ÍBV hefur verið sektað um 120 þúsund krónur fyrir að nota þrjá ólöglega leikmenn í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu á dögunum.
Þrír leikmenn ÍBV í leik á móti Val voru skráðar í erlend félög. Þetta eru þær Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sara Suzanne Small og MckenzieGrossmann. Knattspyrnusamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni.
ÍBV fór ekki vel út úr þessum leik þrátt fyrir alla ólöglegu leikmennina því Valskonur unnu leikinn 7-1.
Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni kvenna hefur skrifstofa KSÍ staðfest að leikmennirnir þrír hafi leikið ólöglegar með ÍBV í umræddum leik.
ÍBV fær í fyrsta lagi 30 þúsund króna sekt fyrir að nota ólöglegan leikmenn en svo að auki 30 þúsund króna sekt fyrir hvern leikmann sem er ekki með keppnisleyfi og tekur þátt í leiknum.
Félag, sem notar leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með því eða notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, telst hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra. Úrslitin standa því í þessum leik.
ÍBV notaði þrjá ólöglega leikmenn
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
