Vill hámarkshraða á blandaða stíga á Seltjarnarnesi Andri Eysteinsson skrifar 6. mars 2019 19:15 Karl Pétur ætlar að leggja fram tillögu um hámarkshraða á stígum á Seltjarnarnesi Vísir/Vilhelm/Aðsend Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga í sveitarfélaginu. Ástæðan er árekstur gangandi vegfaranda og hjólreiðamanns í síðustu viku. Karl greinir frá þessum áformum sínum á Facebook hópnum Íbúar á Seltjarnarnesi. Karl segir í færslunni að hjólreiðamaður á „keppnishjóli“ hafi komið aftan að miðaldra manni á göngu og hafi hjólað beint aftan á manninn á miklum hraða, yfir 30km/h. „Þetta voru tveir herramenn á miðjum aldri að ganga eftir stígnum, þar kemur hjólreiðamaður á hraðanum 30 km/h, hann hjólar niður annan manninn sem þurfti að leita á bráðamóttöku. Hann kærði málið til lögreglu sem líkamsárás og lögregla tók við ákærunni“ sagði Karl Pétur í samtali við Vísi.Karl Pétur Jónsson.Mynd/AðsendKominn tími til að gera eitthvað í málinu Áreksturinn varð á göngustíg milli Gróttuvita og golfvallar Nesklúbbsins, stígurinn liggur á vinsælu útivistarsvæði og er oft á tíðum fjölmennt á svæðinu ef vel viðrar en Karl segir stíginn vera of mjóan til þess að bera bæði göngufólk og keppnishjólreiðar. Áætlað er að leggja tvöfalda hjólabraut með fram stígnum en Karl segir að burtséð frá því þurfi að grípa til aðgerða. „Það hafa orðið atvik með reglubundnu millibili og það er kominn tími til að gera eitthvað í þessu.“ sagði Karl og bætti við að svæðið væri mikið sótt af Seltirningum , Reykvíkingum og ferðamönnum, því geti verið fjölmennt á þröngum stígum. „Það er í raun enginn almennilega ánægður með stöðuna, hjólreiðamönnum hefur fjölgað mjög mikið og það þarf að setja einhverjar leikreglur upp,“ sagði Karl.Ekki verið að finna upp hjólið Hugmyndir um hámarkshraða á göngustígum eru að sögn Karls ekki nýjar af nálinni og ljóst að ekki er verið að finna upp hjólið. Karl bendir á Garðabæ sem hefur sett á hámarkshraðann 15 kílómetra á klukkustund á stígum. Karl áætlar að leggja tillöguna fram á næsta bæjarstjórnarfundi sem fram fer næsta miðvikudag, 13. mars.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð. Samgöngur Seltjarnarnes Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Hámarkshraði á göngustígum gæti litið dagsins ljós á Seltjarnarnes en Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og oddviti Viðreisnar/Neslista, hyggst leggja fram tillögu til bæjarstjórnar þess efnis að hámarkshraði verði settur á stíga í sveitarfélaginu. Ástæðan er árekstur gangandi vegfaranda og hjólreiðamanns í síðustu viku. Karl greinir frá þessum áformum sínum á Facebook hópnum Íbúar á Seltjarnarnesi. Karl segir í færslunni að hjólreiðamaður á „keppnishjóli“ hafi komið aftan að miðaldra manni á göngu og hafi hjólað beint aftan á manninn á miklum hraða, yfir 30km/h. „Þetta voru tveir herramenn á miðjum aldri að ganga eftir stígnum, þar kemur hjólreiðamaður á hraðanum 30 km/h, hann hjólar niður annan manninn sem þurfti að leita á bráðamóttöku. Hann kærði málið til lögreglu sem líkamsárás og lögregla tók við ákærunni“ sagði Karl Pétur í samtali við Vísi.Karl Pétur Jónsson.Mynd/AðsendKominn tími til að gera eitthvað í málinu Áreksturinn varð á göngustíg milli Gróttuvita og golfvallar Nesklúbbsins, stígurinn liggur á vinsælu útivistarsvæði og er oft á tíðum fjölmennt á svæðinu ef vel viðrar en Karl segir stíginn vera of mjóan til þess að bera bæði göngufólk og keppnishjólreiðar. Áætlað er að leggja tvöfalda hjólabraut með fram stígnum en Karl segir að burtséð frá því þurfi að grípa til aðgerða. „Það hafa orðið atvik með reglubundnu millibili og það er kominn tími til að gera eitthvað í þessu.“ sagði Karl og bætti við að svæðið væri mikið sótt af Seltirningum , Reykvíkingum og ferðamönnum, því geti verið fjölmennt á þröngum stígum. „Það er í raun enginn almennilega ánægður með stöðuna, hjólreiðamönnum hefur fjölgað mjög mikið og það þarf að setja einhverjar leikreglur upp,“ sagði Karl.Ekki verið að finna upp hjólið Hugmyndir um hámarkshraða á göngustígum eru að sögn Karls ekki nýjar af nálinni og ljóst að ekki er verið að finna upp hjólið. Karl bendir á Garðabæ sem hefur sett á hámarkshraðann 15 kílómetra á klukkustund á stígum. Karl áætlar að leggja tillöguna fram á næsta bæjarstjórnarfundi sem fram fer næsta miðvikudag, 13. mars.Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið uppfærð.
Samgöngur Seltjarnarnes Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira