„Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. mars 2019 15:45 Hatari er á leiðinni til Ísraels og Felix Bergsson verður með í för. „Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær. Athygli vakti að Hatari mætti ekki í Kastljós gærkvöldsins þrátt fyrir að hefð sé fyrir því að sigurvegari Söngvakeppninnar mæti í þáttinn eftir sigur. Undanfarin ár hafa fulltrúar Íslands verið gestir þáttarins, rætt þar sigurinn og spáð í spilin.Þess í stað var Felix mættur og sagði hann meðlimi Hatara vera komna í fjölmiðlafrí eftir að ljóst varð að Hatari og lagið Hatrið mun sigra verði fulltrúi Íslands í Eurovision í ár.Hataramenn leðurklæddir eftir sigurinn á laugardagskvöld.Mynd/RÚVAllir sáttir við fjölmiðlafríið segir Felix Í samtali við Vísi segir Felix að ekki sé um fjölmiðlabann að ræða.„Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt. Þetta er bara ákvörðun sem við tökum saman með hljómsveitinni,“ segir Felix.Hann segir meðlimi Hatara einnig vera sátta við ákvörðunina um fjölmiðlafríið.„Þetta er ákvörðun sem að þeir eru mjög sáttir við og við ræddum þetta á fundi í gær. Þetta er ekkert síður að þeirra frumkvæði en okkar. Menn vilja fá bara smá tíma til að slappa af og taka stöðuna og æfa atriðið,“ segir Felix. Framundan er töluverð vinna við undirbúning atriðisins en skila þarf nánari gögnum um það til Tel Aviv, þar sem keppnin verður haldin, í næstu viku. Það geri vinnuna flóknari að mati Felix að hljómsveitin sé fjölskipuð, með dansara og ýmislegt annað á sviðinu. „Þetta er fjöllistahópur, þetta er ekki bara einn söngvari fremst á sviðinu. Við erum með sviðsmynd, við erum með eld, flókna myndútfærslu og svo náttúrulega alla framleiðsluna og myndvinnsluna sem er unnin af þessum hópi sem er bara gríðarlega spennandi,“ segir Felix.Liðsmenn Hatara sýna sína mýkri hlið á spjalli við Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og Elizu Reid forsetafrú.RÚVFlytjendur sigurlagsins ekki sjálfkjörnir í lokakeppnina samvæmt reglum keppninnar Sigur Hatara í Söngvakeppninni hefur vakið gríðarlega athygli víðs vegar, ekki síst í Ísrael, þar sem hljómsveitin hefur verið vöruð við því að vera með pólitískar yfirlýsingar. Meðlimir Hatara hafa jú sagt að þeir hafi í hyggju að nota dagskrárvaldið sem fylgi keppnina til þess að gagnrýna stefnu Ísraels í garð Palestínumanna.Í reglum Söngakeppninnar kemur þó nokkuð skýrt fram að textar, ræður eða látbragð/sviðshreyfingar af pólískum toga séu ekki leyfilegar, hvorki í Söngvakeppninni hér heima né í aðalkeppninni. Brot við reglunum geti varðað brottvísun úr keppninni. „Nei, við höfum það ekki. Alls ekki,“ segir Felix aðspurður hvort að RÚV hafi áhyggjur af því að Hatari muni taka upp á einhverju sem geti varðað við reglur keppninnar og kostað brottrekstur úr keppninni. Í reglum Söngvakeppninnar segir einnig að flytjendur sigurlagsins séu ekki sjálfkjörnir fulltrúar Íslands, né aðrir listamenn sem fram komu í atriðinu. Höfundur eða höfundar sigurlagsins skuldbindi sig hins vegar til þátttöku í Eurovision í Tel Aviv. Eftir að úrslit liggja fyrir hefjist ferli þar sem RÚV velji, að höfðu samráði við höfund eða höfunda lagsins, það listafólk sem tekur þátt í Eurovision, að því er segir í reglunum. Þar segir einnig:„Þeir sem verða fyrir valinu samþykkja að hlíta öllum reglum og skilmálum sem RÚV og EBU setja í tengslum viðkeppnina eða fyrirgera rétti sínum til þátttöku ella.“ Með þessum ákvæðum segir Felix að RÚV sé að tryggja sér að það hafi síðasta orðið. „Þetta er formsatriði sem aldrei er fylgt eftir í raun en samt sem áður er nauðsynlegt að hafa í reglunum ef eitthvað slíkt kemur upp á. Ef einhver þarf að taka lokaákvörðun þá erum við sem gerum það hér,“ segir Felix. Þá standi ekki til að setja Hatara einhverjar frekari reglur eða skilmála fyrir þátttöku en nú þegar séu í gildi. „Nei, engin frekari skilyrði. Við vinnum bara mjög náið með þeim og það gengur mjög vel og við ætlum bara að halda því nána samstarfi áfram.“ Eurovision Tengdar fréttir Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15 Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00 „Hreyfingar geta sagt svo miklu meira en orð“ Sólbjört Sigurðardóttir, einn þriggja dansara í atriði Hatara, segir að líkamshreyfingar geti sagt miklu meira en það sem hægt er að færa í orð og því leggja liðsmenn Hatara ríka áherslu á hið sjónræna í atriðinu því danshreyfingarnar eru hluti af frásögninni. Danshreyfingarnar geti ýmist verið í samhljómi við tónlistina og á skjön við hana. 5. mars 2019 09:00 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
„Nei, það verða engin viðurlög við því,“ segir Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision, hlæjandi aðspurður um hvort það muni hafa einhverjar afleiðingar fari Hatari úr fjölmiðlafríi sem tilkynnt var um í gær. Athygli vakti að Hatari mætti ekki í Kastljós gærkvöldsins þrátt fyrir að hefð sé fyrir því að sigurvegari Söngvakeppninnar mæti í þáttinn eftir sigur. Undanfarin ár hafa fulltrúar Íslands verið gestir þáttarins, rætt þar sigurinn og spáð í spilin.Þess í stað var Felix mættur og sagði hann meðlimi Hatara vera komna í fjölmiðlafrí eftir að ljóst varð að Hatari og lagið Hatrið mun sigra verði fulltrúi Íslands í Eurovision í ár.Hataramenn leðurklæddir eftir sigurinn á laugardagskvöld.Mynd/RÚVAllir sáttir við fjölmiðlafríið segir Felix Í samtali við Vísi segir Felix að ekki sé um fjölmiðlabann að ræða.„Það er enginn að banna neinum eitt eða neitt. Þetta er bara ákvörðun sem við tökum saman með hljómsveitinni,“ segir Felix.Hann segir meðlimi Hatara einnig vera sátta við ákvörðunina um fjölmiðlafríið.„Þetta er ákvörðun sem að þeir eru mjög sáttir við og við ræddum þetta á fundi í gær. Þetta er ekkert síður að þeirra frumkvæði en okkar. Menn vilja fá bara smá tíma til að slappa af og taka stöðuna og æfa atriðið,“ segir Felix. Framundan er töluverð vinna við undirbúning atriðisins en skila þarf nánari gögnum um það til Tel Aviv, þar sem keppnin verður haldin, í næstu viku. Það geri vinnuna flóknari að mati Felix að hljómsveitin sé fjölskipuð, með dansara og ýmislegt annað á sviðinu. „Þetta er fjöllistahópur, þetta er ekki bara einn söngvari fremst á sviðinu. Við erum með sviðsmynd, við erum með eld, flókna myndútfærslu og svo náttúrulega alla framleiðsluna og myndvinnsluna sem er unnin af þessum hópi sem er bara gríðarlega spennandi,“ segir Felix.Liðsmenn Hatara sýna sína mýkri hlið á spjalli við Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra og Elizu Reid forsetafrú.RÚVFlytjendur sigurlagsins ekki sjálfkjörnir í lokakeppnina samvæmt reglum keppninnar Sigur Hatara í Söngvakeppninni hefur vakið gríðarlega athygli víðs vegar, ekki síst í Ísrael, þar sem hljómsveitin hefur verið vöruð við því að vera með pólitískar yfirlýsingar. Meðlimir Hatara hafa jú sagt að þeir hafi í hyggju að nota dagskrárvaldið sem fylgi keppnina til þess að gagnrýna stefnu Ísraels í garð Palestínumanna.Í reglum Söngakeppninnar kemur þó nokkuð skýrt fram að textar, ræður eða látbragð/sviðshreyfingar af pólískum toga séu ekki leyfilegar, hvorki í Söngvakeppninni hér heima né í aðalkeppninni. Brot við reglunum geti varðað brottvísun úr keppninni. „Nei, við höfum það ekki. Alls ekki,“ segir Felix aðspurður hvort að RÚV hafi áhyggjur af því að Hatari muni taka upp á einhverju sem geti varðað við reglur keppninnar og kostað brottrekstur úr keppninni. Í reglum Söngvakeppninnar segir einnig að flytjendur sigurlagsins séu ekki sjálfkjörnir fulltrúar Íslands, né aðrir listamenn sem fram komu í atriðinu. Höfundur eða höfundar sigurlagsins skuldbindi sig hins vegar til þátttöku í Eurovision í Tel Aviv. Eftir að úrslit liggja fyrir hefjist ferli þar sem RÚV velji, að höfðu samráði við höfund eða höfunda lagsins, það listafólk sem tekur þátt í Eurovision, að því er segir í reglunum. Þar segir einnig:„Þeir sem verða fyrir valinu samþykkja að hlíta öllum reglum og skilmálum sem RÚV og EBU setja í tengslum viðkeppnina eða fyrirgera rétti sínum til þátttöku ella.“ Með þessum ákvæðum segir Felix að RÚV sé að tryggja sér að það hafi síðasta orðið. „Þetta er formsatriði sem aldrei er fylgt eftir í raun en samt sem áður er nauðsynlegt að hafa í reglunum ef eitthvað slíkt kemur upp á. Ef einhver þarf að taka lokaákvörðun þá erum við sem gerum það hér,“ segir Felix. Þá standi ekki til að setja Hatara einhverjar frekari reglur eða skilmála fyrir þátttöku en nú þegar séu í gildi. „Nei, engin frekari skilyrði. Við vinnum bara mjög náið með þeim og það gengur mjög vel og við ætlum bara að halda því nána samstarfi áfram.“
Eurovision Tengdar fréttir Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15 Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00 „Hreyfingar geta sagt svo miklu meira en orð“ Sólbjört Sigurðardóttir, einn þriggja dansara í atriði Hatara, segir að líkamshreyfingar geti sagt miklu meira en það sem hægt er að færa í orð og því leggja liðsmenn Hatara ríka áherslu á hið sjónræna í atriðinu því danshreyfingarnar eru hluti af frásögninni. Danshreyfingarnar geti ýmist verið í samhljómi við tónlistina og á skjön við hana. 5. mars 2019 09:00 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum Söngvakeppninnar. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. 5. mars 2019 15:15
Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00
„Hreyfingar geta sagt svo miklu meira en orð“ Sólbjört Sigurðardóttir, einn þriggja dansara í atriði Hatara, segir að líkamshreyfingar geti sagt miklu meira en það sem hægt er að færa í orð og því leggja liðsmenn Hatara ríka áherslu á hið sjónræna í atriðinu því danshreyfingarnar eru hluti af frásögninni. Danshreyfingarnar geti ýmist verið í samhljómi við tónlistina og á skjön við hana. 5. mars 2019 09:00