"Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2019 09:06 Sólveig Anna Jónsdóttir. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár og að Ísland sé orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Þá sé ekki tímabært að segja nokkuð til um það hvort Efling dragi úr kröfum sínum í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins, fyrst sé verkfall á dagskrá. Þetta kom fram í máli Sólveigar Önnu í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, hefur haldið því fram að á síðustu fimm árum hafi laun Eflingarfólks hækkað um 75 prósent í evrum talið. Þá sé Ísland nú orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Sólveig Anna gaf afar lítið fyrir þessar fullyrðingar Kristófers. „Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi? Og hingað kemur fólk sem hefur sannarlega efni á að koma hérna, fólk sem hefur væntanlega mjög mikið á milli handanna. Staðreyndin er sú að hótelþerna sem vinnur baki brotnu við að þrífa, hún er kannski með 330 til 340 þúsund krónur útborgaðar og inni í þeirri upphæð eru mögulega helgarvaktir,“ sagði Sólveig Anna. „Ég veit ekki einu sinni hvað er hægt að segja við svona rökum. Ég veit ekki hvað er hægt að segja við menn sem halda því bara statt og stöðugt fram að í samfélagi, þar sem húsaleiga étur upp miklu, miklu meira en helming af ráðstöfunartekjum lágtekjuhópanna, að það sé ekki hægt að breyta neinu.“ Innt eftir því hvort Efling hygðist bakka eitthvað með kröfur sínar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins sagði Sólveig Anna ekki tímabært að segja neitt til um það. „Við erum náttúrulega akkúrat núna í þessum aðgerðum, viðræðum hefur verið slitið. En auðvitað kemur að því að við semjum, auðvitað kemur að því að við komum aftur að samningaborðinu. Við bara sjáum hvað gerist þegar sú stund rennur upp.“Biðst ekki afsökunar á að hafa fagnað verkfallinu Verkfall hótelþerna í Eflingu hefst klukkan tíu í dag og mun standa til miðnættis. Það varð ekki endanlega ljóst fyrr en dómur Félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunarinnar lá fyrir eftir hádegi í gær. Sólveig Anna hefur sagst hlakka mikið til verkfallsins, og verið gagnrýnd fyrir þá afstöðu sína í kjölfarið. Hún svaraði fyrir sig í gær en kom einnig inn á málið í morgun. „Þegar ég lét þessi orð falla var ég engu að síður jafnframt að endurspegla þau viðbrögð og þau orð sem þær konur, sem ég hef hitt og talað við, hafa sannarlega látið falla og þær tilfinningar sem þær hafa með mjög skýrum hætti látið í ljós,“ sagði Sólveig Anna. „Ég veit það ekki, það er kannski ekki í boði fyrir láglaunakonur á Íslandi að gleðjast yfir því að fá loksins tækifæri á að sýna fram á grundvallarmikilvægi sitt. En þá er það bara enn ein sönnunin á því hvað við erum á ömurlega erfiðum og sorglegum stað.“Viðtalið við Sólveigu Önnu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00 Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár og að Ísland sé orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Þá sé ekki tímabært að segja nokkuð til um það hvort Efling dragi úr kröfum sínum í samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins, fyrst sé verkfall á dagskrá. Þetta kom fram í máli Sólveigar Önnu í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kristófer Oliversson, framkvæmdastjóri Centerhotels og formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, hefur haldið því fram að á síðustu fimm árum hafi laun Eflingarfólks hækkað um 75 prósent í evrum talið. Þá sé Ísland nú orðinn dýrasti áfangastaður í heimi. Sólveig Anna gaf afar lítið fyrir þessar fullyrðingar Kristófers. „Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi? Og hingað kemur fólk sem hefur sannarlega efni á að koma hérna, fólk sem hefur væntanlega mjög mikið á milli handanna. Staðreyndin er sú að hótelþerna sem vinnur baki brotnu við að þrífa, hún er kannski með 330 til 340 þúsund krónur útborgaðar og inni í þeirri upphæð eru mögulega helgarvaktir,“ sagði Sólveig Anna. „Ég veit ekki einu sinni hvað er hægt að segja við svona rökum. Ég veit ekki hvað er hægt að segja við menn sem halda því bara statt og stöðugt fram að í samfélagi, þar sem húsaleiga étur upp miklu, miklu meira en helming af ráðstöfunartekjum lágtekjuhópanna, að það sé ekki hægt að breyta neinu.“ Innt eftir því hvort Efling hygðist bakka eitthvað með kröfur sínar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins sagði Sólveig Anna ekki tímabært að segja neitt til um það. „Við erum náttúrulega akkúrat núna í þessum aðgerðum, viðræðum hefur verið slitið. En auðvitað kemur að því að við semjum, auðvitað kemur að því að við komum aftur að samningaborðinu. Við bara sjáum hvað gerist þegar sú stund rennur upp.“Biðst ekki afsökunar á að hafa fagnað verkfallinu Verkfall hótelþerna í Eflingu hefst klukkan tíu í dag og mun standa til miðnættis. Það varð ekki endanlega ljóst fyrr en dómur Félagsdóms um lögmæti verkfallsboðunarinnar lá fyrir eftir hádegi í gær. Sólveig Anna hefur sagst hlakka mikið til verkfallsins, og verið gagnrýnd fyrir þá afstöðu sína í kjölfarið. Hún svaraði fyrir sig í gær en kom einnig inn á málið í morgun. „Þegar ég lét þessi orð falla var ég engu að síður jafnframt að endurspegla þau viðbrögð og þau orð sem þær konur, sem ég hef hitt og talað við, hafa sannarlega látið falla og þær tilfinningar sem þær hafa með mjög skýrum hætti látið í ljós,“ sagði Sólveig Anna. „Ég veit það ekki, það er kannski ekki í boði fyrir láglaunakonur á Íslandi að gleðjast yfir því að fá loksins tækifæri á að sýna fram á grundvallarmikilvægi sitt. En þá er það bara enn ein sönnunin á því hvað við erum á ömurlega erfiðum og sorglegum stað.“Viðtalið við Sólveigu Önnu má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00 Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15 Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00
Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli Æðstu yfirmenn mega ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli en á morgun klukkan 10 hefst verkfall þeirra félagsmanna Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu, í Grímsnes- og Grafningshreppi, í Hveragerði og Ölfusi. 7. mars 2019 15:15
Verkfall Eflingar löglegt og hefst í fyrramálið Félagsdómur dæmdi í dag boðað verkfall Eflingar á morgun löglegt. Um 700 félagsmenn Eflingar sem starfa við ræstingar á hótelum og gistiheimilum munu því leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið. 7. mars 2019 13:02