Vilhelm Már Þorsteinsson, sem ráðinn var forstjóri Eimskipafélags Íslands í janúar, keypti í dag hlutabréf í fyrirtækinu fyrir 12,5 milljónir króna.
Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar um viðskipti fruminnherja. Vilhelm Már, sem tók við stöðu forstjóra af Gylfa Sigfússyni, keypti 66 þúsund hluti á genginu 189,25.
Vilhelm, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestasviðs Íslandsbanka þar til í janúar, átti ekki bréf fyrir í félaginu.
Afkoma Eimskipa í fyrra var undir væntingum og varð tap á rekstrinum á síðasta ársfjórðungi 2018.

