Deilur innan Repúblikanaflokksins um neyðarástand Trump Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2019 11:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Líklegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings muni fordæma yfirlýsingu Donald Trump, forseta bandaríkjanna, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þrátt fyrir að Repúblikanaflokkurinn sé með meirihluta í öldungadeildinni. Starfsmenn Hvíta hússins hafa hringt ítrekað í þingmenn á undanförnum dögum og þrýst á þá sem hafa ekki lýst yfir stuðningi við Trump. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum í síðasta mánuði eftir að þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni komust að samkomulagi um að fjárveitingar til öryggismála á landamærunum. Það gerði forsetinn til að fá aðgang að neyðarsjóðum bandaríska hersins til að byggja múr og girðingar á landamærunum þar sem hann var ekki sáttur við hve litlu fé átti að veita til byggingar múrs í fjárlögum. Við eðlilegar kringumstæður væru neyðarsjóðir hersins notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Öldungadeildarþingmenn Repúlbikanaflokksins hafa farið fram á upplýsingar um hvaða byggingarverkefnum hersins bygging múrs myndi koma niður á. Varnarmálaráðuneytið hefur þó ekki veitt slíkar upplýsingar, samkvæmt Washington Post. Einhverjir þingmenn segjast vissir um að þær upplýsingar séu ekki til.Vísa hver á annan Þingmaðurinn John Boozman segir herinn hafa sagt að verið sé að bíða eftir upplýsingum frá Heimavarnaráðuneytinu og þær séu nauðsynlegar svo hægt sé að ákveða hvaðan peningarnir eiga að koma. Kirstjen Nielsen, heimavarnaráðherra, vísaði þó í vikunni til Varnarmálaráðuneytisins þegar þingmenn kröfðust svara frá henni. Margir þingmenn Repúblikanaflokksins eru ósáttir við neyðarástandsyfirlýsingu Trump. Þeir segja hana skapa slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerða varðandi umhverfisvernd og byssueign. Þá segja einhverjir að hann sé að stíga út fyrir valdsvið sitt en fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem stjórnað er af Demókrataflokknum, hefur í raun vald yfir buddu Bandaríkjanna. Politico segir líklegt að um tíu þingmenn Repúblikanaflokksins séu mótfallnir ætlunum Trump og muni mögulega greiða atkvæði með tillögunni um að fordæma yfirlýsingu forsetans þegar kosið verður um hana, líklega í næstu viku. Þú þyrfti Trump að beita neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn og fella tillöguna.Einn þingmaður Repúblikaflokksins, Mike Lee, ætlar sér að leggja fram lagafrumvarp sem myndi í raun gera forsetum Bandaríkjanna ómögulegt að lýsa yfir neyðarástandi án þess að báðar deildir þingsins samþykki slíkar yfirlýsingar. Ron Johnson, þingmaður Repúblikanaflokksins, ræddi við fjölmiðla í gær. Þá sagðist hann hafa miklar áhyggjur af yfirlýsingu Trump og að hann væri að fara lengra með viðkomandi lög en áður hefði verið gert. Hann ætlaði hins vegar að styðja Trump. „Forsetinn tekur þessu mjög persónulega. Í hans huga ertu annað hvort að styðja hann, eða styðja Nancy Pelosi.“ Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Líklegt er að öldungadeild Bandaríkjaþings muni fordæma yfirlýsingu Donald Trump, forseta bandaríkjanna, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þrátt fyrir að Repúblikanaflokkurinn sé með meirihluta í öldungadeildinni. Starfsmenn Hvíta hússins hafa hringt ítrekað í þingmenn á undanförnum dögum og þrýst á þá sem hafa ekki lýst yfir stuðningi við Trump. Trump lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum í síðasta mánuði eftir að þingmenn Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins í fulltrúadeildinni komust að samkomulagi um að fjárveitingar til öryggismála á landamærunum. Það gerði forsetinn til að fá aðgang að neyðarsjóðum bandaríska hersins til að byggja múr og girðingar á landamærunum þar sem hann var ekki sáttur við hve litlu fé átti að veita til byggingar múrs í fjárlögum. Við eðlilegar kringumstæður væru neyðarsjóðir hersins notaðir vegna hamfara, byggingar varnarvirkja og innviða. Öldungadeildarþingmenn Repúlbikanaflokksins hafa farið fram á upplýsingar um hvaða byggingarverkefnum hersins bygging múrs myndi koma niður á. Varnarmálaráðuneytið hefur þó ekki veitt slíkar upplýsingar, samkvæmt Washington Post. Einhverjir þingmenn segjast vissir um að þær upplýsingar séu ekki til.Vísa hver á annan Þingmaðurinn John Boozman segir herinn hafa sagt að verið sé að bíða eftir upplýsingum frá Heimavarnaráðuneytinu og þær séu nauðsynlegar svo hægt sé að ákveða hvaðan peningarnir eiga að koma. Kirstjen Nielsen, heimavarnaráðherra, vísaði þó í vikunni til Varnarmálaráðuneytisins þegar þingmenn kröfðust svara frá henni. Margir þingmenn Repúblikanaflokksins eru ósáttir við neyðarástandsyfirlýsingu Trump. Þeir segja hana skapa slæmt fordæmi svo komandi forsetar Demókrataflokksins gætu einnig lýst yfir neyðarástandi til að grípa til umfangsmikilla aðgerða varðandi umhverfisvernd og byssueign. Þá segja einhverjir að hann sé að stíga út fyrir valdsvið sitt en fulltrúadeild Bandaríkjaþings, sem stjórnað er af Demókrataflokknum, hefur í raun vald yfir buddu Bandaríkjanna. Politico segir líklegt að um tíu þingmenn Repúblikanaflokksins séu mótfallnir ætlunum Trump og muni mögulega greiða atkvæði með tillögunni um að fordæma yfirlýsingu forsetans þegar kosið verður um hana, líklega í næstu viku. Þú þyrfti Trump að beita neitunarvaldi sínu í fyrsta sinn og fella tillöguna.Einn þingmaður Repúblikaflokksins, Mike Lee, ætlar sér að leggja fram lagafrumvarp sem myndi í raun gera forsetum Bandaríkjanna ómögulegt að lýsa yfir neyðarástandi án þess að báðar deildir þingsins samþykki slíkar yfirlýsingar. Ron Johnson, þingmaður Repúblikanaflokksins, ræddi við fjölmiðla í gær. Þá sagðist hann hafa miklar áhyggjur af yfirlýsingu Trump og að hann væri að fara lengra með viðkomandi lög en áður hefði verið gert. Hann ætlaði hins vegar að styðja Trump. „Forsetinn tekur þessu mjög persónulega. Í hans huga ertu annað hvort að styðja hann, eða styðja Nancy Pelosi.“
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira