Smábollur á bolludaginn Elín Albertsdóttir skrifar 4. mars 2019 14:00 Bollur er hægt að útbúa á margan hátt. Bolludagur er í dag. Flestir hafa einhvers konar bollur á borðum, ekki bara rjómabollur heldur einnig kjöt- eða fiskbollur. Hægt er að gera margvíslegar útgáfur af bollum. Það er vissulega hægt að hafa venjulegar farsbollur á bolludag. Er ekki samt gaman að breyta aðeins til og hafa annars konar bollur? Það er hægt að bera bollurnar fram á ýmsan hátt, til dæmis í míní hamborgarabrauði, pítubrauði eða bara eins og þær koma fyrir. Hér koma nokkrar uppskriftir ef einhver vill prófa. Tapas kjötbollur fyrir fjóra Litlar kjötbollur geta verið fingramatur í veislum en þær eru ekki síður góðar í kvöldmat. Hægt er að krydda þær á ýmsan hátt. Þessi uppskrift er með litlum, vel krydduðum bollum.400 g svínahakk2 skalottlaukar½ rauður chilli-pipar1 tsk. hafsalt½ tsk. nýmalaður pipar½ tsk. múskat1 tsk. óreganó2 msk. brauðrasp1 egg2 msk. smjör1 msk. smátt skorið timían2 hvítlauksrif Skerið lauk og chilli-pipar mjög smátt og blandið saman við hakkið ásamt salti, kryddi og brauðraspi. Hrærið vel saman og bætið egginu við. Útbúið litlar bollur með lófunum. Steikið bollurnar upp úr smjöri á meðalheitri pönnu. Bætið hvítlauk og timían á pönnuna í lok steikingartímans og lækkið hitann. Látið allt malla í nokkrar mínútur og hreyfið bollurnar á pönnunni. Berið fram með salsa, hvítlaukssósu og góðu brauði eða öðru eftir smekk. Kjötbollur með spagettí er vinsæll fjölskyldurétturGetty Images Kjúklingabollur með sítrónu og mango chutney fyrir fjóra Kjúklingabollur eru mjög góðar. Hægt er að bera þær fram með sósu, grænmeti og kartöflum. Sítróna og mango chutney gefa bollunum skemmtilegt bragð.800 g kjúklingahakk1 tsk. hafsalt¼ tsk. nýmalaður pipar3 hvítlauksrif1 laukur, mjög smátt skorinnRifinn börkur af einni sítrónu1 ½ msk. mango chutney1 tsk. chilli-mauk (eða sósa)1 egg2 msk. olía eða smjör til steikingar Saltið hakkið og hrærið vel saman ásamt öðrum innihaldsefnum. Mótið litlar bollur og steikið þær við meðalhita. Berið bollurnar fram með salati, hvítlaukssósu og skreytið með sítrónubátum. Kjötbollur eru góðar í samlokur.Getty Images Kjötbollur með spagettí í tómatsósu fyrir fjóra Mjög vinsæll fjölskylduréttur sem auðvelt er að útbúa.600 g nautahakk60 g parmesanostur2 hvítlauksrif, rifin eða pressuð½ tsk. salt½ tsk. piparTómatsósa2 msk. olía1 laukur, smátt skorinn1 stórt hvítlauksrif, smátt skorið1 dós tómatar í bitum2 msk. tómatmauk1 tsk. sykur1 dl kjötsoð2 msk. basil, smátt skorið½ tsk. salt½ tsk. pipar500 g spagettí (eða tagliatelle eftir smekk) Blandið öllu saman í nautahakkið og mótið litlar bollur. Brúnið þær á heitri pönnu upp úr smjöri og olíu. Lækkið hitann og steikið áfram í 6-8 mínútur. Hitið olíu á annarri pönnu og steikið lauk og hvítlauk. Látið mýkjast en ekki brenna. Bætið tómat og tómatmauki út á pönnuna ásamt sykri og soði. Sjóðið upp og látið sósuna malla í 15 mínútur. Bætið basil, salti og pipar við í lokin. Sumir vilja mauka sósuna með töfrasprota en það er smekksatriði. