Sport

Sunna: Ég er fædd bardagakona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sunna er klár í bátana.
Sunna er klár í bátana.
Sunna Rannveig Davíðsdóttir, eða Sunna Tsunami, snýr loksins aftur í búrið í byrjun maí er hún tekur þátt í skemmtilegu bardagakvöldi með útsláttarfyrirkomulagi.

Átta bardagakonur berjast þá um að komast í úrslit. Í fyrstu tveim umferðunum er aðeins barist í eina lotu en úrslitabardaginn er þrjár lotur.

Sunna hefur verið að glíma við mjög erfið meiðsli á hendi í tæp tvö ár en er loksins tilbúin að berjast á ný.

„Þetta er búinn að vera langur tími og ég hef farið í gegnum allan tilfinningaskalann. Ég hef þó komist að einni niðurstöðu að þetta er það sem ég er hér til að gera. Ég er fædd bardagakona. Fæddur fighter og það er allt að gerast eins og það á að gerast,“ segir Sunna ákveðin.

„Ég hef nýtt þennan tíma rosalega vel og hef bætt mig tæknilega mikið. Ég hlakka mikið til þess að komast í búrið og sýna það sem ég er búin að bæta mig í.“

Nánar verður rætt við Sunnu í kvöldfréttum Stöðvar 2.



Klippa: Sunna Tsunami um meiðslin
MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×