Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni á að grípa til þess ráðs í samráði við Reykjavíkurborg að rykbinda eftirfarandi umferðargötur:
Sæbraut frá Reykjanesbraut og út að ljósum við Kringlumýrarbraut, Reykjanesbraut, Hringbraut, Miklabraut og upp fyrir Ártúnsbrekku og Kringlumýrarbraut.
Kort af þeim götum sem á að rykbinda má nálgast hér.
Þá voru allir vegir í Reykjavík sem Vegagerðin rekur sópaðir í síðustu viku, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, og þá náðist einnig að klára hluta vega utan Reykjavíkur en það gengur hægt þessa daga vegna kulda.
Reykjavíkurborg hvatti í gær almenning til þess að draga úr notkun einkabílsins á meðan aðstæður á höfuðborgarsvæðinu eru með þeim hætti að styrkur svifryks mælist hár.
Í staðinn er fólk hvatt til þess að nota frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta en auk þess eru því beint til þeirra sem eru viðkvæmir í öndunarfærum, sem og barna, að forðast útivist í nágrenni stórra umferðargatna.
Aðgerðir sem við verðum að fara í eru að banna nagladekk á Hbs. Takmarka bíla út frá bílnúmerum á svona dögum. Lækka hraða. Hækka gjaldskyldu á bílastæðum og hætta að niðurgreiða bílastæði. Auka tíðni strætó og byrja strax á borgarlínu á teinum. #grárdagur
— Hörður S. Óskarsson (@hoddioskars) March 5, 2019