Lára stal mat vegna matarfíknar: Erfitt að útskýra vanlíðanina í neyslunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. febrúar 2019 12:46 Lára Kristín Pedersen í leik með Stjörnunni síðasta sumar. vísir/bára „Þetta lýsir sér í óeðlilegu sambandi við mat, óeðlilegri hegðun í kringum mat og óeðlilegri löngun. Þetta er ekki bara það að þér finnist gott að borða. Þú breytir allri þinni hegðun í kringum mat.“ Þetta segir Lára Kristín Pedersen, leikmaður Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna, um matarfíknina sem hún glímir við í opinskáu viðtali í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolti.net í umsjá Magnúsar Más Einarssonar. Lára Kristín er uppalin hjá Aftureldingu en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2014 þar sem að hún varð tvívegis Íslandsmeistari en hún samdi við Þór/KA eftir síðasta tímabil. Þessi 24 ára gamli miðjumaður segir frá því þegar að hún var 16-17 ára gömul að aka upp að Hafravatni, ein í bíl, til þess að boða pítsu í laumi. „Ég hélt að ég vildi einveru og frið og eitthvað. Síðan fer þetta stigmagnandi og þetta verður verra og verra. Loturnar í átinu verða oftar og oftar og þetta fer að taka yfir meira af lífi manns [...] Ég á enn þá erfitt með að útskýra fyrir fólki hversu illa manni líður þegar maður er í sinni neyslu,“ segir Lára sem fór í bandarískan háskóla að spila fótbolta.Lára Kristín með Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum sem þær töpuðu.vísir/vilhelm„Ég bjó með sjö öðrum stelpum þarna. Öll mín dvöl snerist um að það væri enginn annar væri staddur í húsinu svo ég gæti borðað allt sem ég vildi borða. Þetta var ekki hollur matur. Þú ert að troða í því sem veitir þér mesta „kickið“,“ segir Lára Kristín sem segist hafa stolið mat af sambýlingum sínum sem og fjölskyldumeðlimum.Lára las viðtal á Fótbolti.net við Þórð Ingason, markvörð Fjölnis í Pepsi-deild karla, þar sem að hann opnaði sig um áfengisfíkn sína en það fékk hana til að opna augun fyrir vandamálinu. Lára hafði bæði misst af Evrópuleik og verið tekin út úr byrjunarliðinu fyrir úrslitaleik bikarsins 2015 vegna vandræða tengdum matarfíkninni. „Ég hugsaði: „Guð minn góður, hann er að lýsa mínu sumri.“ Þú þarft bara að setja inn Lára í staðinn fyrir Þórður og matur í staðinn fyrir áfengi. Þá hugsaði ég að þetta myndi ekki ganga svona áfram og í kjölfarið byrjaði mitt ferli í að leita aðstoðar við þessu en ekki einhverju öðru sem ég hélt að væri að mér,“ segir Lára sem að leitaði sér hjálpar. Hún mætir reglulega á fundi og hefur misst af æfingum vegna þeirra. Hún viðurkennir að hafa dottið í sjálfsvorkunn vegna þess en hún veit hvað þetta gerir henni gott. „Ég er ánægð hvar ég stend í dag. Bæði hvað kemur af fótboltanum og hvar ég er stödd með þetta,“ segir Lára Kristín Pedersen.Allt viðtalið má heyra hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fleiri fréttir Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Sjá meira
„Þetta lýsir sér í óeðlilegu sambandi við mat, óeðlilegri hegðun í kringum mat og óeðlilegri löngun. Þetta er ekki bara það að þér finnist gott að borða. Þú breytir allri þinni hegðun í kringum mat.“ Þetta segir Lára Kristín Pedersen, leikmaður Þórs/KA í Pepsi-deild kvenna, um matarfíknina sem hún glímir við í opinskáu viðtali í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolti.net í umsjá Magnúsar Más Einarssonar. Lára Kristín er uppalin hjá Aftureldingu en gekk í raðir Stjörnunnar árið 2014 þar sem að hún varð tvívegis Íslandsmeistari en hún samdi við Þór/KA eftir síðasta tímabil. Þessi 24 ára gamli miðjumaður segir frá því þegar að hún var 16-17 ára gömul að aka upp að Hafravatni, ein í bíl, til þess að boða pítsu í laumi. „Ég hélt að ég vildi einveru og frið og eitthvað. Síðan fer þetta stigmagnandi og þetta verður verra og verra. Loturnar í átinu verða oftar og oftar og þetta fer að taka yfir meira af lífi manns [...] Ég á enn þá erfitt með að útskýra fyrir fólki hversu illa manni líður þegar maður er í sinni neyslu,“ segir Lára sem fór í bandarískan háskóla að spila fótbolta.Lára Kristín með Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum sem þær töpuðu.vísir/vilhelm„Ég bjó með sjö öðrum stelpum þarna. Öll mín dvöl snerist um að það væri enginn annar væri staddur í húsinu svo ég gæti borðað allt sem ég vildi borða. Þetta var ekki hollur matur. Þú ert að troða í því sem veitir þér mesta „kickið“,“ segir Lára Kristín sem segist hafa stolið mat af sambýlingum sínum sem og fjölskyldumeðlimum.Lára las viðtal á Fótbolti.net við Þórð Ingason, markvörð Fjölnis í Pepsi-deild karla, þar sem að hann opnaði sig um áfengisfíkn sína en það fékk hana til að opna augun fyrir vandamálinu. Lára hafði bæði misst af Evrópuleik og verið tekin út úr byrjunarliðinu fyrir úrslitaleik bikarsins 2015 vegna vandræða tengdum matarfíkninni. „Ég hugsaði: „Guð minn góður, hann er að lýsa mínu sumri.“ Þú þarft bara að setja inn Lára í staðinn fyrir Þórður og matur í staðinn fyrir áfengi. Þá hugsaði ég að þetta myndi ekki ganga svona áfram og í kjölfarið byrjaði mitt ferli í að leita aðstoðar við þessu en ekki einhverju öðru sem ég hélt að væri að mér,“ segir Lára sem að leitaði sér hjálpar. Hún mætir reglulega á fundi og hefur misst af æfingum vegna þeirra. Hún viðurkennir að hafa dottið í sjálfsvorkunn vegna þess en hún veit hvað þetta gerir henni gott. „Ég er ánægð hvar ég stend í dag. Bæði hvað kemur af fótboltanum og hvar ég er stödd með þetta,“ segir Lára Kristín Pedersen.Allt viðtalið má heyra hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fleiri fréttir Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn