Roger Federer heldur áfram að skrá sig í sögubækurnar í tennisheiminum en hann varð í gær annar maðurinn í sögunni til að vinna 100 mót í ATP-mótaröðinni.
Federer vann úrslitaleikinn gegn gríska ungstirninu Stefanos Tsitsipas 2-0. Keppnin fór fram í Dubai.
Federer hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem einn allra besti tennisspilari sögunnar en hann vann sinn fyrsta sigur á ATP-mótaröðinni árið 2001.
Þessi 37 ára gamli Svisslendingur er þar með kominn í hóp með Bandaríkjamanninum Jimmy Connors sem vann 109 titla á ferlinum. Connors lék til 43 ára aldurs.
