Barkley segist aldrei ætla að horfa aftur á fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2019 23:00 Sir Charles Barkley er mikill íþróttaáhugamaður. Getty/Ronald Martinez Körfuboltagoðsögnin Sir Charles Barkley er tilbúinn að tjá sig um næstum því alla hluti opinberlega og það var enginn breyting á því þegar hann mætti í Dan Patrick útvarpsþáttinn á dögunum. Barkley var fenginn í þáttinn til að tala um NBA-deildina og bandaríska háskólaboltann sem og hann gerði. Einhvern veginn barst talið hins vegar að fótboltanum eða „soccer“ eins og Barkley þekkir íþróttina. „Ég ætla aldrei að horfa á karlafótbolta aftur á ævinni,“ sagði Charles Barkley og ástæðan er ekki leikur í Meistaradeildinni eða ensku úrvalsdeildinni heldur leikur í ensku b-deildinni. Hann sagðist hafa gefið fótboltanum mörg tækifæri en nú væri komið nóg. Barkley sagði reyndar fyrst fótbolta en leiðrétti sig og tók það fram að hann ætlaði nú að horfa á bandaríska kvennalandsliðið á HM í Frakklandi í sumar. Þegar kæmi að karlaleikjunum þá segði hann hér eftir hreint nei takk. Barkley sá nefnilega þegar stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á völlinn og réðst aftan að Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa liðsins. „Mér er alveg sama þótt að hann hefði heitið Buster Douglas,“ sagði Barkley þegar útvarpsmaðurinn reyndi að koma nafni leikmannsins að. Ástæðan fyrir hörðum viðbrögðum Sir Charles er hversu léttvægt leikmenn Aston Villa tóku á þessari innrás stuðningsmannsins.„Það hefði verið algjör draumur að rætast fyrir mig ef einhver hefði komið inn á völlinn til þess að berja mig,“ sagði Charles Barkley. Barkley sagði að sá hinn sami hefði aldrei verið í ástandi til að senda einhverjum fingurkossa á leið sinni út af vellinum. Hann er líka viss um það að ef svona hefði gerst í NBA-deildinni á hans tíma þá hefðu allir leikmenn á vellinum barið slíkan áhorfanda í klessu. Barkley tók sem dæmi leikmann eins og Bill Laimbeer sem var einn frægasti meðlimur „slæmu strákana“ í Detroit Pistons undir lok níunda áratugsins. Barkley segist aldrei hafa kunnað vel við Bill Laimbeer þegar þeir voru að spila en fullvissaði alla um það að ef einhver áhorfandi hefði ráðist á Laimbeer þá hefðu allir leikmenn og Barkley meðtalinn, barið umræddan áhorfenda í klessu. „Við erum í sama bræðralagi og það kemur ekki til greina að leyfa einhverjum stuðningsmanni að berja einn okkar. Þessir fótboltamenn leyfðu þessu að gerast,“ sagði Barkley hneykslaður. „Hann lá á jörðinni og liðsfélagarnir hans gerðu ekki neitt. Þetta pirraði mig svo mikið að ég hef tekið þá ákvörðun að horfa aldrei aftur á fótbolta,“ sagði Barkley. Liðsfélagar Jack Grealish gerðu vissulega ekkert en hann sjálfur skoraði síðan sigurmarkið í leiknum. Það má heyra Barkley mæta í útvarpsviðtalið hér fyrir ofan en myndbandið er still þannig að það hefst á ummælum Sir Charles um álit hans á fótboltanum í dag. Enski boltinn NBA Tengdar fréttir Stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á og kýldi Grealish Ótrúlegt atvik átti sér stað í leik Birmingham-liðanna í dag. 10. mars 2019 12:32 Svaraði fyrir árásina með sigurmarkinu Jack Grealish var aðalmaðurinn í Birmingham-slagnum á St Andrew's. 10. mars 2019 13:57 Óttast að leikmaður verði stunginn á vellinum Öryggismál í enska boltanum eru í umræðunni í dag eftir ótrúlegar uppákomur um helgina er áhorfendur ruddust inn á völlinn í tveimur leikjum. 11. mars 2019 08:30 Dæmdur í fjórtán vikna fangelsi fyrir að ráðast á Grealish í miðjum leik Stuðningsmaður Birmingham City sem réðst á fyrirliða Aston Villa í miðjum leik um helgina hefur fengið sinn dóm. 11. mars 2019 16:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Sjá meira
