Vakta tugi einstaklinga vegna gruns um mislinga Sveinn Arnarsson skrifar 7. mars 2019 06:00 Margir vilja klára bólusetningu barna sinna sem fyrst. Ólíklegt þykir að birgðir klárist áður en nýr skammtur kemur til landsins. FBL/Ernir Engin ný mislingasmit komu fram í gær en sóttvarnalæknir segir þó að heilbrigðisyfirvöld vakti tugi einstaklinga sem gætu hafa smitast af mislingum á síðustu dögum. Bóluefni gegn mislingum munu að öllum líkindum ekki klárast hér á landi áður en ný sending kemur til landsins. Mikið var hringt í síma læknavaktarinnar í gær og voru einstaklingar mest að spyrjast fyrir og fá upplýsingar. Ekki fundust ný smit við vitjanir í gær. „Við erum að vakta nokkra tugi einstaklinga, bæði í höfuðborginni og á Austurlandi, sem talið er að geti hafa smitast af mislingum. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort einhverjir þeirra séu smitaðir,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Það er hins vegar búið að vera nóg að gera á Læknavaktinni í símsvörun þar sem upplýsingar hafa verið veittar í gegnum síma.“ Ekki er heiglum hent að finna út hvort fullorðnir einstaklingar hér á landi séu yfirleitt bólusettir fyrir mislingum. Rafræn skráning bólusetninga hófst ekki fyrr en fyrir nokkrum árum og því þurfa fullorðnir einstak lingar að líta í bólusetningaskrá sína hjá annaðhvort gamla grunnskólanum sínum, gömlu heilsugæslunni sinni eða þá að leita til foreldra sinna. Þær upplýsingar fengust þó í gær hjá Læknavaktinni að ef vafi leiki á því hvort einstaklingar séu bólusettir er óhætt að láta bólusetja sig á nýjan leik við mislingum. Nýsmit mislinga gætu komið fram á næstu tíu dögum. Þó ekkert nýtt smit haf i greinst í gær er ekki loku fyrir það skotið að ný smit komi upp á næstu dögum. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, segir daginn hafa verið tíðindalítinn á spítalanum hvað varðar mislinga. „Spítalinn er svo sem bara hér við að taka við smituðum sjúklingum og þunginn færist því aðeins yfir á heilsugæslu og Læknavakt svona fyrst um sinn,“ segir Jón Magnús. „Samkvæmt eðli mislinganna þá vorum við nú nokkuð viss um að ný smit kæmu ekki inn alveg í dag heldur gætum við þurft að bíða í einhverja daga eftir því ef einhver hefur smitast.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Engin ný mislingasmit komu fram í gær en sóttvarnalæknir segir þó að heilbrigðisyfirvöld vakti tugi einstaklinga sem gætu hafa smitast af mislingum á síðustu dögum. Bóluefni gegn mislingum munu að öllum líkindum ekki klárast hér á landi áður en ný sending kemur til landsins. Mikið var hringt í síma læknavaktarinnar í gær og voru einstaklingar mest að spyrjast fyrir og fá upplýsingar. Ekki fundust ný smit við vitjanir í gær. „Við erum að vakta nokkra tugi einstaklinga, bæði í höfuðborginni og á Austurlandi, sem talið er að geti hafa smitast af mislingum. Tíminn verður svo að leiða í ljós hvort einhverjir þeirra séu smitaðir,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Það er hins vegar búið að vera nóg að gera á Læknavaktinni í símsvörun þar sem upplýsingar hafa verið veittar í gegnum síma.“ Ekki er heiglum hent að finna út hvort fullorðnir einstaklingar hér á landi séu yfirleitt bólusettir fyrir mislingum. Rafræn skráning bólusetninga hófst ekki fyrr en fyrir nokkrum árum og því þurfa fullorðnir einstak lingar að líta í bólusetningaskrá sína hjá annaðhvort gamla grunnskólanum sínum, gömlu heilsugæslunni sinni eða þá að leita til foreldra sinna. Þær upplýsingar fengust þó í gær hjá Læknavaktinni að ef vafi leiki á því hvort einstaklingar séu bólusettir er óhætt að láta bólusetja sig á nýjan leik við mislingum. Nýsmit mislinga gætu komið fram á næstu tíu dögum. Þó ekkert nýtt smit haf i greinst í gær er ekki loku fyrir það skotið að ný smit komi upp á næstu dögum. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðadeildar Landspítalans, segir daginn hafa verið tíðindalítinn á spítalanum hvað varðar mislinga. „Spítalinn er svo sem bara hér við að taka við smituðum sjúklingum og þunginn færist því aðeins yfir á heilsugæslu og Læknavakt svona fyrst um sinn,“ segir Jón Magnús. „Samkvæmt eðli mislinganna þá vorum við nú nokkuð viss um að ný smit kæmu ekki inn alveg í dag heldur gætum við þurft að bíða í einhverja daga eftir því ef einhver hefur smitast.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira