Félagar í Sjómannafélaginu krefjast nýrra kosninga Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2019 15:53 Jónas, Heiðveig María og Bergur. Stjórn Sjómannafélags Íslands vill nú ná sáttum við Heiðveigu Maríu. Að sögn Bergs Þorkelssonar, sem var sjálfkjörinn formaður Sjómannafélags Íslands á síðasta aðalfundi sem fram fór í desember á síðasta ári, hefur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur verið sent bréf. „Ég get ekki tjáð mig um innihald þess en bréfið er sent til að reyna að ná fram sátt í málinu,“ segir Bergur en í dag var haldinn 18 manna fundur hjá félaginu. Sitjandi formaður SÍ er Jónas Garðarsson en samkvæmt lögum félagsins tekur Bergur við þegar næsti aðalfundur fer fram. Að öllu óbreyttu, en þar um ríkir reyndar nokkur óvissa.Vilja sættast við Heiðveigu Maríu Fundinn sátu stjórn og trúnaðarmannaráð SÍ. Þar var sú staða sem upp er kominn eftir úrskurð Félagsdóms sem meðal annars dæmdi SÍ til hárra sektargreiðslna, brottvikningu Heiðveigar Maríu úr félaginu ólögmæta sem og reglu sem stuðst var við sem hindraði framboð hennar til stjórnar. Þar er um að ræða hina svokölluðu þriggja ára regla sem kveður á um að þeir einir séu kjörgengir í stjórn sem hafa greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár. Þetta segir Félagsdómur að stangist á við lagaákvæði um félagaðild.Bergur hefur verið og er sitjandi gjaldkeri SÍ en mun, að öllu óbreyttu, taka við sem formaður félagsins á næsta aðalfundi. En, það kann að fara á annan veg en menn ætluðu.visir/vilhelmÍ kjölfar niðurstöðu Félagsdóms, í máli Heiðveigar Maríu gegn SÍ, taldi Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar, engum blöðum um það að fletta að dómurinn þýddi að síðasta stjórnarkjör hafi verið kolólöglegt. Bergur segir að á fundinum hafi verið rætt erindi sem tveir félagsmenn undirrituðu og sneri að þessu atriði. Ákveðið var að vísa því erindi til kjörnefndar. Vísir hefur þetta erindi undir höndum en undir það rita Sigurður Þórður Jónsson og Arnar Leó Árnason. Sigurður var varaformannsefni Heiðveigar Maríu Einarsdóttur í fyrirhuguðu framboði til stjórnar, en aldrei kom til þess að sá listi yrði í kjöri. Þar er farið fram á að um málið verði fjallað af hlutlausum aðilum og að nýtt stjórnarkjör fari fram hið fyrsta.Erindi til stjórnar vegna Félagsdóms„Reykjavík 4.mars 2019Berist til stjórnar Sjómannafélag Íslands og eftir atvikum trúnaðarmannaráðs:Við undirritaðir óskum eftir að stjórn taki til umfjöllunar eftirfarandi kröfur okkar og svari þeim jafnframt skriflega að fundi loknum.Sigurður hefur sent erindi til SÍ þar sem hann fer fram á að kosningarnar verði endurteknar.Nú þegar hefur félagið tapað trausti vegna málaferla fyrir Félagsdómi vegna ákvarðanna stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Fjárhagslegt tjón vegna þeirra er einnig verulegt. Því er það ítrekuð ósk undirritaðra að huga að hagsmunum félagsmanna og boða til kosninga hið fyrsta svo að hafið sé yfir allan vafa að stjórn félagsins starfi í umboði félagsmanna sem rétt kjörinn stjórn svo sómi sé af í lýðræðislegu stéttarfélagi.VirðingarfyllstSigurður Þórður Jónsson, félagsmaður SÍArnar Leó Árnason, félagsmaður SÍ“Er verið að fela eitthvað sem ekki þolir dagsljósið? Vísir ræddi við Sigurð, sem var á útstími með Viðey RE 50, en þar er hann kokkur um hvað honum sýndist um þá stöðu sem upp er komin? „Eftir að hafa heyrt í hinum almenna félagsmanni þá kemur niðurstaða Félagsdóms ekkert á óvart nema þá helst hversu mjög afdráttarlaus niðurstaðan var. Það er hins vegar viðbrögð margra þeirra sem sinnt hafa störfum fyrir SÍ í þessu fordæmalausa máli sem fær mann til þess að hugsa hvað þeim gangi til?