Fjórir gert tilraun til að skaða sig í fangaklefa frá áramótum: „Þá er bara allt notað til að reyna skaða sig“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. mars 2019 19:00 Frá áramótum hafa fjórir einstaklingar gert tilraun til að skaða sig í fangaklefum lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu. Lögreglustjórinn segir fangaverði stundum neyðast til að afklæða fólk í annarlegu ástandi þar sem það noti fötin til að reyna að stytta sér aldur. Unnið sé að úrbótum. Umboðsmaður Alþingis hefur að undanförnu unnið að athugun á verklagi lögreglu í tilvikum þegar menn eru vistaðir í fangageymslu lögreglu og eru taldir í sjálfsvígshættu. Í svarbréfi ríkislögreglustjóra til umboðsmanns Alþingis frá því í janúar kemur fram að ríkislögreglustjóri leggi fyrir lögreglustjóra að einstaklingum í sjálfsvígshættu beri að færa án tafar undir læknishendur á heilbrigðisstofnun.vísir/ernirSigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir að raunin sé því miður önnur. Fólk í sjálfsvígshættu gisti reglulega fangageymslur og hafa fjórir gert tilraun til að skaða sig í fangaklefa lögreglunnar frá áramótum. Þetta fólk geti verið með geðrænan vanda og sé oftast einnig undir áhrifum vímuefna. „Og þau eru þá ekki í ástandi til að vera tekin inn í meðferð á geðdeild en hafa jafnvel reynt sjálfsvíg eða hættuleg sjálfum sér og öðrum þannig að það fólk getur verið í klefa hjá okkur á meðan vesta víman er að fara af þeim,“ segir Sigríður Björk. Enda séu engin önnur úrræði í boði. Í fyrrnefndu bréfi ríkislögreglustjóra kemur fram að það geti ekki talist réttlætanlegt að einstaklingar í sjálfsvígshættu eða af öðrum tilefnum séu látnir dveljast klæðalausir í fangageymslum en að sögn Sigríðar Bjarkar kemur fyrir að fangaverðir neyðist til að afklæða fólk. „Þá er bara allt notað til að reyna skaða sig. Fatnaður, teygjur úr nærfötum eða hvað sem er og þess vegna lendum við í því að þurfa að fjarlægja allt,“ segir Sigríður Björk. Hún segir að þetta snúist um mannvirðingu og því sé unnið sé að því að finna lausn á vandanum. Síðustu vikur hefur lögreglan verið í viðræðum við Landspítalann vegna málsins. Þá er dómsmálaráðuneytið einnig með málið til skoðunar. „Eitt af því er að velta fyrir sér hvort það sé til einhvers konar pappírsfatnaður sem myndi rifna við átak,“ segir Sigríður Björk. Þá sé einnig verið að skoða hvort hægt sé að fá heilbrigðisstarfsmann til lögreglunnar sem myndi sinna eftirliti með þessu fólki. Auk þess kemur til greina að stofna úrræði fyrir fólk í þessari stöðu á spítalanum sem lögreglan hefði umsjón með. Fangelsismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Frá áramótum hafa fjórir einstaklingar gert tilraun til að skaða sig í fangaklefum lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu. Lögreglustjórinn segir fangaverði stundum neyðast til að afklæða fólk í annarlegu ástandi þar sem það noti fötin til að reyna að stytta sér aldur. Unnið sé að úrbótum. Umboðsmaður Alþingis hefur að undanförnu unnið að athugun á verklagi lögreglu í tilvikum þegar menn eru vistaðir í fangageymslu lögreglu og eru taldir í sjálfsvígshættu. Í svarbréfi ríkislögreglustjóra til umboðsmanns Alþingis frá því í janúar kemur fram að ríkislögreglustjóri leggi fyrir lögreglustjóra að einstaklingum í sjálfsvígshættu beri að færa án tafar undir læknishendur á heilbrigðisstofnun.vísir/ernirSigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, segir að raunin sé því miður önnur. Fólk í sjálfsvígshættu gisti reglulega fangageymslur og hafa fjórir gert tilraun til að skaða sig í fangaklefa lögreglunnar frá áramótum. Þetta fólk geti verið með geðrænan vanda og sé oftast einnig undir áhrifum vímuefna. „Og þau eru þá ekki í ástandi til að vera tekin inn í meðferð á geðdeild en hafa jafnvel reynt sjálfsvíg eða hættuleg sjálfum sér og öðrum þannig að það fólk getur verið í klefa hjá okkur á meðan vesta víman er að fara af þeim,“ segir Sigríður Björk. Enda séu engin önnur úrræði í boði. Í fyrrnefndu bréfi ríkislögreglustjóra kemur fram að það geti ekki talist réttlætanlegt að einstaklingar í sjálfsvígshættu eða af öðrum tilefnum séu látnir dveljast klæðalausir í fangageymslum en að sögn Sigríðar Bjarkar kemur fyrir að fangaverðir neyðist til að afklæða fólk. „Þá er bara allt notað til að reyna skaða sig. Fatnaður, teygjur úr nærfötum eða hvað sem er og þess vegna lendum við í því að þurfa að fjarlægja allt,“ segir Sigríður Björk. Hún segir að þetta snúist um mannvirðingu og því sé unnið sé að því að finna lausn á vandanum. Síðustu vikur hefur lögreglan verið í viðræðum við Landspítalann vegna málsins. Þá er dómsmálaráðuneytið einnig með málið til skoðunar. „Eitt af því er að velta fyrir sér hvort það sé til einhvers konar pappírsfatnaður sem myndi rifna við átak,“ segir Sigríður Björk. Þá sé einnig verið að skoða hvort hægt sé að fá heilbrigðisstarfsmann til lögreglunnar sem myndi sinna eftirliti með þessu fólki. Auk þess kemur til greina að stofna úrræði fyrir fólk í þessari stöðu á spítalanum sem lögreglan hefði umsjón með.
Fangelsismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira