Aron Einar: Ef þig langar ekki aftur á EM þá geturðu hætt Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 20. mars 2019 08:00 „Mér finnst þetta fyndin spurning,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, spurður hvort hann skynjaði að það væri enn sama hungur og drifkraftur í íslenska landsliðinu og á fyrri árum. „Af því að maður hefur ekkert velt þessu fyrir sér. Maður veit alveg hvernig hugsunarháttur er í þessu landsliði,“ sagði hann enn fremur. Eftir frábært gengi íslenska liðsins síðustu árin þar sem Ísland komst bæði á EM 2016 og HM 2018 þá tók við slæmur kafli í haust, þar sem Ísland tapaði öllum leikjum sínum í Þjóðadeild UEFA. Raunar hefur Ísland ekki unnið mótsleik síðan haustið 2017. „Við vitum hvernig tilfinningin er að komast á stórmót og ef þig langar ekki að fá hana aftur þá geturðu allt eins hætt þessu,“ sagði fyrirliðinn ákveðinn. „Ég veit og get talað fyrir hópinn að það er gífurlegt hungur í okkur. Menn vilja segja skilið við síðasta ár, sem var erfitt. Það gekk ekki allt upp sem við lögðum upp með eins og gengur og gerist.“Aron Einar í leik með landsliðinu.vísir/gettyEkki mörg lið í þessum riðli sem geta stoppað okkur „En sem betur fer er nú komin ný keppni og nýtt upphaf. Ég er hrikalega spenntur. Þetta er erfiður riðill en samt riðill sem við getum komist upp úr.“ Ísland hefur leik í undankeppni EM 2020 á föstudag, er strákarnir okkar mæta Andorra. Eftir það tekur við leikur gegn heimsmeisturum Frakklands á mánudag en þar að auki eru Tyrkland, Albanía og Moldóva í sama riðli. Tvö efstu liðin komast beint á EM 2020. Besta leiðin til að drífa menn áfram í nýrri keppni, að sögn fyrirliðans, er að endurheimta þá sigurhefð sem var komin hjá íslenska landsliðinu. „Við þurfum að skapa þessa sigurhefð aftur. Við unnum ekki mjög marga leiki á síðasta ári en ef okkur tekst að komast aftur á skrið þá eru ekki mörg lið í þessum riðli að fara að stoppa okkur.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar: Vildi vinna aftur með Heimi Aron Einar Gunnarsson vildi fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa verið á Bretlandseyjum í ellefu ár. Hann er á leið til Katar í sumar. 19. mars 2019 19:15 Allir með á æfingu í Peralada Nýr styrktarþjálfari stýrði upphitun fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Spáni í dag. 19. mars 2019 11:30 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
„Mér finnst þetta fyndin spurning,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, spurður hvort hann skynjaði að það væri enn sama hungur og drifkraftur í íslenska landsliðinu og á fyrri árum. „Af því að maður hefur ekkert velt þessu fyrir sér. Maður veit alveg hvernig hugsunarháttur er í þessu landsliði,“ sagði hann enn fremur. Eftir frábært gengi íslenska liðsins síðustu árin þar sem Ísland komst bæði á EM 2016 og HM 2018 þá tók við slæmur kafli í haust, þar sem Ísland tapaði öllum leikjum sínum í Þjóðadeild UEFA. Raunar hefur Ísland ekki unnið mótsleik síðan haustið 2017. „Við vitum hvernig tilfinningin er að komast á stórmót og ef þig langar ekki að fá hana aftur þá geturðu allt eins hætt þessu,“ sagði fyrirliðinn ákveðinn. „Ég veit og get talað fyrir hópinn að það er gífurlegt hungur í okkur. Menn vilja segja skilið við síðasta ár, sem var erfitt. Það gekk ekki allt upp sem við lögðum upp með eins og gengur og gerist.“Aron Einar í leik með landsliðinu.vísir/gettyEkki mörg lið í þessum riðli sem geta stoppað okkur „En sem betur fer er nú komin ný keppni og nýtt upphaf. Ég er hrikalega spenntur. Þetta er erfiður riðill en samt riðill sem við getum komist upp úr.“ Ísland hefur leik í undankeppni EM 2020 á föstudag, er strákarnir okkar mæta Andorra. Eftir það tekur við leikur gegn heimsmeisturum Frakklands á mánudag en þar að auki eru Tyrkland, Albanía og Moldóva í sama riðli. Tvö efstu liðin komast beint á EM 2020. Besta leiðin til að drífa menn áfram í nýrri keppni, að sögn fyrirliðans, er að endurheimta þá sigurhefð sem var komin hjá íslenska landsliðinu. „Við þurfum að skapa þessa sigurhefð aftur. Við unnum ekki mjög marga leiki á síðasta ári en ef okkur tekst að komast aftur á skrið þá eru ekki mörg lið í þessum riðli að fara að stoppa okkur.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar: Vildi vinna aftur með Heimi Aron Einar Gunnarsson vildi fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa verið á Bretlandseyjum í ellefu ár. Hann er á leið til Katar í sumar. 19. mars 2019 19:15 Allir með á æfingu í Peralada Nýr styrktarþjálfari stýrði upphitun fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Spáni í dag. 19. mars 2019 11:30 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Aron Einar: Vildi vinna aftur með Heimi Aron Einar Gunnarsson vildi fá tækifæri til að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa verið á Bretlandseyjum í ellefu ár. Hann er á leið til Katar í sumar. 19. mars 2019 19:15
Allir með á æfingu í Peralada Nýr styrktarþjálfari stýrði upphitun fyrir æfingu íslenska landsliðsins á Spáni í dag. 19. mars 2019 11:30