan það er í uppnámi eru orku og tímasóun fyrir alla aðila. Þetta þýðir þó ekki að samtalið eigi sér ekki stað heldur að það skilar meiri árangri þegar barnið er búið að tappa af og ná jafnvægi.Breyttu því sem þú getur Okkur hættir til að ræða of marga þætti í einu. Til að ná árangri með ADHD barni er mikilvægt að vinna markvist með afmarkaða þætti. Gefa þarf sér tíma til að fylgja ákveðnum hlutum eftir áður en við snúum okkur að næsta verkefni. Hhvort sem um ræðir foreldri eða kennarar er mjög mikilvægt að fyrirmælum sé fylgt eftir. Ávallt verður að hafa í huga að -lengri tíma tekur fyrir barn með ADHD að búa til venju eða rútínu. Til þess að barnið nái að temja sér nýtt atferli er oft besta leiðin að tengja það við aðrar venjur eða rútínur sem barnið kann fyrir. Fyrir utan heimanámið er eitt algengasta þrætuefni á heimilum tiltekt í herbergi barnsins. Við sendum barnið inn í herbergi með þau fyrirmæli að taka til og iðulega kemur það margar ferðir fram og segist vera búið. Barnið er síðan sent aftur og aftur í herbergi því verkefninu er fjarri lokið og vantar jafnvel mikið uppá. Gott ráð er að aðstoða barnið við tiltekt þangað til bæði barnið og þið eruð sátt með útkomuna og taka loks mynd af herberginu. Næst þegar barnið á að taka til fær það myndina afhenta og fyrirmæli um að herbergið eigi að líta svona út að tiltekt lokinni. Með þessu má auðveldlega koma í veg fyrir pirring og misskilning. Skýrar merkingar á dótakössum og að skipta verkefninu niður í mörg smærri verkefni hjálpar.Aðstoð við skipulagningu Börn með ADHD eiga erfitt með að skipuleggja hlutina, sjá daginn fyrir sér og hugsa fram í tímann. Sjónrænar áminningar s.s. myndir, tékklistar o.fl. eru mikilvæg hjálpartæki, sem geta dregið úr óöryggi barnsins, eflt sjálfstæði þess og trú á sjálft sig. Um leið getur þetta komið í veg fyrir endalaust tuð um um framvindu mála. Til að efla sjálfstraust og aðstoða börn við að koma auga á hversu frábær þau eru, er tilvalið að hjálpa þeim að tileinka sér einfaldar aðferðir, eina í einu, sem nýtast munu í framtíðinni. Munum bara að við erum ekki öll steypt í sama mótið, ef ein lausn virkar ekki þá er um að gera að prófa aðra.Höfundur er grunnskólakennari og stjórnarmaður ADHD samtakanna.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun