Uber ekki talið ábyrgt vegna banaslyss sjálfkeyrandi bíls Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2019 11:01 Sjálfkeyrandi bíll Uber. Áætlun fyrirtækisins um sjálfkeyrnandi bíla hefur ekki borið barr sitt eftir banaslysið í fyrra. Vísir/Getty Saksóknarar í Arizona telja að farveitan Uber sé ekki ábyrg vegna banaslyss sem átti sér stað í mars í fyrra. Þá ók sjálfkeyrandi bíll fyrirtækisins á gangandi vegfaranda á leið yfir götu. Tilraunir fyrirtækisins með sjálfkeyrandi tækni Þrátt fyrir að saksóknarnir telji fyrirtækið ekki bera lagalega ábyrgð á slysinu vísuðu þeir máli ökumannsins sem sat við stýrið til rannsóknar hjá lögreglu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann gæti átt yfir höfði sér ákæru vegna manndráps af gáleysi. Lögreglan hefur sagt að auðveldlega hefði verið hægt að komast hjá slysinu. Slysið átti sér stað í borginni Tempe þar sem sjálfkeyrandi Volvo XC90-jepplingur var í tilraunaakstri. Rannsókn hefur leitt í ljós að ökumaðurinn sem sat við stýrið og átti að vera tilbúinn að grípa inn í hafi verið að streyma myndefni á símanum sínum rétt áður en bíllinn skall á tæplega fimmtuga konu sem fór yfir götuna. Hún lést af sárum sínum. Tvær samgönguöryggisstofnanir rannsaka ennþá banaslysið. Uber hélt prófunum sínum á sjálfkeyrandi bílum áfram í desember en umfang þeirra en minna en áður en slysið átti sér stað. Bandaríkin Tækni Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Uber slökkti á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíla Sjálfkeyrandi bíll Uber sem varð gangandi konu að bana í Arizona átti í erfiðleikum með að greina hana og neyðarhemlun var óvirk. 24. maí 2018 16:31 Ökumaður sjálfkeyrandi Uber var að streyma þætti rétt fyrir banaslys Lögregla í Arizona telur að hægt hefði verið að komast hjá banaslysi ef ökumaður sjálfkeyrandi Uber-bíls hefði verið með hugann við aksturinn. 22. júní 2018 11:27 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Saksóknarar í Arizona telja að farveitan Uber sé ekki ábyrg vegna banaslyss sem átti sér stað í mars í fyrra. Þá ók sjálfkeyrandi bíll fyrirtækisins á gangandi vegfaranda á leið yfir götu. Tilraunir fyrirtækisins með sjálfkeyrandi tækni Þrátt fyrir að saksóknarnir telji fyrirtækið ekki bera lagalega ábyrgð á slysinu vísuðu þeir máli ökumannsins sem sat við stýrið til rannsóknar hjá lögreglu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hann gæti átt yfir höfði sér ákæru vegna manndráps af gáleysi. Lögreglan hefur sagt að auðveldlega hefði verið hægt að komast hjá slysinu. Slysið átti sér stað í borginni Tempe þar sem sjálfkeyrandi Volvo XC90-jepplingur var í tilraunaakstri. Rannsókn hefur leitt í ljós að ökumaðurinn sem sat við stýrið og átti að vera tilbúinn að grípa inn í hafi verið að streyma myndefni á símanum sínum rétt áður en bíllinn skall á tæplega fimmtuga konu sem fór yfir götuna. Hún lést af sárum sínum. Tvær samgönguöryggisstofnanir rannsaka ennþá banaslysið. Uber hélt prófunum sínum á sjálfkeyrandi bílum áfram í desember en umfang þeirra en minna en áður en slysið átti sér stað.
Bandaríkin Tækni Tengdar fréttir Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25 Uber slökkti á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíla Sjálfkeyrandi bíll Uber sem varð gangandi konu að bana í Arizona átti í erfiðleikum með að greina hana og neyðarhemlun var óvirk. 24. maí 2018 16:31 Ökumaður sjálfkeyrandi Uber var að streyma þætti rétt fyrir banaslys Lögregla í Arizona telur að hægt hefði verið að komast hjá banaslysi ef ökumaður sjálfkeyrandi Uber-bíls hefði verið með hugann við aksturinn. 22. júní 2018 11:27 Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39 Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51 Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Viðskipti innlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Gafst stuttur tími til að bregðast við Lögreglan í Tempeborg í Arizona hefur birt myndband sem sýnir það sjálfkeyrandi bíll, á vegum akstursþjónustunnar Uber, ók á gangandi vegfaranda með þeim afleiðingum að hann lést. 22. mars 2018 06:25
Uber slökkti á neyðarhemlun sjálfkeyrandi bíla Sjálfkeyrandi bíll Uber sem varð gangandi konu að bana í Arizona átti í erfiðleikum með að greina hana og neyðarhemlun var óvirk. 24. maí 2018 16:31
Ökumaður sjálfkeyrandi Uber var að streyma þætti rétt fyrir banaslys Lögregla í Arizona telur að hægt hefði verið að komast hjá banaslysi ef ökumaður sjálfkeyrandi Uber-bíls hefði verið með hugann við aksturinn. 22. júní 2018 11:27
Kona lést þegar hún varð fyrir sjálfkeyrandi bíl Bíllinn var á vegum akstursþjónustunnar Uber. Bílstjóri var undir stýri en sjálfstýringin var í gangi. 19. mars 2018 18:39
Sjálfkeyrandi bílar Uber í basli fyrir banaslysið Tilraunir fyrirtækisins höfðu ekki gengið eftir væntingum og ökumenn þurftu að grípa mun oftar inn í en hjá öðrum fyrirtækjum sem vinna að því að þróa sjálfkeyrandi bíla. 25. mars 2018 07:51
Uber hafði fækkað skynjurum á sjálfkeyrandi bílum fyrir banaslys Aðeins einn leysinemi var á Uber-bíl sem ók á gangandi konu í síðustu viku. Framleiðandi nemanna segir að fleiri þurfi að vera til staðar til að forðast blindbletti. 28. mars 2018 09:56