Segir að gjaldþrot WOW air yrði viðbótarsjokk á slæmu ári í ferðaþjónustunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2019 11:00 Ferðamenn við einn fjölfarnasta ferðamannastað landsins, Gullfoss, síðasta sumar. vísir/vilhelm Steinn Logi Björnsson, sem starfaði í áratugi hjá Icelandair og þekkir því vel til í ferðaþjónustu- og flugbransanum, segir það blasa við að þetta ár verði slæmt fyrir ferðaþjónustuna, burtséð frá því hvort að flugfélagið WOW air fari á hausinn eða ekki. Þar spili bæði inn í að ferðamönnum er tekið að fækka og að flest ferðaþjónustufyrirtæki séu rekin með „bullandi tapi.“ Stærsta ástæðan vegna þess sé mjög hár launakostnaður og því kunni það ekki góðri lukku að stýra ef launakostnaður eykst enn frekar. Þetta kom fram í viðtali við Stein Loga í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun þar sem hann ræddi horfur í ferðaþjónustunni og þá erfiðu stöðu sem blasir við WOW.„Þetta lítur greinilega ekki vel út“ Steinn Logi sagði gífurlega óvissu um framtíð flugfélagsins en auðvitað voni hann að samningaviðræður Skúla Mogensen, eiganda og forstjóra WOW air, við Indigo Partners skili árangri. „Hann er ótrúlega þrautseigur og ef einhver getur það þá getur hann það. Þetta lítur greinilega ekki vel út og er dálítið erfitt, það er alveg greinilegt, miðað við fréttir og annað en maður vonar að hann hangi á þessu,“ sagði Steinn Logi. Aðspurður hvaða áhrif það hefði ef illa færi sagði hann að það hefði gríðarleg áhrif, sérstaklega til skamms tíma, þar sem það tæki önnur flugfélög á markaðnum, eins og til dæmis Icelandair tíma að stíga inn í og auka sætaframboðið ef eftirspurnin helst sú sama. Þá verði gjaldþrot WOW air áfall ofan á það sem þegar er byrjað, það er fækkun ferðamanna.Steinn Logi Björnsson.Mesta fækkunin í mánuði frá því Eyjafjallajökull gaus „Menn gleyma því að í febrúar var 6,9 prósent fækkun ferðamanna til Íslands,“ sagði Steinn Logi en um mestu fækkun í einum mánuði er að ræða síðan strax eftir að Eyjafjallajökull byrjaði að gjósa árið 2010. „Og líka bara þar áður 11. september 2001. Það hefur ekkert svona gerst og þetta er byrjað og menn verða að átta sig á þessu. Þetta eru 6,9 prósent sem er töluvert og það má líka kannski segja að þetta eru ekki nema 6,9 prósent því sætaframboðið og traffíkin um Keflavíkurflugvöll er miklu meira niður,“ sagði Steinn Logi. Spurður út í það hversu mikið WOW air ætti í þessum 6,9 prósentum sagði Steinn Logi að það hlyti að vera mikið þar sem sætaframboð félagsins hefur minnkað mikið þó að hafi komið honum á óvart að sætanýting WOW í febrúar hafi verið 84 prósent.Wow air hefur ekki greitt mótframlagsgreiðslur í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði.Vísir/VilhelmFlest ferðaþjónustufyrirtæki rekin með tapi Varðandi það að við blasi að árið 2019 verði ekki gott í ferðaþjónustunni burtséð frá WOW air sagði Steinn Logi fólk ekki átta sig á því að ferðaþjónustufyrirtæki eru rekin með tapi. „Þetta ár verður ekki gott ár í ferðaþjónustunni. […] Það blasir við burtséð frá því hvað verður um WOW, WOW verður bara viðbótarsjokk. Það sem fólk áttar sig ekki á, menn horfa svolítið á fjölda ferðamanna alltaf og halda að þar með séu tekjurnar og hagnaðurinn svo mikill, en staðreyndin er sú og menn átta sig almennt ekki á að mjög stór hluti af ferðaþjónustunni er rekinn með bullandi tapi í dag og stærsta ástæðan fyrir því er mjög hár launakostnaður.“ Þegar það verði síðan samdráttur og nýtingin minnkar þá hækkar kostnaðurinn fyrir hverja framleidda einingu mjög mikið. Þá hækkar launakostnaðurinn einnig og þar með eykst tapið að sögn Steins Loga. Hann segist telja að þau séu ekki mörg ferðaþjónustufyrirtækin sem séu rekin með hagnaði í dag þar sem flest rútufyrirtæki, bílaleigur og hótel og gistiheimili úti á landi séu rekin með tapi. „Þetta er bara staðreynd og ef launakostnaðurinn á að aukast ofan á þetta, það kann ekki góðri lukku að stýra.“Hlusta má á viðtalið við Stein Loga í heild sinni hér. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira
Steinn Logi Björnsson, sem starfaði í áratugi hjá Icelandair og þekkir því vel til í ferðaþjónustu- og flugbransanum, segir það blasa við að þetta ár verði slæmt fyrir ferðaþjónustuna, burtséð frá því hvort að flugfélagið WOW air fari á hausinn eða ekki. Þar spili bæði inn í að ferðamönnum er tekið að fækka og að flest ferðaþjónustufyrirtæki séu rekin með „bullandi tapi.“ Stærsta ástæðan vegna þess sé mjög hár launakostnaður og því kunni það ekki góðri lukku að stýra ef launakostnaður eykst enn frekar. Þetta kom fram í viðtali við Stein Loga í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun þar sem hann ræddi horfur í ferðaþjónustunni og þá erfiðu stöðu sem blasir við WOW.„Þetta lítur greinilega ekki vel út“ Steinn Logi sagði gífurlega óvissu um framtíð flugfélagsins en auðvitað voni hann að samningaviðræður Skúla Mogensen, eiganda og forstjóra WOW air, við Indigo Partners skili árangri. „Hann er ótrúlega þrautseigur og ef einhver getur það þá getur hann það. Þetta lítur greinilega ekki vel út og er dálítið erfitt, það er alveg greinilegt, miðað við fréttir og annað en maður vonar að hann hangi á þessu,“ sagði Steinn Logi. Aðspurður hvaða áhrif það hefði ef illa færi sagði hann að það hefði gríðarleg áhrif, sérstaklega til skamms tíma, þar sem það tæki önnur flugfélög á markaðnum, eins og til dæmis Icelandair tíma að stíga inn í og auka sætaframboðið ef eftirspurnin helst sú sama. Þá verði gjaldþrot WOW air áfall ofan á það sem þegar er byrjað, það er fækkun ferðamanna.Steinn Logi Björnsson.Mesta fækkunin í mánuði frá því Eyjafjallajökull gaus „Menn gleyma því að í febrúar var 6,9 prósent fækkun ferðamanna til Íslands,“ sagði Steinn Logi en um mestu fækkun í einum mánuði er að ræða síðan strax eftir að Eyjafjallajökull byrjaði að gjósa árið 2010. „Og líka bara þar áður 11. september 2001. Það hefur ekkert svona gerst og þetta er byrjað og menn verða að átta sig á þessu. Þetta eru 6,9 prósent sem er töluvert og það má líka kannski segja að þetta eru ekki nema 6,9 prósent því sætaframboðið og traffíkin um Keflavíkurflugvöll er miklu meira niður,“ sagði Steinn Logi. Spurður út í það hversu mikið WOW air ætti í þessum 6,9 prósentum sagði Steinn Logi að það hlyti að vera mikið þar sem sætaframboð félagsins hefur minnkað mikið þó að hafi komið honum á óvart að sætanýting WOW í febrúar hafi verið 84 prósent.Wow air hefur ekki greitt mótframlagsgreiðslur í lífeyris- og séreignarsparnað síðustu þrjá mánuði.Vísir/VilhelmFlest ferðaþjónustufyrirtæki rekin með tapi Varðandi það að við blasi að árið 2019 verði ekki gott í ferðaþjónustunni burtséð frá WOW air sagði Steinn Logi fólk ekki átta sig á því að ferðaþjónustufyrirtæki eru rekin með tapi. „Þetta ár verður ekki gott ár í ferðaþjónustunni. […] Það blasir við burtséð frá því hvað verður um WOW, WOW verður bara viðbótarsjokk. Það sem fólk áttar sig ekki á, menn horfa svolítið á fjölda ferðamanna alltaf og halda að þar með séu tekjurnar og hagnaðurinn svo mikill, en staðreyndin er sú og menn átta sig almennt ekki á að mjög stór hluti af ferðaþjónustunni er rekinn með bullandi tapi í dag og stærsta ástæðan fyrir því er mjög hár launakostnaður.“ Þegar það verði síðan samdráttur og nýtingin minnkar þá hækkar kostnaðurinn fyrir hverja framleidda einingu mjög mikið. Þá hækkar launakostnaðurinn einnig og þar með eykst tapið að sögn Steins Loga. Hann segist telja að þau séu ekki mörg ferðaþjónustufyrirtækin sem séu rekin með hagnaði í dag þar sem flest rútufyrirtæki, bílaleigur og hótel og gistiheimili úti á landi séu rekin með tapi. „Þetta er bara staðreynd og ef launakostnaðurinn á að aukast ofan á þetta, það kann ekki góðri lukku að stýra.“Hlusta má á viðtalið við Stein Loga í heild sinni hér.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Sjá meira