Ráðherra segir umræðuna á villigötum Ari Brynjólfsson skrifar 1. mars 2019 06:00 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fundaði í Reykjavík og í Hörgársveit í gær. Hann fundar í Borgarnesi og á Egilstöðum í næstu viku. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég hef fulla trú á því að við Íslendingar komumst ágætlega í gegnum þetta. Ég sé það bæði á framleiðendum og þeim sem starfa hjá okkar helstu stofnunum. Fólk hefur fullan hug á því að gefa engan afslátt frá þáttum sem geta ógnað lýðheilsu eða bústofnum, það hefur enginn áhuga á því,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við Fréttablaðið. Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá óttast margir afleiðingar frumvarpsins, þá helst það að hingað berist sýklalyfjaónæmar bakteríur sem verði til þess að sprauta þurfi sýklalyfjum í íslenskt kjöt. Kristján Þór sagði á fundinum í gær að umræðan væri á villigötum. Frysting á kjöti hafi engin áhrif á sýklalyfjaónæmar bakteríur. „Það er búið að flytja inn hrátt kjöt í mörg ár. Það er flutt inn mikið af kjöti umfram tollkvóta, nærri 4 þúsund tonn árið 2017. Þá spyr ég, hvernig hefur fólki liðið með það?“ Honum var nokkuð heitt í hamsi þegar hann ræddi um umræðuna en Bændasamtökin, ásamt fleirum, hafa fullyrt að frumvarpið þýði uppgjöf. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hefur meðal annars borið frumvarpið saman við uppgjöf Íslendinga í þorskastríðinu. Kristján Þór sagði mikið lagt upp úr aðgerðaáætluninni og er hann viss um að hægt sé að standa við bann á innflutningi á sýktu kjöti. „Þetta er ekki einhver pólitískur áróður eins og margir halda sem segja að ég eigi að standa í mínar svarfdælsku lappir.“ Hann sagði jafnframt að það væri ekkert annað í stöðunni, stjórnvöld hefðu velt málinu á undan sér í mörg ár og nú væri komið að endastöð. „Skilaboðin frá EFTA-dómstólnum eru einföld, við þurfum að breyta löggjöfinni. Þá gerum við það,“ sagði Kristján Þór. Frumvarpsdrögin eru nú í samráðsgátt stjórnvalda. Ráðherra á von á því að leggja frumvarpið fram eftir rúman hálfan mánuð. Lögin taki svo gildi 1. september næstkomandi. Biðlaði hann til þeirra sem væru ósáttir að senda inn umsögn fyrir 6. mars. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00 Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Sjá meira
„Ég hef fulla trú á því að við Íslendingar komumst ágætlega í gegnum þetta. Ég sé það bæði á framleiðendum og þeim sem starfa hjá okkar helstu stofnunum. Fólk hefur fullan hug á því að gefa engan afslátt frá þáttum sem geta ógnað lýðheilsu eða bústofnum, það hefur enginn áhuga á því,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við Fréttablaðið. Kristján Þór fundaði með almenningi á Þjóðminjasafninu í gær, er það hans annar fundur til að kynna væntanlegt frumvarp sitt sem heimilar innflutning á fersku kjöti og eggjum til landsins. Líkt og Fréttablaðið hefur greint frá óttast margir afleiðingar frumvarpsins, þá helst það að hingað berist sýklalyfjaónæmar bakteríur sem verði til þess að sprauta þurfi sýklalyfjum í íslenskt kjöt. Kristján Þór sagði á fundinum í gær að umræðan væri á villigötum. Frysting á kjöti hafi engin áhrif á sýklalyfjaónæmar bakteríur. „Það er búið að flytja inn hrátt kjöt í mörg ár. Það er flutt inn mikið af kjöti umfram tollkvóta, nærri 4 þúsund tonn árið 2017. Þá spyr ég, hvernig hefur fólki liðið með það?“ Honum var nokkuð heitt í hamsi þegar hann ræddi um umræðuna en Bændasamtökin, ásamt fleirum, hafa fullyrt að frumvarpið þýði uppgjöf. Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, hefur meðal annars borið frumvarpið saman við uppgjöf Íslendinga í þorskastríðinu. Kristján Þór sagði mikið lagt upp úr aðgerðaáætluninni og er hann viss um að hægt sé að standa við bann á innflutningi á sýktu kjöti. „Þetta er ekki einhver pólitískur áróður eins og margir halda sem segja að ég eigi að standa í mínar svarfdælsku lappir.“ Hann sagði jafnframt að það væri ekkert annað í stöðunni, stjórnvöld hefðu velt málinu á undan sér í mörg ár og nú væri komið að endastöð. „Skilaboðin frá EFTA-dómstólnum eru einföld, við þurfum að breyta löggjöfinni. Þá gerum við það,“ sagði Kristján Þór. Frumvarpsdrögin eru nú í samráðsgátt stjórnvalda. Ráðherra á von á því að leggja frumvarpið fram eftir rúman hálfan mánuð. Lögin taki svo gildi 1. september næstkomandi. Biðlaði hann til þeirra sem væru ósáttir að senda inn umsögn fyrir 6. mars.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00 Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00 Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Sjá meira
Vill leyfa innflutning á hráu kjöti frá byrjun sláturtíðar Mótvægisaðgerðir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að stemma stigu við neikvæðum áhrifum þess að leyfa innflutning á hráu kjöti leggjast vel í yfirlækni á sýklafræðideild Landspítalans. 21. febrúar 2019 07:00
Kjötið þjappar saman Framsóknarmönnum "Það þarf stundum eitt mál til að sætta þessa gömlu fjandmenn segir í ljóði,“ segir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Fullyrðir að raðir innan flokksins séu að þéttast eftir erfiðan klofning Sigmundar Davíðs úr Framsókn. 27. febrúar 2019 06:00
Óánægja og hræðsla í grasrót Framsóknar Framsóknarmenn óánægðir með frumvarp landbúnaðarráðherra um innflutning á hráu kjöti. Framsóknarmenn vilja að flokksforystan hafni því. Formaður Sambands ungra Framsóknarmanna segir fólk hrætt vegna málsins. 28. febrúar 2019 07:30