Handbolti

Björgvin Páll varði eitt skot í sigri á Celje Lasko

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Björgvin í leik með Íslandi á HM.
Björgvin í leik með Íslandi á HM. vísir/getty
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson fékk ekki margar mínútur þegar Skjern fékk Celje Lasko í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag.

Björgvin Páll varði eitt af þeim sex skotum sem hann fékk að reyna sig við í leiknum en Skjern vann þriggja marka sigur, 35-32 eftir að hafa leitt með sex mörkum í leikhléi, 20-14.

Norski línumaðurinn Bjarte Myrhol fór mikinn í leiknum og var markahæstur heimamanna með 8 mörk. Gal Marguc var atkvæðamestur gestanna með 9 mörk.

Tandri Már Konráðsson var ekki í leikmannahópi Skjern í dag en þetta var síðasti leikur liðanna í Meistaradeildinni í vetur þar sem þau höfnuðu í tveimur neðstu sætum B-riðils og fara því ekki í 16-liða úrslitin.

Á sama tíma skoraði Stefán Rafn Sigurmannsson fjögur mörk úr sex skotum þegar lið hans, Pick Szeged, gerði jafntefli við HC Zagreb, 26-26, en Pick Szeged var búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum fyrir lokaumferðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×