Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2019 15:46 Heiðveig og lögaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir hrósuðu sigri í félagsdómi nú rétt í þessu. visir/vilhelm Nú rétt í þessu féll dómur í Félagsdómi í máli Heiðveigar Maríu Einarsdóttur á hendur Sjómannafélagi Íslands. Hún kærði félagið meðal annars fyrir ólögmætan brottrekstur og reglur sem kveða á um að ekki megi bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan félagsins án þess að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár. „Þetta var fullt hús, fullur sigur,“ segir Heiðveig María í stuttu samtali við Vísi. Sjómannafélagið var dæmt til að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að málum þeim sem sneru að framboði Heiðveigar Maríu. Hún hafi ætlað sér að bjóða sig fram til formanns félagsins en það endaði með því að hún var rekin úr félaginu. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið eins og sjá má hér neðar, í tengdum fréttum.Hér getur að líta niðurstöðuna í dómi Félagsdóms, sem var fjölskipaður.„Dómurinn er staðfesting á því að forysta stéttarfélaga getur ekki takmarkað réttindi félagsmanna til að gagnrýna forystuna né að bjóða sig fram til forystu í stéttarfélagi. Slíkar takmarkanir eru ólýðræðislegar og ólöglegar,“ segir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar Maríu, í samtali við Vísi.Félagið hljóti að boða til nýrra kosninga Hún segir að það hafi verið skýr ásetningur Sjómannafélags Íslands að fella úr gildi réttindi Heiðveigar með því að víkja henni úr félaginu og takmarka kjörgengi með lagabreytingu og það er tilefni til þess að sekta félagið fyrir slíka háttsemi.Bergur Þorkelsson er sjálfskipaður formaður SÍ en hann hefur verið gjaldkeri félagsins.skjáskot kastljós„Dómurinn tekur nokkuð sterkt til orða varðandi hátterni stjórnarmanna og trúnaðarmannaráðs og verður fordæmisgefandi til framtíðar hvað varðar réttinn til að vera í stéttarfélagi og að tjáningarfrelsi sé virt.“ Heiðveig María telur víst að síðasta stjórnarkjör, sem fram fór á aðalfundi sem haldinn var í desember á síðasta ári, þar sem Bergur Þorkelsson áður gjaldkeri félagsins var kjörinn formaður, sé ógilt. En, hún gerir sér ekki alveg grein fyrir því hver næstu skref verða. Það sé í raun félagsins að bregðast við þeirri stöðu sem nú er upp komin. Kolbrún segir að það hljóti að vera, að stjórnarkjörið sé ómark. „Félagið hlýtur að boða til nýrra kosninga í ljósi þessarar stöðu.“ Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38 Samþykktu sinn lista en dæmdu mótframboðið ólöglegt A-listi til stjórnar Sjómannafélags Íslands fyrirliggjandi. 21. nóvember 2018 11:28 Heiðveig vann áfangasigur gegn Sjómannafélaginu í Félagsdómi Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. 21. desember 2018 19:30 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Framboð Heiðvegar metið ólögmætt Framboðslisti núverandi stjórnar Sjómannasambandsins er því sjálfkjörið til stjórnar félagsins. 20. nóvember 2018 20:07 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Sjá meira
Nú rétt í þessu féll dómur í Félagsdómi í máli Heiðveigar Maríu Einarsdóttur á hendur Sjómannafélagi Íslands. Hún kærði félagið meðal annars fyrir ólögmætan brottrekstur og reglur sem kveða á um að ekki megi bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan félagsins án þess að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár. „Þetta var fullt hús, fullur sigur,“ segir Heiðveig María í stuttu samtali við Vísi. Sjómannafélagið var dæmt til að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að málum þeim sem sneru að framboði Heiðveigar Maríu. Hún hafi ætlað sér að bjóða sig fram til formanns félagsins en það endaði með því að hún var rekin úr félaginu. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið eins og sjá má hér neðar, í tengdum fréttum.Hér getur að líta niðurstöðuna í dómi Félagsdóms, sem var fjölskipaður.„Dómurinn er staðfesting á því að forysta stéttarfélaga getur ekki takmarkað réttindi félagsmanna til að gagnrýna forystuna né að bjóða sig fram til forystu í stéttarfélagi. Slíkar takmarkanir eru ólýðræðislegar og ólöglegar,“ segir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar Maríu, í samtali við Vísi.Félagið hljóti að boða til nýrra kosninga Hún segir að það hafi verið skýr ásetningur Sjómannafélags Íslands að fella úr gildi réttindi Heiðveigar með því að víkja henni úr félaginu og takmarka kjörgengi með lagabreytingu og það er tilefni til þess að sekta félagið fyrir slíka háttsemi.Bergur Þorkelsson er sjálfskipaður formaður SÍ en hann hefur verið gjaldkeri félagsins.skjáskot kastljós„Dómurinn tekur nokkuð sterkt til orða varðandi hátterni stjórnarmanna og trúnaðarmannaráðs og verður fordæmisgefandi til framtíðar hvað varðar réttinn til að vera í stéttarfélagi og að tjáningarfrelsi sé virt.“ Heiðveig María telur víst að síðasta stjórnarkjör, sem fram fór á aðalfundi sem haldinn var í desember á síðasta ári, þar sem Bergur Þorkelsson áður gjaldkeri félagsins var kjörinn formaður, sé ógilt. En, hún gerir sér ekki alveg grein fyrir því hver næstu skref verða. Það sé í raun félagsins að bregðast við þeirri stöðu sem nú er upp komin. Kolbrún segir að það hljóti að vera, að stjórnarkjörið sé ómark. „Félagið hlýtur að boða til nýrra kosninga í ljósi þessarar stöðu.“
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38 Samþykktu sinn lista en dæmdu mótframboðið ólöglegt A-listi til stjórnar Sjómannafélags Íslands fyrirliggjandi. 21. nóvember 2018 11:28 Heiðveig vann áfangasigur gegn Sjómannafélaginu í Félagsdómi Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. 21. desember 2018 19:30 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Framboð Heiðvegar metið ólögmætt Framboðslisti núverandi stjórnar Sjómannasambandsins er því sjálfkjörið til stjórnar félagsins. 20. nóvember 2018 20:07 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Sjá meira
Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38
Samþykktu sinn lista en dæmdu mótframboðið ólöglegt A-listi til stjórnar Sjómannafélags Íslands fyrirliggjandi. 21. nóvember 2018 11:28
Heiðveig vann áfangasigur gegn Sjómannafélaginu í Félagsdómi Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. 21. desember 2018 19:30
Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59
Framboð Heiðvegar metið ólögmætt Framboðslisti núverandi stjórnar Sjómannasambandsins er því sjálfkjörið til stjórnar félagsins. 20. nóvember 2018 20:07