Körfuboltagoðsögnin Sir Charles Barkley er tilbúinn að tjá sig um næstum því alla hluti opinberlega og það var enginn breyting á því þegar hann mætti í Dan Patrick útvarpsþáttinn á dögunum. Barkley var fenginn í þáttinn til að tala um NBA-deildina og bandaríska háskólaboltann sem og hann gerði. Einhvern veginn barst talið hins vegar að fótboltanum eða „soccer“ eins og Barkley þekkir íþróttina. „Ég ætla aldrei að horfa á karlafótbolta aftur á ævinni,“ sagði Charles Barkley og ástæðan er ekki leikur í Meistaradeildinni eða ensku úrvalsdeildinni heldur leikur í ensku b-deildinni. Hann sagðist hafa gefið fótboltanum mörg tækifæri en nú væri komið nóg. Barkley sagði reyndar fyrst fótbolta en leiðrétti sig og tók það fram að hann ætlaði nú að horfa á bandaríska kvennalandsliðið á HM í Frakklandi í sumar. Þegar kæmi að karlaleikjunum þá segði hann hér eftir hreint nei takk. Barkley sá nefnilega þegar stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á völlinn og réðst aftan að Jack Grealish, fyrirliða Aston Villa liðsins. „Mér er alveg sama þótt að hann hefði heitið Buster Douglas,“ sagði Barkley þegar útvarpsmaðurinn reyndi að koma nafni leikmannsins að. Ástæðan fyrir hörðum viðbrögðum Sir Charles er hversu léttvægt leikmenn Aston Villa tóku á þessari innrás stuðningsmannsins.„Það hefði verið algjör draumur að rætast fyrir mig ef einhver hefði komið inn á völlinn til þess að berja mig,“ sagði Charles Barkley. Barkley sagði að sá hinn sami hefði aldrei verið í ástandi til að senda einhverjum fingurkossa á leið sinni út af vellinum. Hann er líka viss um það að ef svona hefði gerst í NBA-deildinni á hans tíma þá hefðu allir leikmenn á vellinum barið slíkan áhorfanda í klessu. Barkley tók sem dæmi leikmann eins og Bill Laimbeer sem var einn frægasti meðlimur „slæmu strákana“ í Detroit Pistons undir lok níunda áratugsins. Barkley segist aldrei hafa kunnað vel við Bill Laimbeer þegar þeir voru að spila en fullvissaði alla um það að ef einhver áhorfandi hefði ráðist á Laimbeer þá hefðu allir leikmenn og Barkley meðtalinn, barið umræddan áhorfenda í klessu. „Við erum í sama bræðralagi og það kemur ekki til greina að leyfa einhverjum stuðningsmanni að berja einn okkar. Þessir fótboltamenn leyfðu þessu að gerast,“ sagði Barkley hneykslaður. „Hann lá á jörðinni og liðsfélagarnir hans gerðu ekki neitt. Þetta pirraði mig svo mikið að ég hef tekið þá ákvörðun að horfa aldrei aftur á fótbolta,“ sagði Barkley. Liðsfélagar Jack Grealish gerðu vissulega ekkert en hann sjálfur skoraði síðan sigurmarkið í leiknum. Það má heyra Barkley mæta í útvarpsviðtalið hér fyrir ofan en myndbandið er still þannig að það hefst á ummælum Sir Charles um álit hans á fótboltanum í dag.
Enski boltinn NBA Tengdar fréttir Stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á og kýldi Grealish Ótrúlegt atvik átti sér stað í leik Birmingham-liðanna í dag. 10. mars 2019 12:32 Svaraði fyrir árásina með sigurmarkinu Jack Grealish var aðalmaðurinn í Birmingham-slagnum á St Andrew's. 10. mars 2019 13:57 Óttast að leikmaður verði stunginn á vellinum Öryggismál í enska boltanum eru í umræðunni í dag eftir ótrúlegar uppákomur um helgina er áhorfendur ruddust inn á völlinn í tveimur leikjum. 11. mars 2019 08:30 Dæmdur í fjórtán vikna fangelsi fyrir að ráðast á Grealish í miðjum leik Stuðningsmaður Birmingham City sem réðst á fyrirliða Aston Villa í miðjum leik um helgina hefur fengið sinn dóm. 11. mars 2019 16:15 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Sjá meira
Stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á og kýldi Grealish Ótrúlegt atvik átti sér stað í leik Birmingham-liðanna í dag. 10. mars 2019 12:32
Svaraði fyrir árásina með sigurmarkinu Jack Grealish var aðalmaðurinn í Birmingham-slagnum á St Andrew's. 10. mars 2019 13:57
Óttast að leikmaður verði stunginn á vellinum Öryggismál í enska boltanum eru í umræðunni í dag eftir ótrúlegar uppákomur um helgina er áhorfendur ruddust inn á völlinn í tveimur leikjum. 11. mars 2019 08:30
Dæmdur í fjórtán vikna fangelsi fyrir að ráðast á Grealish í miðjum leik Stuðningsmaður Birmingham City sem réðst á fyrirliða Aston Villa í miðjum leik um helgina hefur fengið sinn dóm. 11. mars 2019 16:15