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á umbúðum. Um það bil 80-100 g á mann. Setjið pastað út í sósuna í lokin ásamt bollunum. Stráið parmesan-osti yfir. Það er reyndar líka gott að setja smávegis í sósuna á meðan hún mallar. Síðan er bara að velja sér uppskrift og njóta sem allra best. Birtist í Fréttablaðinu Kjúklingur Kjötbollur Nautakjöt Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Bolludagur er í dag. Flestir hafa einhvers konar bollur á borðum, ekki bara rjómabollur heldur einnig kjöt- eða fiskbollur. Hægt er að gera margvíslegar útgáfur af bollum. Það er vissulega hægt að hafa venjulegar farsbollur á bolludag. Er ekki samt gaman að breyta aðeins til og hafa annars konar bollur? Það er hægt að bera bollurnar fram á ýmsan hátt, til dæmis í míní hamborgarabrauði, pítubrauði eða bara eins og þær koma fyrir. Hér koma nokkrar uppskriftir ef einhver vill prófa. Tapas kjötbollur fyrir fjóra Litlar kjötbollur geta verið fingramatur í veislum en þær eru ekki síður góðar í kvöldmat. Hægt er að krydda þær á ýmsan hátt. Þessi uppskrift er með litlum, vel krydduðum bollum.400 g svínahakk2 skalottlaukar½ rauður chilli-pipar1 tsk. hafsalt½ tsk. nýmalaður pipar½ tsk. múskat1 tsk. óreganó2 msk. brauðrasp1 egg2 msk. smjör1 msk. smátt skorið timían2 hvítlauksrif Skerið lauk og chilli-pipar mjög smátt og blandið saman við hakkið ásamt salti, kryddi og brauðraspi. Hrærið vel saman og bætið egginu við. Útbúið litlar bollur með lófunum. Steikið bollurnar upp úr smjöri á meðalheitri pönnu. Bætið hvítlauk og timían á pönnuna í lok steikingartímans og lækkið hitann. Látið allt malla í nokkrar mínútur og hreyfið bollurnar á pönnunni. Berið fram með salsa, hvítlaukssósu og góðu brauði eða öðru eftir smekk. Kjötbollur með spagettí er vinsæll fjölskyldurétturGetty Images Kjúklingabollur með sítrónu og mango chutney fyrir fjóra Kjúklingabollur eru mjög góðar. Hægt er að bera þær fram með sósu, grænmeti og kartöflum. Sítróna og mango chutney gefa bollunum skemmtilegt bragð.800 g kjúklingahakk1 tsk. hafsalt¼ tsk. nýmalaður pipar3 hvítlauksrif1 laukur, mjög smátt skorinnRifinn börkur af einni sítrónu1 ½ msk. mango chutney1 tsk. chilli-mauk (eða sósa)1 egg2 msk. olía eða smjör til steikingar Saltið hakkið og hrærið vel saman ásamt öðrum innihaldsefnum. Mótið litlar bollur og steikið þær við meðalhita. Berið bollurnar fram með salati, hvítlaukssósu og skreytið með sítrónubátum. Kjötbollur eru góðar í samlokur.Getty Images Kjötbollur með spagettí í tómatsósu fyrir fjóra Mjög vinsæll fjölskylduréttur sem auðvelt er að útbúa.600 g nautahakk60 g parmesanostur2 hvítlauksrif, rifin eða pressuð½ tsk. salt½ tsk. piparTómatsósa2 msk. olía1 laukur, smátt skorinn1 stórt hvítlauksrif, smátt skorið1 dós tómatar í bitum2 msk. tómatmauk1 tsk. sykur1 dl kjötsoð2 msk. basil, smátt skorið½ tsk. salt½ tsk. pipar500 g spagettí (eða tagliatelle eftir smekk) Blandið öllu saman í nautahakkið og mótið litlar bollur. Brúnið þær á heitri pönnu upp úr smjöri og olíu. Lækkið hitann og steikið áfram í 6-8 mínútur. Hitið olíu á annarri pönnu og steikið lauk og hvítlauk. Látið mýkjast en ekki brenna. Bætið tómat og tómatmauki út á pönnuna ásamt sykri og soði. Sjóðið upp og látið sósuna malla í 15 mínútur. Bætið basil, salti og pipar við í lokin. Sumir vilja mauka sósuna með töfrasprota en það er smekksatriði. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á umbúðum. Um það bil 80-100 g á mann. Setjið pastað út í sósuna í lokin ásamt bollunum. Stráið parmesan-osti yfir. Það er reyndar líka gott að setja smávegis í sósuna á meðan hún mallar. Síðan er bara að velja sér uppskrift og njóta sem allra best.
Birtist í Fréttablaðinu Kjúklingur Kjötbollur Nautakjöt Svínakjöt Uppskriftir Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist