Stjórnarslitum ekki hótað vegna hvalveiða Sighvatur Jónsson skrifar 1. mars 2019 13:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur skýrslu Hagfræðistofnunar ekki fullnægjandi mat á sjálfbærni hvalveiða. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði um hvalveiðar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Við vitum það líka að eftir að Lewis Hamilton, ökuþórinn, setti á sína síðu ákveðin mótmæli og undrun vegna þessarar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra hafa yfir milljón manns horft á það. Það er greinilegt að veröldin hvað þetta varðar er einhvern veginn miklu minni. Við getum ekki ákveðið hluti í skjóli nætur eins og stundum hefur verið.“ Þorgerður Katrín spurði forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra endurskoði ákvörðun sína um framhald hvalveiða til næstu fimm ára. Þorgerður Katrín spurði forsætisráðherra einnig um um sjálfbærni hvalveiða. „Ég get ekki svarað því sem sérfræðingur og þess vegna hef ég lagt á það áherslu að slíkt mat fari fram. Ég held að það sé ekkert launungarmál að ég taldi skýrslu Hagfræðistofnunar ekki fullnægjandi mat á sjálfbærni hvalveiða,“ sagði Katrín á þingi í morgun.Kúnstugt að spyrja um stjórnarslit Þorgerður Katrín ítrekaði spurningu sína um hvort forsætisráðherra muni beita sér fyrir breytingum á ákvörðun sjávarútvegsráðherra með þessum orðum: „Ef forsætisráðherra ætlar ekki að gera það þá liggur í augum uppi að spyrja líka: Var stjórnarslitum hótað út af þessu máli? Hver er þessi þungi að það sé ekki hægt að endurskoða málið?“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði með þeim orðum að henni þætti það vera kúnstugt að spyrja hvort stjórnarslitum hafi verið hótað. „Kannski segir það eitthvað um pólitíska umræðu ef hún er gegnsýrð af einhverjum hótanakúltúr, fyrirgefið slettuna, því ég er ekki hrifin af hótanakúltúr. Ég beiti ekki mikið hótunum í samstarfi, hvorki innan ríkisstjórnar né við aðra þá sem ég vinn með, til að mynda hér við stjórnarandstöðu. Nei, stjórnarslitum var ekki hótað enda er ég ekki mikið fyrir hótanir og finnst allt of mikið um hótanir í íslenskum stjórnmálum, svo ég segi það bara algjörlega hreint út,“ sagði forsætisráðherra á þingi. Hvalveiðar Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði um hvalveiðar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. „Við vitum það líka að eftir að Lewis Hamilton, ökuþórinn, setti á sína síðu ákveðin mótmæli og undrun vegna þessarar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra hafa yfir milljón manns horft á það. Það er greinilegt að veröldin hvað þetta varðar er einhvern veginn miklu minni. Við getum ekki ákveðið hluti í skjóli nætur eins og stundum hefur verið.“ Þorgerður Katrín spurði forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, hvort hún ætlaði að beita sér fyrir því að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra endurskoði ákvörðun sína um framhald hvalveiða til næstu fimm ára. Þorgerður Katrín spurði forsætisráðherra einnig um um sjálfbærni hvalveiða. „Ég get ekki svarað því sem sérfræðingur og þess vegna hef ég lagt á það áherslu að slíkt mat fari fram. Ég held að það sé ekkert launungarmál að ég taldi skýrslu Hagfræðistofnunar ekki fullnægjandi mat á sjálfbærni hvalveiða,“ sagði Katrín á þingi í morgun.Kúnstugt að spyrja um stjórnarslit Þorgerður Katrín ítrekaði spurningu sína um hvort forsætisráðherra muni beita sér fyrir breytingum á ákvörðun sjávarútvegsráðherra með þessum orðum: „Ef forsætisráðherra ætlar ekki að gera það þá liggur í augum uppi að spyrja líka: Var stjórnarslitum hótað út af þessu máli? Hver er þessi þungi að það sé ekki hægt að endurskoða málið?“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra svaraði með þeim orðum að henni þætti það vera kúnstugt að spyrja hvort stjórnarslitum hafi verið hótað. „Kannski segir það eitthvað um pólitíska umræðu ef hún er gegnsýrð af einhverjum hótanakúltúr, fyrirgefið slettuna, því ég er ekki hrifin af hótanakúltúr. Ég beiti ekki mikið hótunum í samstarfi, hvorki innan ríkisstjórnar né við aðra þá sem ég vinn með, til að mynda hér við stjórnarandstöðu. Nei, stjórnarslitum var ekki hótað enda er ég ekki mikið fyrir hótanir og finnst allt of mikið um hótanir í íslenskum stjórnmálum, svo ég segi það bara algjörlega hreint út,“ sagði forsætisráðherra á þingi.
Hvalveiðar Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira