Einstök rannsókn á tóneyra og taktvísi Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. mars 2019 08:15 Rósa segir að sér finnist ein kenning varðandi lesblindu frekar sannfærandi en hún gengur út á að lesblinda stafi af ónákvæmni í úrvinnslu hljóðs í tímarúmi. Fréttablaðið/Ernir „Það var nú reyndar Kári Stefánsson sem átti upprunalegu hugmyndina að því að skoða tóneyra. Hann benti mér á kanadíska grein sem fjallaði um fyrirbæri sem heitir tónblinda en hún einkennist af erfiðleikum við að skynja tónhæð eða tóna í tónlist,“ segir Rósa Signý Gísladóttir, vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu, um tilurð nýrrar rannsóknar sem hún stýrir. Í rannsókninni er verið að skoða erfðaþætti að baki tóneyra og taktvísi og tengsl við ýmsar raskanir. Rannsóknin samanstendur af prófi þar sem tóneyra og taktvísi einstaklinga eru metin og spurningalista þar sem spurt er um tónlistarástundun, tónlistargetu og lesblindu meðal annars.Tengsl við ýmsar raskanir Rósa, sem er einnig lektor í málvísindum við Háskóla Íslands, segir að það séu vísbendingar um að taktblinda haldist í hendur við aðrar taugaþroskaraskanir eins og lesblindu, málþroskaraskanir, talnablindu og mögulega ADHD. Taktblindan einkennist af vandamálum við að halda takti og skynja takt í tónlist. „Tónblindan virðist aftur á móti vera sértækari og það eru engar vísbendingar um tengsl hennar við þessar raskanir. Það er áhugavert að velta því fyrir sér að í báðum tilfellum heyrir fólk fullkomlega hljóðið en það er eitthvað sem fer úrskeiðis í hugrænni úrvinnslu á hljóðinu.“ Opnað var fyrir rannsóknina fyrir rúmri viku en fyrst var starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar boðið að taka þátt. „Þetta fór svo að spyrjast mjög hratt út á samfélagsmiðlum. Móttökurnar hafa verið frábærar og fram úr okkar björtustu vonum. Samkvæmt nýjustu tölum eru um átta þúsund manns búin að taka þátt,“ segir Rósa. Allir sem eru 18 ára og eldri og eru með rafræn skilríki geta tekið þátt í rannsókninni á heimasíðunni tóneyra.is. „Við þurfum rosalega fjölbreytt þýði og höfum áhuga á öllu rófinu. Bæði þeim sem eru mögulega með tón- eða taktblindu en líka þeim sem eru kannski með snilligáfu á þessu sviði og allt þar á milli.“ Þeir sem taka prófið fá upplýsingar um heildarstigafjölda bæði varðandi tóneyra og taktvísi. Þá fá þátttakendur upplýsingar um hvort niðurstöðurnar geti verið vísbending um tón- eða taktblindu. Rósa segir að telji einhverjir sig mögulega glíma við slík vandamál sé um að gera að taka þátt. „Taktprófið er almennt erfiðara og við sjáum það á þessari rannsókn í Kanada að það eru færri sem fá fullt hús stiga þar heldur en í tónprófinu. Mögulega getum við síðar birt dreifinguna þannig að fólk geti borið sig saman við aðra.“ Rósa segist gera ráð fyrir að opið verði fyrir rannsóknina á netinu í að minnsta kosti mánuð í viðbót.Áhugi á erfðaþætti tónlistar Rósa segir töluverðan fjölda fólks í heiminum hafa áhuga á að skoða erfðaþætti tónlistar og tónlistargáfuna. „Stærsta rannsóknin sem ég hef séð er með eitt þúsund þátttakendur þannig að við erum búin að margfalda það, en við þurfum líka mjög stórt þýði til að finna eitthvað marktækt. Það eru töluvert margir að skoða tónblinduna sérstaklega en það hefur aldrei verið gerð erfðarannsókn með þessu móti þar sem við getum skoðað erfðaþættina. Þannig að þetta er einstakt á heimsvísu.“ Varðandi mögulegar niðurstöður svona rannsóknar segir Rósa að það verði mjög áhugavert að skoða hvort erfðaþættir finnist í einhverju geni og þá hvort genið hafi breyst í gegnum tíðina. „Við getum farið að skoða áhrif erfðaþáttanna á tauganetin og heilasvæðin og þannig fræðumst við meira um taugavísindin að baki þessum eiginleikum. Það gefur okkur líka góðar upplýsingar og grundvöll fyrir alls konar þjálfunarúrræði.“ Vitað sé að börn og fullorðnir sem eigi erfitt með að klappa í takt við hljóð hafi oft lakari hljóðkerfisvitund, það er að segja, verri tilfinningu fyrir málhljóðunum. Þessir einstaklingar eigi því í erfiðleikum með lestur.Rósa Signý vinnur fyrir Íslenska erfðagreiningu.Vísir/VilhelmTónlistarþjálfun getur hjálpað „Svo eru ýmsar rannsóknir sem benda til þess að mögulega geti markviss tónlistarþjálfun gagnast til að bæta taktinn og hjálpað börnum með lesblindu eða málþroskaraskanir. Ef við finnum einhvern erfðaþátt sem hefur áhrif til dæmis bæði á taktblindu og lesblindu þá erum við komin með góðan grundvöll fyrir slík þjálfunarúrræði.“ Rósa segir að sér finnist ein kenning varðandi lesblindu frekar sannfærandi en hún gengur út á að lesblinda stafi af ónákvæmni í úrvinnslu hljóðs í tímarúmi. „Það er að segja hversu nákvæmlega við vinnum úr hljóðinu. Það getur orsakað að við erum ekki með nógu fullkomna mynd af málhljóðunum. Ef við erum ekki að greina hljóðin nógu hratt og örugglega þá endum við uppi með ófullkominn takt og ófullkomin málhljóð.“ Varðandi tónblinduna sérstaklega sé það áhugavert að hún virðist tiltölulega sértæk fyrir tónlist. „Hún hefur til dæmis ekki mikil áhrif á skynjun tónhæðar í tungumálum, en við notum tónfall meðal annars til að geta greint á milli spurningar og fullyrðingar. Það hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir á þessu og tónblindan virðist ekki hafa mikil áhrif á skynjun tónfalls í tungumálum né tóna í tungumálum eins og í mandarín kínversku þar sem hljóð hafa mismunandi merkingu eftir því hvaða tónn er notaður.“Hvað er tón- og taktblinda? Tónblinda einkennist af erfiðleikum með að halda lagi og bera kennsl á falskar nótur. Þetta er arfgengt og hrjáir á bilinu 1,5 til 4 prósent einstaklinga. Taktblinda einkennist af erfiðleikum með að halda takti og skynja takt í tónlist. Lítið er vitað um arfgengi og tíðni taktblindu en vísbendingar eru um að taktblinda geti farið saman með lesblindu, málþroskaröskun og talnablindu. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Það var nú reyndar Kári Stefánsson sem átti upprunalegu hugmyndina að því að skoða tóneyra. Hann benti mér á kanadíska grein sem fjallaði um fyrirbæri sem heitir tónblinda en hún einkennist af erfiðleikum við að skynja tónhæð eða tóna í tónlist,“ segir Rósa Signý Gísladóttir, vísindamaður hjá Íslenskri erfðagreiningu, um tilurð nýrrar rannsóknar sem hún stýrir. Í rannsókninni er verið að skoða erfðaþætti að baki tóneyra og taktvísi og tengsl við ýmsar raskanir. Rannsóknin samanstendur af prófi þar sem tóneyra og taktvísi einstaklinga eru metin og spurningalista þar sem spurt er um tónlistarástundun, tónlistargetu og lesblindu meðal annars.Tengsl við ýmsar raskanir Rósa, sem er einnig lektor í málvísindum við Háskóla Íslands, segir að það séu vísbendingar um að taktblinda haldist í hendur við aðrar taugaþroskaraskanir eins og lesblindu, málþroskaraskanir, talnablindu og mögulega ADHD. Taktblindan einkennist af vandamálum við að halda takti og skynja takt í tónlist. „Tónblindan virðist aftur á móti vera sértækari og það eru engar vísbendingar um tengsl hennar við þessar raskanir. Það er áhugavert að velta því fyrir sér að í báðum tilfellum heyrir fólk fullkomlega hljóðið en það er eitthvað sem fer úrskeiðis í hugrænni úrvinnslu á hljóðinu.“ Opnað var fyrir rannsóknina fyrir rúmri viku en fyrst var starfsmönnum Íslenskrar erfðagreiningar boðið að taka þátt. „Þetta fór svo að spyrjast mjög hratt út á samfélagsmiðlum. Móttökurnar hafa verið frábærar og fram úr okkar björtustu vonum. Samkvæmt nýjustu tölum eru um átta þúsund manns búin að taka þátt,“ segir Rósa. Allir sem eru 18 ára og eldri og eru með rafræn skilríki geta tekið þátt í rannsókninni á heimasíðunni tóneyra.is. „Við þurfum rosalega fjölbreytt þýði og höfum áhuga á öllu rófinu. Bæði þeim sem eru mögulega með tón- eða taktblindu en líka þeim sem eru kannski með snilligáfu á þessu sviði og allt þar á milli.“ Þeir sem taka prófið fá upplýsingar um heildarstigafjölda bæði varðandi tóneyra og taktvísi. Þá fá þátttakendur upplýsingar um hvort niðurstöðurnar geti verið vísbending um tón- eða taktblindu. Rósa segir að telji einhverjir sig mögulega glíma við slík vandamál sé um að gera að taka þátt. „Taktprófið er almennt erfiðara og við sjáum það á þessari rannsókn í Kanada að það eru færri sem fá fullt hús stiga þar heldur en í tónprófinu. Mögulega getum við síðar birt dreifinguna þannig að fólk geti borið sig saman við aðra.“ Rósa segist gera ráð fyrir að opið verði fyrir rannsóknina á netinu í að minnsta kosti mánuð í viðbót.Áhugi á erfðaþætti tónlistar Rósa segir töluverðan fjölda fólks í heiminum hafa áhuga á að skoða erfðaþætti tónlistar og tónlistargáfuna. „Stærsta rannsóknin sem ég hef séð er með eitt þúsund þátttakendur þannig að við erum búin að margfalda það, en við þurfum líka mjög stórt þýði til að finna eitthvað marktækt. Það eru töluvert margir að skoða tónblinduna sérstaklega en það hefur aldrei verið gerð erfðarannsókn með þessu móti þar sem við getum skoðað erfðaþættina. Þannig að þetta er einstakt á heimsvísu.“ Varðandi mögulegar niðurstöður svona rannsóknar segir Rósa að það verði mjög áhugavert að skoða hvort erfðaþættir finnist í einhverju geni og þá hvort genið hafi breyst í gegnum tíðina. „Við getum farið að skoða áhrif erfðaþáttanna á tauganetin og heilasvæðin og þannig fræðumst við meira um taugavísindin að baki þessum eiginleikum. Það gefur okkur líka góðar upplýsingar og grundvöll fyrir alls konar þjálfunarúrræði.“ Vitað sé að börn og fullorðnir sem eigi erfitt með að klappa í takt við hljóð hafi oft lakari hljóðkerfisvitund, það er að segja, verri tilfinningu fyrir málhljóðunum. Þessir einstaklingar eigi því í erfiðleikum með lestur.Rósa Signý vinnur fyrir Íslenska erfðagreiningu.Vísir/VilhelmTónlistarþjálfun getur hjálpað „Svo eru ýmsar rannsóknir sem benda til þess að mögulega geti markviss tónlistarþjálfun gagnast til að bæta taktinn og hjálpað börnum með lesblindu eða málþroskaraskanir. Ef við finnum einhvern erfðaþátt sem hefur áhrif til dæmis bæði á taktblindu og lesblindu þá erum við komin með góðan grundvöll fyrir slík þjálfunarúrræði.“ Rósa segir að sér finnist ein kenning varðandi lesblindu frekar sannfærandi en hún gengur út á að lesblinda stafi af ónákvæmni í úrvinnslu hljóðs í tímarúmi. „Það er að segja hversu nákvæmlega við vinnum úr hljóðinu. Það getur orsakað að við erum ekki með nógu fullkomna mynd af málhljóðunum. Ef við erum ekki að greina hljóðin nógu hratt og örugglega þá endum við uppi með ófullkominn takt og ófullkomin málhljóð.“ Varðandi tónblinduna sérstaklega sé það áhugavert að hún virðist tiltölulega sértæk fyrir tónlist. „Hún hefur til dæmis ekki mikil áhrif á skynjun tónhæðar í tungumálum, en við notum tónfall meðal annars til að geta greint á milli spurningar og fullyrðingar. Það hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir á þessu og tónblindan virðist ekki hafa mikil áhrif á skynjun tónfalls í tungumálum né tóna í tungumálum eins og í mandarín kínversku þar sem hljóð hafa mismunandi merkingu eftir því hvaða tónn er notaður.“Hvað er tón- og taktblinda? Tónblinda einkennist af erfiðleikum með að halda lagi og bera kennsl á falskar nótur. Þetta er arfgengt og hrjáir á bilinu 1,5 til 4 prósent einstaklinga. Taktblinda einkennist af erfiðleikum með að halda takti og skynja takt í tónlist. Lítið er vitað um arfgengi og tíðni taktblindu en vísbendingar eru um að taktblinda geti farið saman með lesblindu, málþroskaröskun og talnablindu.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira