Vitni lýsir hrottalegri árás á unga konu við Háaleitisbraut Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 15:52 Árásin var gerð við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar, þ.e. innan svæðisins sem afmarkað er af rauðum hring á myndinni. Vísir Karlmaður sem handtekinn var fyrir líkamsárás við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar um hádegisbil í dag verður yfirheyrður á morgun. Tvær ungar konur urðu fyrir árás mannsins en aðeins var minnst á eina í fyrstu tilkynningu lögreglu um málið. Vitni sem kom að árásinni lýsir henni sem „hrottalegri“. Lögregla sendi út tilkynningu um málið á þriðja tímanum í dag. Þar segir að maður í annarlegu ástandi sé grunaður um að hafa sparkað í bifreið og í framhaldinu gengið í skrokk á ökumanninum, ungri konu sem flutt var á slysadeild til skoðunar.Áður komið við sögu lögreglu Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn, sem var gangandi vegfarandi á svæðinu, hafi verið handtekinn klukkan eitt og færður í fangageymslu. Hann verði yfirheyrður á morgun sökum „mjög annarlegs ástands“. Búið er að taka skýrslu af nokkrum vitnum að árásinni. Að sögn Guðmundar hefur maðurinn áður komið við sögu lögreglu. Guðmundur segir manninn hafa ráðist á ökumann bílsins og unga konu á svipuðu reki, að því er virðist að tilefnislausu. Konurnar eru báðar um átján ára en þær slösuðust ekki alvarlega í árásinni. „Þær eru náttúrulega í sjokki. Þetta eru ungar stelpur, önnur nýorðin átján,“ segir Guðmundur. Henti konunni inn í runna og stappaði á henni Snorri Barón Jónsson framkvæmdastjóri lýsir því á Facebook í dag að hann hafi orðið vitni að árásinni við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar ásamt vini sínum í hádeginu í dag. Hann lýsir árásinni sem „hrottalegri“. „Fullvaxta karlmaður gekk hrottalega í skrokk á ungri konu uppi á gangstétt á mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar eftir að hafa orðið ósáttur við að bíllinn sem hún ók skagaði lítillega inná gangbrautina. Hann byrjaði á að sparka í bílinn hennar og garga duglega á hana,“ skrifar Snorri. Þá segir hann manninn hafa „hjólað í“ konuna þegar hún steig út úr bílnum og hafið barsmíðar. „Við Jens vorum fastir á rauðu ljósi hinum megin við og gátum ekki brugðist við fyrr en hann var búinn að ná að lumbra ansi duglega á henni, henda henni inn í runna og stappa á henni þar.“ Snorri segir stúlkuna hafa verið í miklu áfalli en lögregla og sjúkrabíll hafi fljótlega komið á vettvang. Snorri vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af honum í dag en færsluna má sjá hér að neðan. Lögreglumál Tengdar fréttir Handtekinn við Háaleitisbraut eftir árás á unga konu Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn við Háaleitisbraut í hádeginu í dag, grunaður um að hafa sparkað í bíl og svo í kjölfarið ráðist á ökumanninn, unga konu. 20. febrúar 2019 14:44 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Karlmaður sem handtekinn var fyrir líkamsárás við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar um hádegisbil í dag verður yfirheyrður á morgun. Tvær ungar konur urðu fyrir árás mannsins en aðeins var minnst á eina í fyrstu tilkynningu lögreglu um málið. Vitni sem kom að árásinni lýsir henni sem „hrottalegri“. Lögregla sendi út tilkynningu um málið á þriðja tímanum í dag. Þar segir að maður í annarlegu ástandi sé grunaður um að hafa sparkað í bifreið og í framhaldinu gengið í skrokk á ökumanninum, ungri konu sem flutt var á slysadeild til skoðunar.Áður komið við sögu lögreglu Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að maðurinn, sem var gangandi vegfarandi á svæðinu, hafi verið handtekinn klukkan eitt og færður í fangageymslu. Hann verði yfirheyrður á morgun sökum „mjög annarlegs ástands“. Búið er að taka skýrslu af nokkrum vitnum að árásinni. Að sögn Guðmundar hefur maðurinn áður komið við sögu lögreglu. Guðmundur segir manninn hafa ráðist á ökumann bílsins og unga konu á svipuðu reki, að því er virðist að tilefnislausu. Konurnar eru báðar um átján ára en þær slösuðust ekki alvarlega í árásinni. „Þær eru náttúrulega í sjokki. Þetta eru ungar stelpur, önnur nýorðin átján,“ segir Guðmundur. Henti konunni inn í runna og stappaði á henni Snorri Barón Jónsson framkvæmdastjóri lýsir því á Facebook í dag að hann hafi orðið vitni að árásinni við gatnamót Háaleitisbrautar og Kringlumýrarbrautar ásamt vini sínum í hádeginu í dag. Hann lýsir árásinni sem „hrottalegri“. „Fullvaxta karlmaður gekk hrottalega í skrokk á ungri konu uppi á gangstétt á mótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar eftir að hafa orðið ósáttur við að bíllinn sem hún ók skagaði lítillega inná gangbrautina. Hann byrjaði á að sparka í bílinn hennar og garga duglega á hana,“ skrifar Snorri. Þá segir hann manninn hafa „hjólað í“ konuna þegar hún steig út úr bílnum og hafið barsmíðar. „Við Jens vorum fastir á rauðu ljósi hinum megin við og gátum ekki brugðist við fyrr en hann var búinn að ná að lumbra ansi duglega á henni, henda henni inn í runna og stappa á henni þar.“ Snorri segir stúlkuna hafa verið í miklu áfalli en lögregla og sjúkrabíll hafi fljótlega komið á vettvang. Snorri vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar Vísir náði tali af honum í dag en færsluna má sjá hér að neðan.
Lögreglumál Tengdar fréttir Handtekinn við Háaleitisbraut eftir árás á unga konu Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn við Háaleitisbraut í hádeginu í dag, grunaður um að hafa sparkað í bíl og svo í kjölfarið ráðist á ökumanninn, unga konu. 20. febrúar 2019 14:44 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Handtekinn við Háaleitisbraut eftir árás á unga konu Karlmaður í annarlegu ástandi var handtekinn við Háaleitisbraut í hádeginu í dag, grunaður um að hafa sparkað í bíl og svo í kjölfarið ráðist á ökumanninn, unga konu. 20. febrúar 2019 14:44