“ spyr Sigurður.Heiðveig María á skrifstofu SÍ þegar hún lagði lista sinn fram. Hún var seinna rekin úr félaginu. Stjórn vill nú leita leiða til að sættast við hana eftir afdráttarlausan úrskurð Félagsdóms.visir/vilhelmHann segir niðurstöðu Félagsdóms er skýra og mikilvægt sé að úr málinu sé skorið hið fyrsta. „Komið hefur í ljós að stjórnarmenn og þeir sem hafa gengt trúnaðarstörfum fyrir félagið hafa vísvitandi sagt ósatt frá upphafi allt frá því að svokölluð 3ja ára regla var sett inn lög félagsins. Maður hefur spurt sig frá upphafi þessa máls hvað mönnum gangi til með því að ganga mjög hart og markvist fram til að koma í veg fyrir endurnýjun í forystu og trúnaðarstörfum fyrir félagið. Er verið að verja einhverja sérhagsmuni fámenns hóps sem setið hefur of lengi í trúnaðarstörfum SÍ, sem þola illa dagsljósið? Því ef horft er á málið í heild sinni er þá hefur stjórn félagsins ekki gengið fram í þessu máli með hagsmuni almenns félagsmanns í huga, þvert á móti.“Lamað félag með laskaðan trúverðugleika Sigurður segir að eftir sitji félagið með illa laskaðan trúverðugleika almennt. „Þetta er ekki bara skoðun almenns félagsmanns heldur almennings því málið er fordæmalaust og það hefur sýnt sig m.a. með þeim áhuga sem önnur stéttarfélög og ASÍ hafa sýnt málinu.“ Bráðnauðsynlegt sé að endurnýja umboðið. Þá gefur Sigurður ekki mikið fyrir það að erindi þeirra félaga hafi verið vísað til kjörnefndar, því það geti á engan hátt fjallað hlutlægt um þetta mál sé litið til þess hverjir þar sitja; meðal annarra einn sem ritaði bréfið þar sem farið var fram á að Heiðveig yrði rekin úr félaginu og lögmaður SÍ sem varði félagið fyrir Félagsdómi. Heiðveig María var í viðtali í Harmageddon í morgun, þá hafði hún ekkert heyrt frá félaginu en hún á sem sagt von á bréfi. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Stjórn Sjómannafélags Íslands fundar á morgun vegna málsins. 26. febrúar 2019 21:03 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Að sögn Bergs Þorkelssonar, sem var sjálfkjörinn formaður Sjómannafélags Íslands á síðasta aðalfundi sem fram fór í desember á síðasta ári, hefur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur verið sent bréf. „Ég get ekki tjáð mig um innihald þess en bréfið er sent til að reyna að ná fram sátt í málinu,“ segir Bergur en í dag var haldinn 18 manna fundur hjá félaginu. Sitjandi formaður SÍ er Jónas Garðarsson en samkvæmt lögum félagsins tekur Bergur við þegar næsti aðalfundur fer fram. Að öllu óbreyttu, en þar um ríkir reyndar nokkur óvissa.Vilja sættast við Heiðveigu Maríu Fundinn sátu stjórn og trúnaðarmannaráð SÍ. Þar var sú staða sem upp er kominn eftir úrskurð Félagsdóms sem meðal annars dæmdi SÍ til hárra sektargreiðslna, brottvikningu Heiðveigar Maríu úr félaginu ólögmæta sem og reglu sem stuðst var við sem hindraði framboð hennar til stjórnar. Þar er um að ræða hina svokölluðu þriggja ára regla sem kveður á um að þeir einir séu kjörgengir í stjórn sem hafa greitt hafa félagsgjöld í þrjú ár. Þetta segir Félagsdómur að stangist á við lagaákvæði um félagaðild.Bergur hefur verið og er sitjandi gjaldkeri SÍ en mun, að öllu óbreyttu, taka við sem formaður félagsins á næsta aðalfundi. En, það kann að fara á annan veg en menn ætluðu.visir/vilhelmÍ kjölfar niðurstöðu Félagsdóms, í máli Heiðveigar Maríu gegn SÍ, taldi Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar, engum blöðum um það að fletta að dómurinn þýddi að síðasta stjórnarkjör hafi verið kolólöglegt. Bergur segir að á fundinum hafi verið rætt erindi sem tveir félagsmenn undirrituðu og sneri að þessu atriði. Ákveðið var að vísa því erindi til kjörnefndar. Vísir hefur þetta erindi undir höndum en undir það rita Sigurður Þórður Jónsson og Arnar Leó Árnason. Sigurður var varaformannsefni Heiðveigar Maríu Einarsdóttur í fyrirhuguðu framboði til stjórnar, en aldrei kom til þess að sá listi yrði í kjöri. Þar er farið fram á að um málið verði fjallað af hlutlausum aðilum og að nýtt stjórnarkjör fari fram hið fyrsta.Erindi til stjórnar vegna Félagsdóms„Reykjavík 4.mars 2019Berist til stjórnar Sjómannafélag Íslands og eftir atvikum trúnaðarmannaráðs:Við undirritaðir óskum eftir að stjórn taki til umfjöllunar eftirfarandi kröfur okkar og svari þeim jafnframt skriflega að fundi loknum.Sigurður hefur sent erindi til SÍ þar sem hann fer fram á að kosningarnar verði endurteknar.Nú þegar hefur félagið tapað trausti vegna málaferla fyrir Félagsdómi vegna ákvarðanna stjórnar og trúnaðarmannaráðs. Fjárhagslegt tjón vegna þeirra er einnig verulegt. Því er það ítrekuð ósk undirritaðra að huga að hagsmunum félagsmanna og boða til kosninga hið fyrsta svo að hafið sé yfir allan vafa að stjórn félagsins starfi í umboði félagsmanna sem rétt kjörinn stjórn svo sómi sé af í lýðræðislegu stéttarfélagi.VirðingarfyllstSigurður Þórður Jónsson, félagsmaður SÍArnar Leó Árnason, félagsmaður SÍ“Er verið að fela eitthvað sem ekki þolir dagsljósið? Vísir ræddi við Sigurð, sem var á útstími með Viðey RE 50, en þar er hann kokkur um hvað honum sýndist um þá stöðu sem upp er komin? „Eftir að hafa heyrt í hinum almenna félagsmanni þá kemur niðurstaða Félagsdóms ekkert á óvart nema þá helst hversu mjög afdráttarlaus niðurstaðan var. Það er hins vegar viðbrögð margra þeirra sem sinnt hafa störfum fyrir SÍ í þessu fordæmalausa máli sem fær mann til þess að hugsa hvað þeim gangi til?“ spyr Sigurður.Heiðveig María á skrifstofu SÍ þegar hún lagði lista sinn fram. Hún var seinna rekin úr félaginu. Stjórn vill nú leita leiða til að sættast við hana eftir afdráttarlausan úrskurð Félagsdóms.visir/vilhelmHann segir niðurstöðu Félagsdóms er skýra og mikilvægt sé að úr málinu sé skorið hið fyrsta. „Komið hefur í ljós að stjórnarmenn og þeir sem hafa gengt trúnaðarstörfum fyrir félagið hafa vísvitandi sagt ósatt frá upphafi allt frá því að svokölluð 3ja ára regla var sett inn lög félagsins. Maður hefur spurt sig frá upphafi þessa máls hvað mönnum gangi til með því að ganga mjög hart og markvist fram til að koma í veg fyrir endurnýjun í forystu og trúnaðarstörfum fyrir félagið. Er verið að verja einhverja sérhagsmuni fámenns hóps sem setið hefur of lengi í trúnaðarstörfum SÍ, sem þola illa dagsljósið? Því ef horft er á málið í heild sinni er þá hefur stjórn félagsins ekki gengið fram í þessu máli með hagsmuni almenns félagsmanns í huga, þvert á móti.“Lamað félag með laskaðan trúverðugleika Sigurður segir að eftir sitji félagið með illa laskaðan trúverðugleika almennt. „Þetta er ekki bara skoðun almenns félagsmanns heldur almennings því málið er fordæmalaust og það hefur sýnt sig m.a. með þeim áhuga sem önnur stéttarfélög og ASÍ hafa sýnt málinu.“ Bráðnauðsynlegt sé að endurnýja umboðið. Þá gefur Sigurður ekki mikið fyrir það að erindi þeirra félaga hafi verið vísað til kjörnefndar, því það geti á engan hátt fjallað hlutlægt um þetta mál sé litið til þess hverjir þar sitja; meðal annarra einn sem ritaði bréfið þar sem farið var fram á að Heiðveig yrði rekin úr félaginu og lögmaður SÍ sem varði félagið fyrir Félagsdómi. Heiðveig María var í viðtali í Harmageddon í morgun, þá hafði hún ekkert heyrt frá félaginu en hún á sem sagt von á bréfi.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Stjórn Sjómannafélags Íslands fundar á morgun vegna málsins. 26. febrúar 2019 21:03 Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Dómur Heiðveigu í vil kom Bergi „verulega á óvart“ Stjórn Sjómannafélags Íslands fundar á morgun vegna málsins. 26. febrúar 2019 21:03
Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Heiðveig María hrósar sigri í Félagsdómi. 26. febrúar 2019 15:46