Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 19. mars 2019 08:00 Hinn nítján ára Arnór Sigurðsson gæti fengið stórt hlutverk í leikjum Íslands sem eru fram undan í undankeppni EM 2020. Arnór er eini leikmaðurinn í leikmannahópnum sem er undir tvítugu. Albert Guðmundsson, sóknarmaður AZ, er 21 árs en annars eru allir í íslenska landsliðinu 24 ára eða eldri. „Þetta leggst mjög vel í mig. Það eru allir þvílíkt spenntir og gíraðir. Þetta verða tveir ólíkir leikir en það eru allir mjög spenntir að byrja,“ sagði Arnór og engu líkara en að hann hafi verið í landsliðinu til fjölda ára. „Við vitum hversu mikilvægir þessir fyrstu leikirnir í riðlinum eru. Við þurfum að vera 100 prósent klárir í alvöru slag,“ bætti hann við. Fyrsti leikurinn í riðlinum verður útileikurinn gegn Andorra á föstudag. Eitt helsta umræðuefnið fyrir þann leik er gervigrasvöllurinn þar sem leikurinn fer fram, en völlurinn þykir í slæmu ástandi. „Við þurfum að fara inn í þennan leik eins og að þetta sé úrslitaleikur fyrir okkur. Við vitum af gervigrasinu en þetta eru líka baráttumenn og við þurfum að vera þolinmóðir. En við ætlum okkur að klára þennan leik.“ Arnór er í stóru hlutverki hjá rússneska stórliðinu CSKA Moskvu. Hann hefur spilað flesta leiki tímabilsins og oftast verið byrjunarliðsmaður, þó svo að hann hafi komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins. „Þetta hefur farið mjög vel af stað [eftir vetrarfríið]. Við tókum tvo mánuði í undirbúningstímabil á Spáni í vetur og nú er þetta byrjað aftur. Við erum í öðru sæti í deildinni og erum að berjast um titilinn. Mér líður mjög vel í Rússlandi, þetta er stór og flottur klúbbur.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Sjá meira
Hinn nítján ára Arnór Sigurðsson gæti fengið stórt hlutverk í leikjum Íslands sem eru fram undan í undankeppni EM 2020. Arnór er eini leikmaðurinn í leikmannahópnum sem er undir tvítugu. Albert Guðmundsson, sóknarmaður AZ, er 21 árs en annars eru allir í íslenska landsliðinu 24 ára eða eldri. „Þetta leggst mjög vel í mig. Það eru allir þvílíkt spenntir og gíraðir. Þetta verða tveir ólíkir leikir en það eru allir mjög spenntir að byrja,“ sagði Arnór og engu líkara en að hann hafi verið í landsliðinu til fjölda ára. „Við vitum hversu mikilvægir þessir fyrstu leikirnir í riðlinum eru. Við þurfum að vera 100 prósent klárir í alvöru slag,“ bætti hann við. Fyrsti leikurinn í riðlinum verður útileikurinn gegn Andorra á föstudag. Eitt helsta umræðuefnið fyrir þann leik er gervigrasvöllurinn þar sem leikurinn fer fram, en völlurinn þykir í slæmu ástandi. „Við þurfum að fara inn í þennan leik eins og að þetta sé úrslitaleikur fyrir okkur. Við vitum af gervigrasinu en þetta eru líka baráttumenn og við þurfum að vera þolinmóðir. En við ætlum okkur að klára þennan leik.“ Arnór er í stóru hlutverki hjá rússneska stórliðinu CSKA Moskvu. Hann hefur spilað flesta leiki tímabilsins og oftast verið byrjunarliðsmaður, þó svo að hann hafi komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins. „Þetta hefur farið mjög vel af stað [eftir vetrarfríið]. Við tókum tvo mánuði í undirbúningstímabil á Spáni í vetur og nú er þetta byrjað aftur. Við erum í öðru sæti í deildinni og erum að berjast um titilinn. Mér líður mjög vel í Rússlandi, þetta er stór og flottur klúbbur.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Sjá meira
Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00