Telur að verkföll gætu fellt garðyrkjubændur Sveinn Arnarsson skrifar 21. febrúar 2019 07:30 Garðyrkja skapar fjölda starfa og framleiðir vistvæna afurð fyrir landsmenn. Fyrirtæki í greininni standa ekki traustum fótum að mati framkvæmdastjóra sölufélags garðyrkjumanna. Fréttablaðið/Stefán Ylrækt hér á landi stendur illa rekstrarlega að mati Gunnlaugs Karlssonar, framkvæmdastjóra Sölufélags garðyrkjumanna. Hann segir síðustu tvö rekstrarár hafa verið afar erfið fyrir greinina og segir verkföll geta haft alvarlegar afleiðingar. Hagstofan birti í gær útdrátt úr rekstrar- og efnahagsyfirliti nytjaplönturæktar árin 2016 og 2017. Þar kemur fram að hagnaður fyrirtækja sem rækta grænmeti hefur minnkað mikið. „Rekstrarskilyrði greinarinnar eru orðin erfið og ég tala nú ekki um árið 2018 sem var einnig gríðarlega erfitt rekstrarár. Svo horfir einnig þannig við að árið 2019 gæti orðið afar erfitt,“ segir Gunnlaugur.Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjubændaUndanfarið hefur mikil umræða verið um kolefnisspor matvælanna sem við neytum og íslenskt grænmeti því kjörin fæða þar sem kolefnisspor þeirra matvæla er með því minnsta sem völ er á. Gunnlaugur bendir á að hægt sé að keppa í gæðum en það sé afar erfitt að keppa í verði við innflutt grænmeti. „Ef við skoðum rafmagnskostnað og flutningskostnað á rafmagni auk launa sem hafa hækkað um tugi prósenta á fáum árum þá sjáum við að það kreppir að. Þá erum við á þeim stað að við þurfum að hugsa um hvort við ætlum að velta kostnaðarhækkuninni út í verðlagið. Það er ekki hlaupið að því í þessu umhverfi,“ segir Gunnlaugur. „Við getum ekki keppt við verðið á innfluttu grænmeti en við getum hæglega keppt í gæðum. Einnig viljum við hafa íslenskt grænmeti á markaði og þess vegna þarf að bregðast við,“ bætir Gunnlaugur við. „Ég get lofað því að ef við lendum í verkföllum sem munu stöðva framleiðslu einhverra garðyrkjubænda þá munum við sjá gjaldþrot í greininni, það er alveg öruggt. Þetta er mjög erfið staða og ég vona að menn finni leiðir til að ná sáttum á almennum vinnumarkaði án verkfalla.“ Gunnlaugur bendir á að útflutningur er hafinn á agúrkum en eftirspurn er eftir vörunni bæði í Færeyjum og Danmörku. „Við getum keppt á þeim markaði í gæðum og íslenska agúrkan selst vel á þessum mörkuðum sem sýnir að við erum að gera eitthvað rétt,“ bætir Gunnlaugur við. Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Ylrækt hér á landi stendur illa rekstrarlega að mati Gunnlaugs Karlssonar, framkvæmdastjóra Sölufélags garðyrkjumanna. Hann segir síðustu tvö rekstrarár hafa verið afar erfið fyrir greinina og segir verkföll geta haft alvarlegar afleiðingar. Hagstofan birti í gær útdrátt úr rekstrar- og efnahagsyfirliti nytjaplönturæktar árin 2016 og 2017. Þar kemur fram að hagnaður fyrirtækja sem rækta grænmeti hefur minnkað mikið. „Rekstrarskilyrði greinarinnar eru orðin erfið og ég tala nú ekki um árið 2018 sem var einnig gríðarlega erfitt rekstrarár. Svo horfir einnig þannig við að árið 2019 gæti orðið afar erfitt,“ segir Gunnlaugur.Gunnlaugur Karlsson framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjubændaUndanfarið hefur mikil umræða verið um kolefnisspor matvælanna sem við neytum og íslenskt grænmeti því kjörin fæða þar sem kolefnisspor þeirra matvæla er með því minnsta sem völ er á. Gunnlaugur bendir á að hægt sé að keppa í gæðum en það sé afar erfitt að keppa í verði við innflutt grænmeti. „Ef við skoðum rafmagnskostnað og flutningskostnað á rafmagni auk launa sem hafa hækkað um tugi prósenta á fáum árum þá sjáum við að það kreppir að. Þá erum við á þeim stað að við þurfum að hugsa um hvort við ætlum að velta kostnaðarhækkuninni út í verðlagið. Það er ekki hlaupið að því í þessu umhverfi,“ segir Gunnlaugur. „Við getum ekki keppt við verðið á innfluttu grænmeti en við getum hæglega keppt í gæðum. Einnig viljum við hafa íslenskt grænmeti á markaði og þess vegna þarf að bregðast við,“ bætir Gunnlaugur við. „Ég get lofað því að ef við lendum í verkföllum sem munu stöðva framleiðslu einhverra garðyrkjubænda þá munum við sjá gjaldþrot í greininni, það er alveg öruggt. Þetta er mjög erfið staða og ég vona að menn finni leiðir til að ná sáttum á almennum vinnumarkaði án verkfalla.“ Gunnlaugur bendir á að útflutningur er hafinn á agúrkum en eftirspurn er eftir vörunni bæði í Færeyjum og Danmörku. „Við getum keppt á þeim markaði í gæðum og íslenska agúrkan selst vel á þessum mörkuðum sem sýnir að við erum að gera eitthvað rétt,“ bætir Gunnlaugur við.
Birtist í Fréttablaðinu Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent