Ekki fallist á endurupptöku shaken baby-máls Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 09:00 Sigurður Guðmundsson og sambýliskona hans Sigrún Jóna Guðmundsdóttir í Hæstarétti í lok janúar. Vísir/vilhelm Hæstiréttur féllst í dag á kröfu saksóknara um að vísa frá endurupptöku á hinu svokallaða „shaken baby“-máli. Kostnaður var greiddur alfarið úr ríkissjóði. Verjandi ákærða segir miður að ekki fáist efnisleg niðurstaða í málið. Hann hefur ekki lagt árar í bát, þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar í dag. Sigurður Guðmundsson fékk 18 mánaða fangelsisdóm í upphafi aldarinnar fyrir að hafa hrist 9 mánaða gamlan dreng, sem hann hafði í daggæslu, með þeim afleiðingum að drengurinn lést. Fallist var á endurupptöku málsins árið 2015 og vó þar þyngst matsgerð bresks sérfræðings, dr. Waney Squier, sem taldi dánarorsök drengsins óljósa og engin ótvíræð gögn liggja fyrir um högg eða önnur merki um áverka sem hefðu getað orsakast af harkalegum hristingi.Ákæruvaldið lagði fram tvíþætta frávísunarkröfu, þegar munnlegur málflutningur fór fram þann 30. janúar síðastliðinn, sem hvíldi bæði á form- og efnisgalla á úrskurði endurupptökunefndar. Í fyrsta lagi taldi saksóknari að ákvörðun endurupptökunefndar hafi verið röng á sínum tíma og skilyrði til endurupptöku hafi ekki verið uppfyllt. Ekkert nýtt hefði komið fram í máli Dr. Squier, sem þar að auki hafi borið á borð „lítt rökstuddar getgátur“ og brugðist hlutverki sínu sem óhlutdrægur matsmaður. Vitnisburður hennar hafi því ekki verið til þess fallinn að réttlæta endurupptöku.Ítarlegt viðtal við Sigurð og sambýliskonu hans, Sigrúnu Jónu Sigmarsdóttur, má horfa á hér fyrir neðan. Það var tekið 30. janúar, daginn sem munnlegur málflutningur fór fram í Hæstarétti. Hvorugt þeirra mætti í Hæstarétt í dag.Í öðru lagi væri það mat ákæruvaldsins að endurupptökunefndin hafi farið út fyrir valdsvið sitt. Með ákvörðun sinni hafi endurupptökunefnd fellt úr gildi fyrri dóm, sem aðeins sé á færi dómstóla. Réttast væri því að vísa málinu frá að mati saksóknara. Væri málinu ekki vísað frá krafðist saksóknari til vara að dómur héraðsdóms, sem fól í sér sakfellingu fyrir manndráp af gáleysi, yrði staðfestur og að Sigurði yrði gert að greiða allan sakarkostnað. Verjandi Sigurðar, Sveinn Andri Sveinsson, var að vonum ósammála ákæruvaldinu og fór fram á að Hæstiréttur hafnaði frávísunarkröfunni. Hann rak í löngu máli þá afstöðu sína að engar hlutlausar sannanir hafi verið lagðar fram um að heilkennið, „shaken baby syndrome,“ sé yfirhöfuð til. Þúsundir leitarniðurstaðna á netinu sýni fram á að fræðimenn takist á um tilvist heilkennisins, auk þess sem það var mat Sveins að vitnisburður Dr. Squire hnekkti niðurstöðum krufningarinnar. Því mætti tvímælalaust flokka faglegt mat hennar sem nýjar upplýsingar og því væri það eina í stöðunni að taka málið upp aftur. Þegar fréttastofa ræddi við Svein eftir úrskurð Hæstaréttar hafði honum ekki tekist að kynna sér niðurstöðuna ítarlega. Hann gerði þó ráð fyrir að málinu hafi verið vísað frá vegna fyrrnefnds formgalla. Næstu skref verði að setjast yfir niðurstöðuna og kanna hvaða úrræði séu í stöðunni. Það sé ekki loku fyrir það skotið að reynt verði að fara aftur fram á endurupptöku. Vísir fylgdist með munnlegum málflutningi saksóknara og Sveins Andra fyrir Hæstarétti í lok janúar. Frekari fréttir af málinu má nálgast hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Sveins Andra. Dómsmál Tengdar fréttir Sérfræðingur í shaken baby-máli sagður loðinn í svörum, ónákvæmur og ófaglegur Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, krafðist þess að máli Sigurðar Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi árið 2003, yrði vísað frá þegar tekist var á um endurupptöku málsins í Hæstarétti í dag. 30. janúar 2019 10:03 Matsmaðurinn eins og Galíleó að mati Sveins Andra Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sigurðar Guðmundssonar, sagði klént af ríkissaksóknara að draga mat breska sérfræðingsins dr. Waney Squier í efa. 30. janúar 2019 11:36 Kallaður barnamorðingi og missti allt Sigurður Guðmundsson segist svartsýnn á að endurupptaka máls hans fái efnislega meðferð í Hæstarétti. 30. janúar 2019 17:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira
Hæstiréttur féllst í dag á kröfu saksóknara um að vísa frá endurupptöku á hinu svokallaða „shaken baby“-máli. Kostnaður var greiddur alfarið úr ríkissjóði. Verjandi ákærða segir miður að ekki fáist efnisleg niðurstaða í málið. Hann hefur ekki lagt árar í bát, þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar í dag. Sigurður Guðmundsson fékk 18 mánaða fangelsisdóm í upphafi aldarinnar fyrir að hafa hrist 9 mánaða gamlan dreng, sem hann hafði í daggæslu, með þeim afleiðingum að drengurinn lést. Fallist var á endurupptöku málsins árið 2015 og vó þar þyngst matsgerð bresks sérfræðings, dr. Waney Squier, sem taldi dánarorsök drengsins óljósa og engin ótvíræð gögn liggja fyrir um högg eða önnur merki um áverka sem hefðu getað orsakast af harkalegum hristingi.Ákæruvaldið lagði fram tvíþætta frávísunarkröfu, þegar munnlegur málflutningur fór fram þann 30. janúar síðastliðinn, sem hvíldi bæði á form- og efnisgalla á úrskurði endurupptökunefndar. Í fyrsta lagi taldi saksóknari að ákvörðun endurupptökunefndar hafi verið röng á sínum tíma og skilyrði til endurupptöku hafi ekki verið uppfyllt. Ekkert nýtt hefði komið fram í máli Dr. Squier, sem þar að auki hafi borið á borð „lítt rökstuddar getgátur“ og brugðist hlutverki sínu sem óhlutdrægur matsmaður. Vitnisburður hennar hafi því ekki verið til þess fallinn að réttlæta endurupptöku.Ítarlegt viðtal við Sigurð og sambýliskonu hans, Sigrúnu Jónu Sigmarsdóttur, má horfa á hér fyrir neðan. Það var tekið 30. janúar, daginn sem munnlegur málflutningur fór fram í Hæstarétti. Hvorugt þeirra mætti í Hæstarétt í dag.Í öðru lagi væri það mat ákæruvaldsins að endurupptökunefndin hafi farið út fyrir valdsvið sitt. Með ákvörðun sinni hafi endurupptökunefnd fellt úr gildi fyrri dóm, sem aðeins sé á færi dómstóla. Réttast væri því að vísa málinu frá að mati saksóknara. Væri málinu ekki vísað frá krafðist saksóknari til vara að dómur héraðsdóms, sem fól í sér sakfellingu fyrir manndráp af gáleysi, yrði staðfestur og að Sigurði yrði gert að greiða allan sakarkostnað. Verjandi Sigurðar, Sveinn Andri Sveinsson, var að vonum ósammála ákæruvaldinu og fór fram á að Hæstiréttur hafnaði frávísunarkröfunni. Hann rak í löngu máli þá afstöðu sína að engar hlutlausar sannanir hafi verið lagðar fram um að heilkennið, „shaken baby syndrome,“ sé yfirhöfuð til. Þúsundir leitarniðurstaðna á netinu sýni fram á að fræðimenn takist á um tilvist heilkennisins, auk þess sem það var mat Sveins að vitnisburður Dr. Squire hnekkti niðurstöðum krufningarinnar. Því mætti tvímælalaust flokka faglegt mat hennar sem nýjar upplýsingar og því væri það eina í stöðunni að taka málið upp aftur. Þegar fréttastofa ræddi við Svein eftir úrskurð Hæstaréttar hafði honum ekki tekist að kynna sér niðurstöðuna ítarlega. Hann gerði þó ráð fyrir að málinu hafi verið vísað frá vegna fyrrnefnds formgalla. Næstu skref verði að setjast yfir niðurstöðuna og kanna hvaða úrræði séu í stöðunni. Það sé ekki loku fyrir það skotið að reynt verði að fara aftur fram á endurupptöku. Vísir fylgdist með munnlegum málflutningi saksóknara og Sveins Andra fyrir Hæstarétti í lok janúar. Frekari fréttir af málinu má nálgast hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Sveins Andra.
Dómsmál Tengdar fréttir Sérfræðingur í shaken baby-máli sagður loðinn í svörum, ónákvæmur og ófaglegur Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, krafðist þess að máli Sigurðar Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi árið 2003, yrði vísað frá þegar tekist var á um endurupptöku málsins í Hæstarétti í dag. 30. janúar 2019 10:03 Matsmaðurinn eins og Galíleó að mati Sveins Andra Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sigurðar Guðmundssonar, sagði klént af ríkissaksóknara að draga mat breska sérfræðingsins dr. Waney Squier í efa. 30. janúar 2019 11:36 Kallaður barnamorðingi og missti allt Sigurður Guðmundsson segist svartsýnn á að endurupptaka máls hans fái efnislega meðferð í Hæstarétti. 30. janúar 2019 17:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira
Sérfræðingur í shaken baby-máli sagður loðinn í svörum, ónákvæmur og ófaglegur Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, krafðist þess að máli Sigurðar Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi árið 2003, yrði vísað frá þegar tekist var á um endurupptöku málsins í Hæstarétti í dag. 30. janúar 2019 10:03
Matsmaðurinn eins og Galíleó að mati Sveins Andra Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sigurðar Guðmundssonar, sagði klént af ríkissaksóknara að draga mat breska sérfræðingsins dr. Waney Squier í efa. 30. janúar 2019 11:36
Kallaður barnamorðingi og missti allt Sigurður Guðmundsson segist svartsýnn á að endurupptaka máls hans fái efnislega meðferð í Hæstarétti. 30. janúar 2019 17:00